Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 56
Hver voru morgunverkin?
Kenndi dans í Öldutúnsskóla.
Eftirlætismánuður ársins og af
hverju?
Maí. Því þá eru lokasýningar
nemenda minna og þá sést afrakst-
ur kennslu vetrarins og sumarfrí-
ið er fram undan.
Ef þú yrðir að vera einhver önnur
fræg manneskja í einn dag, hver
myndirðu vilja vera og af hverju?
Ég myndi vilja vera Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands, þar sem ég hef alltaf
metið hana og störf hennar mik-
ils.
Mér líkar fólk sem er...
...lifandi og skemmtilegt.
Trúir þú á drauma? Hvaða tákn
birtist þér oftast í draumi?
Já, ég trúi á drauma. Mig dreym-
ir mikið dána ástvini. Trúi því að
það sé fyrir góðu.
Hver er þín mesta nautn?
Að hlusta á góða tónlist við
kertaljós í návist góðra vina.
Ef þú ættir að framleiða tannkrem
með einhverju nýju bragði, hvaða
bragð myndirðu velja?
Hmm... Ætli það yrði þá ekki
með jarðarberjabragði!
Ef þú yrðir send í tímavél eitt-
hvert og látin dúsa þar í viku,
hvaða tíma myndirðu velja þér?
Ég myndi gjarna vilja fara aftur
til tíma Jesú Krists. Hefði ekkert
á móti því að fá að hitta hann í
eigin persónu og ræða við hann
um lífið og tilveruna.
Hvaða freistingu áttu bágt með að
standast?
Valencia-súkkulaði með rommi
og rúsínum.
Þú festist í lyftu í sólarhring:
Hvaða fimm hluti viltu hafa í
handtöskunni?
Gsm-síma, vatn, teppi, góða bók
og auðvitað Valencia-súkkulaði
með rommi og rúsínum.
Hvað gerirðu þegar þú ert and-
vaka?
Sný mér í rúminu og hugsa um
eitthvað fallegt, eins og barna-
börnin mín tvö.
Eftirlætisheimilisverkið?
Eldamennska og að undirbúa
gott matarboð með fjölskyldu og
vinum.
Línudans eða moonwalk?
Línudans.
Þú ert að fara á grímuball og mátt
fara í hvaða búningi sem er. Í
hverju ferðu?
Diskódressi.
Frægasti ættingi þinn?
Í mínum huga er það örugglega
Haukur Páll, bróðir minn og
óperusöngvari í Þýskalandi.
Ef þú yrðir að fylla heimilið af ein-
hverri dýrategund (allavega 20
stykki) hvaða dýr myndirðu velja
þér að búa með?
Ég myndi setja tuttugu fiska í
fiskabúr.
Ef ég fengi klukkustund með Fred
Astaire myndi ég...
...kenna honum lambada.
Hvernig stendur íslenski dansinn
í dag?
Dansinn á í harðri samkeppni
við aðrar íþróttir og líður fyrir
litla athygli fjölmiðla.
Hver er eftirlætisdansinn þinn?
Rúmba.
Og að lokum – draumadansfélag-
inn?
Donnie Burns, margfaldur
heimsmeistari í latindönsum, og
ekki yrði það nú leiðinlegt að taka
rúmbu með Brad Pitt.
Myndi vilja dansa
rúmbu með Brad Pitt
Auður Haraldsdóttir er ein okkar helstu dansgúrúa Íslands og verður í dag önnum kafin við að halda
utan um Lottó Open-danskeppnina í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar. Alþjóðlegur blær verður yfir keppn-
inni eins og undanfarin ár þar sem erlend danspör og dómarar sækja keppnina. Auður var tekin í
Þriðju gráðu yfirheyrslu helgarinnar.