Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 34

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 34
Íslenski Alpaklúbburinn, ÍSALP, félag áhugamanna um fjallamennsku fagnar þrjátíu árum á fjöllum. „Markmiðið er að sameina fjalla- menn, stuðla að vexti fjallamennsku á Íslandi og auka öryggi á fjöllum,“ segir Freyr Ingi Björnsson, sem hefur verið formaður klúbbsins síðan 2006. Sjálfur fékk hann fjalla- áhugann úr björgunarsveitarstarfi og segir marga koma þaðan og úr skátunum. „Útivistaráhugi almenn- ings hefur aukist mikið og það eru allir velkomnir til okkar,“ segir Freyr sem fer í fjölda ferða ár hvert. „Ég vinn sem leiðsögumaður á sumrin og fer mikið á fjöll þá mest innanlands. Síðan reyni ég að komast til útlanda líka og fór til Nepal í fyrra. Síðan er stefnan tekin á Suður-Ameríku í ár,“ útskýrir Freyr sem segir klúbbinn aðallega vera vettvang fyrir fjalla- mennsku. „Klúbburinn fer ekki margar ferðir sem slíkur, þetta er meira félag fyrir þá sem skipu- leggja ferðir á eigin vegum. Hins vegar fórum við í afmælisferð á Skessuhorn í mars og höfðum þá sama fararstjóra og í fyrstu ferð- inni fyrir þrjátíu árum. Síðan fórum við á Heklu ásamt hinni óþreytandi fjallageit og stjórnar- manni, Þorvaldi V. Þórssyni sem fór síðasta spölinn í hundrað tinda verkefni sínu.“ Fram undan er spennandi dag- skrá að sögn Freys og má þar nefna myndasýningar og fyrirlestra á vegum klúbbfélaga og erlendra fjallamanna, námskeið í ísklifri fyrir byrjendur og lengra komna í samvinnu við íslenska fjallaleið- sögumenn og fjalla- og vetrarskíða- námskeið, ásamt árlegu jólaklifri, ísklifurhátíð og Telemark- skíðahátíð. Klúbburinn er í góðu samstarfi við Klifurhúsið og er með aðstöðu þar, en Klifurhúsið heldur nám- skeið fyrir allan aldur, allan árs- ins hring. Nýlega kom út ársrit ÍSALP, en útgáfa þess hefur legið niðri um hríð og því einstaklega ánægjulegt að ritið liti dagsins ljós á sjálfu afmælisárinu að sögn Freys. Nánari upplýsingar www.isalp. is. Sjá einnig: www.klifurhusid.is. Fjallaáhuginn úr björgunarsveitinni París er fallegust á haustin – og enn fallegri með þaulreyndum íslenskum fararstjóra WWW.UU.IS Verð frá: 59.920,- á mann á hótel Novotel Les Halles í 3 nætur 23. og 30. nóv. 23. og 30. nóvember „Við förum í gönguferð um gömlu listamannahæðina Montmartre. Stóra hvíta kirkjan, listamannatorgið Place de Tertres og litlu þröngu göturnar eru staðir sem margir kannast við úr kvikmyndum. Woody Allen hefur kvikmyndað í þessu hverfi og franska myndin Amelie gerist öll á Montmartre.“ - Kristín Jónsdóttir, fararstjóri Úrvals - Útsýnar í París ÚRVAL-ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ferðaskrifstofa Innifalið:Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn oggisting með morgunverði. Verð miðastvið aðbókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofueða símleiðis erbókunargjald2.500 kr. fyrir hvern farþega. MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.