Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 56
Hver voru morgunverkin? Kenndi dans í Öldutúnsskóla. Eftirlætismánuður ársins og af hverju? Maí. Því þá eru lokasýningar nemenda minna og þá sést afrakst- ur kennslu vetrarins og sumarfrí- ið er fram undan. Ef þú yrðir að vera einhver önnur fræg manneskja í einn dag, hver myndirðu vilja vera og af hverju? Ég myndi vilja vera Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, þar sem ég hef alltaf metið hana og störf hennar mik- ils. Mér líkar fólk sem er... ...lifandi og skemmtilegt. Trúir þú á drauma? Hvaða tákn birtist þér oftast í draumi? Já, ég trúi á drauma. Mig dreym- ir mikið dána ástvini. Trúi því að það sé fyrir góðu. Hver er þín mesta nautn? Að hlusta á góða tónlist við kertaljós í návist góðra vina. Ef þú ættir að framleiða tannkrem með einhverju nýju bragði, hvaða bragð myndirðu velja? Hmm... Ætli það yrði þá ekki með jarðarberjabragði! Ef þú yrðir send í tímavél eitt- hvert og látin dúsa þar í viku, hvaða tíma myndirðu velja þér? Ég myndi gjarna vilja fara aftur til tíma Jesú Krists. Hefði ekkert á móti því að fá að hitta hann í eigin persónu og ræða við hann um lífið og tilveruna. Hvaða freistingu áttu bágt með að standast? Valencia-súkkulaði með rommi og rúsínum. Þú festist í lyftu í sólarhring: Hvaða fimm hluti viltu hafa í handtöskunni? Gsm-síma, vatn, teppi, góða bók og auðvitað Valencia-súkkulaði með rommi og rúsínum. Hvað gerirðu þegar þú ert and- vaka? Sný mér í rúminu og hugsa um eitthvað fallegt, eins og barna- börnin mín tvö. Eftirlætisheimilisverkið? Eldamennska og að undirbúa gott matarboð með fjölskyldu og vinum. Línudans eða moonwalk? Línudans. Þú ert að fara á grímuball og mátt fara í hvaða búningi sem er. Í hverju ferðu? Diskódressi. Frægasti ættingi þinn? Í mínum huga er það örugglega Haukur Páll, bróðir minn og óperusöngvari í Þýskalandi. Ef þú yrðir að fylla heimilið af ein- hverri dýrategund (allavega 20 stykki) hvaða dýr myndirðu velja þér að búa með? Ég myndi setja tuttugu fiska í fiskabúr. Ef ég fengi klukkustund með Fred Astaire myndi ég... ...kenna honum lambada. Hvernig stendur íslenski dansinn í dag? Dansinn á í harðri samkeppni við aðrar íþróttir og líður fyrir litla athygli fjölmiðla. Hver er eftirlætisdansinn þinn? Rúmba. Og að lokum – draumadansfélag- inn? Donnie Burns, margfaldur heimsmeistari í latindönsum, og ekki yrði það nú leiðinlegt að taka rúmbu með Brad Pitt. Myndi vilja dansa rúmbu með Brad Pitt Auður Haraldsdóttir er ein okkar helstu dansgúrúa Íslands og verður í dag önnum kafin við að halda utan um Lottó Open-danskeppnina í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar. Alþjóðlegur blær verður yfir keppn- inni eins og undanfarin ár þar sem erlend danspör og dómarar sækja keppnina. Auður var tekin í Þriðju gráðu yfirheyrslu helgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.