Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 80
Hef alltaf viljað taka delluna skrefinu lengra
Ítalska liðið Reggina, sem
Emil Hallfreðsson spilar með, stóð
í stórræðum fyrir ekki margt
löngu þegar knattspyrnustjórinn
Massimo Ficcadenti var rekinn
eftir að liðinu mistókst að vinna
einn einasta leik af fyrstu tíu leikj-
unum í Serie A. Við starfinu tók
reynsluboltinn Renzo Ulivieri, en
hann hefur áður þjálfað víða í
efstu deild á Ítalíu á löngum ferli
sínum sem knattspyrnustjóri.
Ulivieri stýrði Reggina í fyrsta
skipti um síðustu helgi þegar liðið
sótti sjóðandi heitt lið Napoli heim
og var nálægt því að innbyrða
fyrsta sigur sinn á tímabilinu.
Luca Vigiani, miðjumaður Regg-
ina, kom liðinu yfir í byrjun síðari
hálfleiks en heimamenn í Napoli
jöfnuðu leikinn á 90. mínútu.
Ulivieri sá ástæðu til þess að
hrósa Emil Hallfreðssyni sérstak-
lega fyrir frammistöðu sína í
leiknum eins og kom fram í viðtali
hans við opinbera heimasíðu
Reggina í leikslok.
„Emil spilaði vel í nýrri stöðu
sem hann hefur ekki verið vanur
að spila í og ég hafði smávegis
áhyggjur af í upphafi leiks, en
hann vann vel þá vinnu sem ég
setti honum fyrir,“ sagði Ulivieri
ánægður.
Emil bar nýjum knattspyrnu-
stjóra sínum líka vel söguna þegar
Fréttablaðið átti spjall við hann í
gær.
„Þetta er gríðarlega reyndur
stjóri hér á Ítalíu og það er greini-
legt að hann nýtur strax mikillar
virðingar innan liðsins því hann er
á stuttum tíma búinn að koma inn
nýjum hugmyndum sem menn eru
tilbúnir að hlusta á,“ sagði Emil og
kvaðst einnig kunna vel við sig í
nýrri stöðu á vellinum.
„Mér hafði persónulega gengið
vel á vinstri kantinum, en ég fann
mig bara mjög vel fyrir aftan
framherjana og komst mjög vel
frá leiknum. Ég átti að passa sér-
staklega upp á György Garics,
varnarmiðjumann Napoli, sem
byggir upp og stjórnar spilinu
mikið til hjá liðinu og það gekk
frábærlega hjá mér. Þetta endaði
bara á því að hann var að elta mig.
Nú verð ég bara að halda áfram á
sömu braut og ég trúi ekki öðru en
að fyrsti sigurinn fari að detta í
hús hjá okkur,“ sagði Emil.
Emil spilaði vel í nýrri stöðu á vellinum
Meistaradeild Evrópu:
Iceland Express-deild kvk:
Átta marka stórtap
Besiktas fyrir Liverpool á Anfield
á þriðjudagskvöldið fór fyrir
brjóstið á forráðamönnum
tyrkneska liðsins og var meðal
annars haft eftir forseta félags-
ins, Yildirim Demiroren, að
félagið myndi segja upp samningi
við nokkra af leikmönnum sínum.
„Hagsmunir Besiktas koma á
undan öllu öðru og við verðum að
losa okkur við nokkra leikmenn,”
sagði forsetinn en ekki hafa
komið fréttir af örlögum þjálfara-
teymisins.
Forsetinn vill
reka leikmenn
Barcelona, Manchester
United og Arsenal tryggðu sér öll
sæti í sextán liða úrslitum Meist-
aradeildar Evrópu þegar fjórða
umferð riðlakeppninnar kláraðist
í gærkvöld.
Barcelona lék sér að Glasgow
Rangers, sem var í eltingarleik
frá upphafi. Henry kom Barca
yfir á 6. mínútu með umdeildu
marki en boltinn fór af hendi hans
og í markið. Lionel Messi bætti
öðru marki við fyrir Barcelona
skömmu fyrir hlé. Hann tók þá
frábæran þríhyrning við Ronald-
inho sem lauk með skoti Brasilíu-
mannsins. Það skot var varið en
Messi náði frákastinu og skoraði
örugglega.
Barcelona slakaði aðeins á
klónni í síðari hálfleik og fékk
ekki mörg opin færi þó svo að liðið
væri með boltann lengstum. Eiður
Smári Guðjohnsen spilaði síðustu
20 mínútur leiksins en náði ekki að
setja mark sitt á leikinn.
Manchester United tryggði sér
farseðilinn í sextán liða úrslitin
með enn einni markaveislunni en
liðið lagði Dynamo Kiev, 4-0. Ger-
ard Pique kom United yfir og
Tévez kom heimamönnum í 2-0
fyrir hlé. Rooney komst á blað 14
mínútum fyrir leikslok og
Cristiano Ronaldo rak síðasta
naglann í kistu Úkraínumannanna
rétt fyrir hlé.
Leikur Inter og CSKA Moskvu á
San Siro var lyginni líkastur. Rúss-
neska liðið kom gríðarlega á óvart
með því að skora tvö fyrstu mörk-
in á fyrsta hálftímanum.
Mörkin tvö dugðu til að vekja
ítalska liðið og Svíinn Zlatan Ibra-
himovic minnkaði muninn um leið.
Argentínumaðurinn Cambiasso
jafnaði svo tveim mínútum síðar.
Inter var svo mun sterkara liðið í
síðari hálfleik. Cambiasso skoraði
aftur um miðjan hálfleikinn og
Zlatan gulltryggði sigurinn með
stórkostlegu marki korteri fyrir
leikslok.
Arsenal náði ekki sama flugi í
Tékklandi gegn Slavia Prag eins
og í Lundúnum. Markalaust jafn-
tefli niðurstaðan og Arsenal komið
í næstu umferð.
Það var einstefna að marki Glasgow Rangers þegar Skotarnir sóttu Barcelona
heim. Man. Utd er komið áfram í keppninni líkt og Barcelona eftir öruggan
sigur á Dynamo Kiev. Inter átti ótrúlega endurkomu gegn CSKA Moskva.
Haukar unnu tveggja
stiga sigur á Grindavík, 88-90, í
æsispennandi framlengdum leik í
Grindavík í gær. Joanna Skiba
fékk tækifæri til þess að tryggja
Grindavík sigur á vítalínunni
fimm sekúndum fyrir leikslok en
klikkaði á báðum vítum sínum og
það varð að framlengja. Hauka-
stúlkur komust sex stigum yfir í
framlengingunni og lönduðu
síðan tveggja stiga sigri. Kiera
Hardy hjá Haukum braut 40 stiga
múrinn þriðja leikinn í röð.
Haukasigur í
framlengingu