Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 2
Stefán Baldursson óperustjóri segir nýtt óperuhús í Kópavogi breyta forsendum óperurekst- urs á Íslandi og að öllum líkindum munu fjölga bæði sýningum og söngvurum. „Fyrstu viðræður milli Íslensku óperunnar og Kópavogs fóru fram fyrir tveimur árum og höfum við því verið með í ráðum. Ég sat í nefnd sem bjó til keppnislýsinguna fyrir arkitektastofurnar og er afar sáttur við hana. Með mér sátu þeir Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, og Steingrímur Hauksson, bæjarverkfræðingur Kópavogs. Við lögðum fram þarfagreiningu og forsögn að húsinu.“ Íslenska óperan þiggur styrk frá ríkinu og vonast Stefán til þess að hann aukist. „Þetta verða mikil viðbrigði fyrir Íslensku óperuna. Húsið verður stórt og glæsilegt. Það breytir forsendum óperureksturs á Íslandi. Hann hefur reynst snúinn í sal sem stendur ekki undir kvöldkostnaði, þótt það sé uppselt. Nú verður hægt að ráðast í vandasamari verkefni.“ Hingað til hafa verið settar upp tvær til þrjár óperur á ári, en fjöldi íslenskra söngvara starfar í erlendum óperuhúsum víða um heim. Bæjarstjóri Kópavogsbæjar, Gunnar I. Birgisson, sagðist vonast til þess að ríkið kæmi að rekstrinum og hann hefði nú þegar rætt við menntamálaráð- herra. „Við þurfum að athuga hver aðkoma ríkisins verður,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Við gengum nýlega frá háum samningi við óperuna, þar sem hann var verðlagsuppfærður og var það gert í tiltölulega mikilli sátt. Við munum bíða eftir því að nýja húsið rísi og athuga þá hverjar þarfir óperunnar verða.“ Þorgerður telur sjálfsagt að skoða aðkomu ríkisins að byggingu óperuhússins. „Við eigum eftir að fara yfir það, en við verðum að sjá stóru myndina og sjá til þess að óperan hafi gott húsnæði. Ég sé ástæðu til þess að við Gunnar ræðum það áfram.“ Þá segist ráðherra sjá grundvöll fyrir þátttöku einkaaðila í rekstri Íslensku óperunnar. „Ég held að það sé alltaf grundvöllur fyrir aðkomu þeirra. Þar sem einkaaðilar hafa komið að félögum hafa þau styrkst mikið ef gætt er að sjálfstæði þeirra. Sýningar munu loks standa undir sér Óperustjóri er ánægður með hugmyndir um nýtt óperuhús í Kópavogi. Sýningar Óperunnar standa ekki undir sér í dag vegna þess hve fá sæti eru í húsinu. Menntamálaráðherra telur sjálfsagt að ríkið komi að byggingu nýs húss. Fjórtán íbúar í 600 manna þorpi í suðurhluta Mexíkó létust þegar aurskriða rann yfir það á þriðjudag. Tólf er enn saknað. Nautgripir virðast hafa fundið á sér yfirvofandi hættu og flúðu ofar í fjallshlíðina skömmu áður en aurskriðan féll, að sögn innanríkisráðherra Mexíkó, Francisco Ramirez Acuna. Það varð mörgum þorpsbúa til bjargar að þeir eltu nautgripina. Íbúi í þorpinu San Juan Grijalva sagðist hafa átt fótum sínum fjör að launa ásamt móður sinni, konu og börnum þegar jörðin gaf sig undan þeim jafnóðum meðan þau reyndu að komast ofar í fjallshlíðina. Aurskriða hreif með sér þorp Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti í gær einróma að Rússland segði sig tímabundið frá samningi um takmörkun á útbreiðslu hefðbundinna vopna í Evrópu. Vladimír Pútín forseti hafði frumkvæði að þessu til þess að sýna andstöðu sína við að Bandaríkin og önnur NATO-ríki hafa ekki staðfest endurskoðaða útgáfu samningsins. Með þessu vill Pútín mótmæla áformum Bandaríkjanna um að setja upp eldflaugavarnir í Póllandi og Tékklandi. Segja upp vopnasamningi Íslensku friðargæslulið- arnir fimmtán sem eru að störfum á vegum Nató í Afgani- stan verða ekki kallaðir heim. