Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 75
Yfirmenn hjá McLaren- liðinu í Formúlu 1 tilkynntu í gær að ökuþórinn Fernando Alonso, sem kom til liðsins fyrir nýafstaðið tímabil, væri frjáls ferða sinna og að þriggja ára samningi hans við liðið yrði rift. „Við viljum óska Alonso hins besta í framtíðinni og hann er frá- bær ökumaður þó svo að hann hafi kannski ekki átt sitt besta tímabil hjá okkur,“ sagði Ron Dennis, for- kólfur McLaren-liðsins. „Ég hef alla tíð frá því að ég var lítill strákur viljað keyra fyrir McLaren, en stundum ganga hlut- irnir ekki eins og maður hefði viljað. Ég lít ennþá á McLaren sem frábært lið, þrátt fyrir að samstarf mitt við liðið hafi gengið upp og ofan og í sannleika sagt hafi mér aldrei liðið eins og heima hjá mér hjá liðinu,“ sagði í yfir- lýsingu frá Alonso í kjölfar til- kynningar McLaren-liðsins. Ekki er vitað fyrir hvaða lið Alonso keyrir á næsta tímabili, en hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Renault-liðsins. Sögusagnir eru hins vegar á kreiki að McLaren-liðið ætli aðeins að sleppa Alonso ef hann fer í eitthvert af minni liðunum í Formúlu 1 kappakstrinum. Farinn frá McLaren Fabio Cannavaro, 34 ára varnarmaður Real Madrid, hefur verið sterklega orðaður við AC Milan í ítölskum fjölmiðlum undanfarið og er sjálfur sagður hvetja félagið til að kaupa sig. „Ég hef reglulega verið orðaður við AC Milan síðan Carlo Ance- lotti tók við liðinu, enda ekkert launungarmál að við erum góðir vinir og ég ber mikla virðingu fyrir honum sem knattspyrnu- stjóra. Ég neita því heldur ekki að það væri gaman að spila við hlið Alessandro Nesta á ný. Við erum góðir saman eins og sýndi sig í síðustu úrslitakeppni HM,“ sagði Cannavaro í viðtali við sjóvarps- þáttinn Il rosso e il nero, sem er helgaður AC Milan-liðinu. Ef af kaupunum verður þarf Cannavaro í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af aldri sínum því fyrir hjá AC Milan eru varnar- jálkarnir Paolo Maldini, 39 ára, Cafu, 37 ára, Serginho, 36 ára, og Giuseppe Favalli, 35 ára. Á leiðinni til AC Milan? Tayshaun Prince skoraði 34 stig í 91-80 sigri Detroit Pistons á Miami Heat í fyrsta leik beggja liða á tímabil- inu. Detroit lék án Richard Hamilton en það kom ekki að sök því Prince hitti úr 13 af 23 skotum sínum og setti persónu- legt met. „Fyrst Rip var ekki með varð ég að koma með svar,“ sagði Prince eftir leikin. Chauncey Billups, sem skoraði 19 stig og gaf 11 stoðsendingar, talaði líka um að Detroit þyrfti að vera duglegra að nýta sér Prince. „Hann skapar vandamál því það er erfitt að finna mann til að dekka hann og við verðum að nýta það enn frekar,“ sagði Billups. Miami lék án Dwyane Wade sem er enn að ná sér af meiðslun- um á öxl og Pistons-liðið hélt Shaquille O’Neal niðri en hann tók aðeins sex skot og skoraði bara 9 stig, sem komu öll í seinni hálfleik. Prinsinn lék eins og kóngur Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.