Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 13
Færst hefur í aukana að
lúxusbílar í London séu skráðir
sem leigubílar. Breska samgöngu-
ráðuneytið grunar að þar sé
svindl í gangi, þar sem eigendur
lúxusbíla séu að koma sér undan
greiðslu umferðarteppuskatts.
Að aka inn og út úr miðborg
Lundúna á „dýrasta“ tíma kostar
átta pund, rúmar þúsund krónur, í
teppugjald. Leigubílsrekandi
greiðir sem svarar 10.000 krónum
einu sinni og síðan 3.000 kr. á ári.
Fyrir þá sem aka nær daglega inn
í miðbæ getur leigubílsskráning
sparað allt að andvirði 200.000
króna á ári, að því er Evening
Standard hefur reiknað út.
Skrá lúxusbíla
sem leigubíla
Carl I. Hagen, sem fór
fyrir Framfaraflokknum í Noregi í
aldarfjórðung, vandar ýmsum
fyrrverandi kollegum sínum úr
norsku stjórnmálalífi ekki
kveðjurnar í æviminningabók
sinni „Í hreinskilni sagt,“ sem
þessa dagana selst eins og heitar
lummur í bókabúðum landsins.
Verstu útreiðina fær kristilegi
demókratinn Kjell Magne Bonde-
vik, fyrrverandi forsætisráðherra.
Hagen telur hann hafa í tuttugu ár
staðið í vegi fyrir því að Fram-
faraflokkurinn fengi að starfa með
þingflokkum hinna borgaralegu
flokkanna. Segir hann Bondevik
vera „valdasjúkan, sjálfhverfan
og falskan“.
Vandar kolleg-
um sínum ekki
kveðjurnar
Um 1.400 lögreglumenn
munu raða sér upp á götur Prag á
laugardag, „reiðubúnir að beita
valdi“. Liðsmenn hægriöfgasam-
takanna Ungir þjóðernisdemó-
kratar hafa boðað að þeir muni
fara fylktu liði um miðborgina og
gamla gyðingahverfið. Gangan
hefur verið bönnuð, enda litið á
hana sem ögrun.
Þann 9. nóvember verða 69 ár
frá Kristalsnóttinni svonefndu,
þegar gyðingaofsóknir þýskra
nasista náðu nýjum hæðum.
Banna göngu
nýnasista
kr.
að
ra
lei
ðin
a t
il U
SA
Til
bo
ðs
ve
rð
fr
á
DREGIÐ VERÐUR UM
FERÐ FYRIR TVO UM KVÖLDIÐ
LANGAR ÞIG
ÚT Í HEIM?
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300
www.gardheimar.is