Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 72
 Keflvíkingar hafa byrj- að Iceland Express-deild karla af miklum krafti og unnið fimm fyrstu leiki sína. „Það góða við þessa byrjun er að við eigum ýmis- legt inni og höfum ekki verið að spila heilu leikina neitt sérstak- lega vel. Ég er rólegur yfir þessu því að ég veit að við eigum eftir að gera meira,“ segir Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga. Liði hans var spáð 5. sætinu fyrir mótið en hefur fyrir löngu gert lítið úr þeirri spá. „Við gerðum ekkert í því að hækka væntingarnar til liðsins. Við vorum lítið með í æfingamót- unum og létum lítið til okkar taka í þeim. Það var ekki nein sérstök tilviljun. Fyrsti leikurinn á móti Grindavík gaf síðan ákveðin fyrir- heit. Þeim var spáð miklu og góðu gengi enda með mjög gott lið. Við byrjuðum mjög sannfærandi á móti þeim,“ segir Sigurður en síðan hefur liðið unnið Snæfell og Njarðvík á útivelli og svo örugga heimasigra gegn Þór og ÍR. „Það sem gerir liðið gott er að menn spili innan hópsins og geri það sem er lagt upp fyrir liðið. Allir þessir nýju leikmenn eru að gera það og þess vegna erum við í toppmálum,“ segir Sigurður. Allir þrír erlendu leikmenn liðsins smellpassa inn í Keflavík- urliðið. Bobby Walker (21,4 stig í leik) og Tommy Johnson (20,6 stig í leik) eru illviðráðanlegir í sókn- inni og Anthony Susnjara er sterk- ur varnarmaður og getur einnig tekið til sín í sókninni. Sigurður segir það létti fyrir liðið að taka ekki þátt í Evrópu- keppninni. „Við erum bara að ein- beita okkur að einni keppni og það er gríðarlegur munur fyrir okkur,“ segir Sigurður, sem leggur upp með að bæta vörnina því hann þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af sókninni. „Við getum alltaf skorað og það er ekkert vandamál fyrir okkur. Við vinnum mest í vörninni og höfum margar útfærslur á varn- arleiknum og það skiptir okkur miklu máli. Það sem við höfum verið að gera þegar okkur hefur gengið vel í leikjum er að spila vörnina vel. Þegar við höfum náð því á köflum höfum við verið virkilega góðir,“ segir Sigurður og er sérstaklega ánægður með leik- inn í Njarðvík. „Það nær ekkert annað lið en við að halda Njarðvík í 63 stigum á heimavelli, það er klárt.“ Magnús Þór Gunnarsson, fyrir- liði Keflavíkurliðsins, hefur leikið vel á tímabilinu. Hann gerir nú meira af því að stjórna leik liðsins og hefur sem dæmi gefið 6,2 stoð- sendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. „Besti hluti hans leiks er sendingarnar. Þó að hann hafi verið þekktur sem skytta er hann að mínu mati aðallega frá- bær sendingamaður. Hann er alhliða góður og mjög skynsamur leikmaður sem leiðir liðið áfram með því að taka góðar ákvarðanir. Það er styrkleikur hjá liðinu að hafa mann eins og hann í því,“ segir Sigurður, sem segir hugar- far leikmanna eins og Magnúsar og fleiri sem urðu meistarar þrjú ár í röð frá 2003 til 2005 hafa smit- andi áhrif á liðið. „Jonni, Arnar, Maggi og Gunni Einars eru allt miklir keppnis- menn og þeir telja sig þurfa að sanna eitt og annað. Þeir hafa lagt mikið á sig til þess að gera það. Þeir þekkja það vel að verða meist- arar, vilja hafa það svoleiðis og gera allt til þess að ná því. Þeir eru allir að spila mjög vel,“ segir Sig- urður, sem er sérstaklega ánægð- ur með reynsluboltann Gunnar Einarsson sem spilaði sinn 300. úrvalsdeildarleik á dögunum. „Gunnar er búinn að æfa þvílíkt mikið og elsti maður liðsins er í besta forminu af öllum mönnum í deildinni,“ segir Sigurður. Sigurður Ingimundarson er ekkert að missa sig yfir góðri byrjun Keflavíkurliðsins því hann veit að lítið er búið af mótinu og hans lið á enn ýmislegt inni. Keflavík hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa. Það er undir mér komið að sanna mig hjá Val Njarðvíkingar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum í Iceland Express-deild karla og frammistaða Bandaríkja- mannsins Charleston Long hefur verið á milli tannanna á fólki. Long átti sinn besta leik í langan tíma þegar hann skoraði 18 stig og tók 12 fráköst gegn KR en hefur aðeins skorað 8,8 stig og tekið 6,2 fráköst að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum í vetur. Long hefur aðeins nýtt 36 prósent skota sinna og er sem dæmi í fimmta sæti yfir hæsta framlag innan Njarðvíkurliðsins en hann hefur skilað 9,8 fram- lagsstigum til liðsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru Njarðvíkingar farnir að skoða Kanamálin hjá sér og það er ekkert víst að Long verði áfram hjá liðinu enda að skila miklu minna til liðsins en Bandaríkjamennirnir hjá Keflavík, KR og Grindavík sem eru helstu samkeppnisaðilar liðsins í vetur. Bobby Walker er með 21,4 stig og 22,4 í framlagi hjá Keflavík, Joshua Helm er með 20,4 stig og 21,2 í framlagi hjá KR og Jonathan Griffin er með 19,8 stig og 20,4 í framlagi hjá Grindavík. Óvissa um framtíð Longs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.