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, spurði ráðherrann hvort ekki stæði til að kalla friðargæslu- liðana heim. Benti hann á versnandi gengi hersveita Nató í Afganistan og ný lög um að friðargæsluliðar sinni einungis borgaralegum störfum. Ingibjörg sagði umrædda starfsmenn borgaralega starfs- menn. Hún nefndi einnig að til stæði að senda fólk til starfa í Mið-Austurlöndum. Friðargæsluliðar ekki sendir heim Bjarki, kallast þetta ekki að leika tveimur skjöldum? Tyrknesk stjórnvöld verða að bæta réttindi minnihluta- hópa, breyta lögum sem takmarka tjáningarfrelsi og halda áfram öðrum umbótum ef þau ætla sér að uppfylla skilyrðin fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta segir í nýrri matsskýrslu framkvæmdastjórnar ESB á aðildarundirbúningi Tyrklands, sem hóf aðildarviðræður við ESB fyrir tveimur árum. Í skýrslunni er ítrekað að Tyrkir verði að taka upp eðlileg tengsl við ESB- aðildarríkið Kýpur og virða samning frá 2005 um að opna tyrkneskar hafnir og flugvelli fyrir viðskiptum frá Kýpur. Tyrkir verða að taka sig á Fulltrúar Kennarasam- bands Íslands hafna því að taka þátt í að afgreiða væntanlegt frumvarp um lög um framhalds- skóla úr nefnd, enda sé engin sátt um þau í veigamiklum atriðum. Lagatextinn „er ekki afrakstur eðlilegs og lýðræðislegs sam- starfs“, segir í yfirlýsingu fulltrú- anna, sem send var trúnaðarmönn- um kennara í gær. Hann sé „fyrst og fremst verk embættismanna menntamálaráðherra“. Kennarar finna frumvarpi Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fjölmargt til foráttu. Þeir telja ýmsar tillögur í því óraunhæfar og óskýrar. Til dæmis tryggi það ekki gjaldfrjálsa skólagöngu til átján ára aldurs. Kostnaður nemenda vegna innrit- unar, námsgagna og efniskaupa verði áfram mikill. Frumvarpið kveði heldur ekki á um nauðsynlegan sveigjanleika í námi og feli ekki í sér „þær umbætur á námi og námskipan í framhaldsskólum, réttarstöðu nemenda og jafnrétti til náms sem væntingar voru bundnar við“. Frumvarpið verður tekið til umræðu á fundi Félags framhalds- skólakennara á morgun, föstudag. Ekki náðist í Aðalheiði Stein- grímsdóttur, formann félagsins, í gærkvöldi. Hafna framhaldsskólalögum Íslendingur lést í vinnuslysi á verkstæði í bænum Övermo í Svíþjóð á mánudaginn. Maðurinn var 51 árs gamall. Ekki er ljóst hvernig lát mannsins bar að samkvæmt sænska fréttavefnum Dala- demokraten. Talið er þó að maðurinn hafi fengið högg á hnakkann frá vél sem hann vann við. Íslendingur lést í slysi í Svíþjóð „Lokunum á rafmagni vegna vanskila hefur fækkað og það er sjáanlega mikill munur á því. Líklega eru nú um 30 prósent færri lokanir heldur en árið 2004,“ segir Sigurður Sigurðsson, deildar- stjóri innheimtudeildar Orkuveitu Reykjavíkur. Heimsóknum starfsmanna inn- heimtu Orkuveitunnar hefur að sama skapi fækkað mikið frá árinu 2003 en það ár varð gríðarleg aukning á heimsóknum. Sigurður telur ástæðuna vera sambland af betri þjóðarhag og skilvísari innheimtu Orkuveit- unnar. „Öll innheimta fer alfarið fram hjá okkur. Það er aðeins þegar fólk hættir viðskiptum við orkuveituna að innheimta getur farið til lögfræðings.“ Sigurður segir Orkuveituna hafa fastmótaðan feril á lokunum „Frá gjalddaga líða 15 dagar þar til 450 króna vanskilagjald fellur á skuld- ina. Eftir 53 daga er send greiðslu- áminning og hækkar skuldin þá enn um 450 krónur. Þegar 67 dagar er liðnir frá van- skilum berst fólki lokunartilkynn- ing og þegar 80 dagar eru liðnir er lokað fyrir rafmagn og er því ekki hleypt aftur á nema Orkuveitunni berist full greiðsla.“ Sífellt færri lenda í vanskilum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.