Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 24
nám, fróðleikur og vísindi
Markmið Félags um leiklist
í skólastarfi (FLÍSS) er að
stuðla að fjölbreyttara og
skemmtilegra námi með
aðstoð leiklistar. Þá getur
leiklist komist til móts við
nemendur með námsörðug-
leika.
„Félag um leiklist í skólastarfi
gengur út á að efla leiklist á öllum
skólastigum og stuðla að því að
leiklist sé bæði kennd sem listgrein
og notuð í venjulegri kennslu,“
segir Ólafur Guðmundsson, for-
maður FLÍSS og leiklistarkennari í
Hlíðaskóla.
Félagið var stofnað fyrir rúmum
tveimur árum af leiklistarkennur-
um og kennurum á öllum skólastig-
um sem hafa áhuga á að nota leik-
list sem kennsluaðferð í skólum.
„Það eru til alls konar aðferðir til
þess að nota leiklist í kennslu. Ég
kenni leiklist sem sérstakt fag og
kenni börnunum tækni leiklistar-
innar. Að nota leiklist í kennslu er
síðan annað mál. Ef börn eru til
dæmis að læra um víkingaöld, þá
eru notaðar aðferðir leiklistarinnar
til að fræða þau um víkingana.
Börnin setja sig í spor þeirra og
upplifa hvernig það var að vera
uppi á þeirra tíma.“
Ólafur segir leiklist ekki síður
skemmtilega aðferð til þess að
brjóta upp starf kennara. „Ég myndi
halda að þetta gerði kennsluna fjöl-
breyttari og geri það að verkum að
venjulegar kennsluaðferðir verða
ekki eins leiðigjarnar.“
Hann segir leiklist í kennslu
færa skólastarfið upp frá borðun-
um. „Ég held að þetta hafi mjög
mikið gildi. Leiklistin styrkir
félagsvitund og sjálfsmynd barn-
anna. Þau upplifa fleiri hliðar á
sjálfum sér í leikrænu starfi og
tengjast hvert öðru á annan hátt.
Þetta er félagslegt starf þar sem
þau þurfa að takast á sjálfan sig,
sýna frumkvæði og vera skapandi.
Svo þykir þeim þetta flestum rosa-
lega skemmtilegt.“
Leiklistin getur komist til móts
við þá sem eiga erfitt með að læra
á venjubundinn hátt.
„Þeir sem eiga erfitt með lestur
og að tjá sig skriflega upplifa sig
oft sterka í leiklist og tengjast efn-
inu allt öðruvísi,“ segir Ólafur, sem
hvetur alla kennara sem hafa
áhuga á leiklist í skólastarfi að
kynna sér vinnusmiðju FLÍSS.
Leiklist eykur skilning
Samtök náttúru- og útiskóla voru
stofnuð laugardaginn 3. nóvem-
ber. Helena Ólafsdóttir, verkefna-
stjóri Náttúruskóla Reykjavíkur,
segir áhugann hafa farið fram úr
björtustu vonum og að miklar
væntingar séu bundnar við sam-
tökin.
Náttúruskóli Reykjavíkur er
þriggja ára verkefni á vegum
Reykjavíkurborgar sem hófst árið
2005. Hluti af starfi hans hefur
verið að mynda net milli þeirra
sem sinna útikennslu. „Víðs vegar
um landið eru margir að sinna úti-
kennslu og fræðslu á vettvangi
undir mismunandi heitum,“ segir
Helena. „Okkur fannst tími til
kominn að hóa þessum aðilum
saman til að mynda samtök aðila
sem vinna með þessum hætti með
það að markmiði að skapa vett-
vang fyrir faglegt samráð, sam-
starf og til að byggja upp þekk-
ingu innan stéttarinnar. Maður er
svo miklu sterkari í samstarfi en
þegar maður er einn og þarf alltaf
að vera að finna upp hjólið.“
Helena segir að félagar í sam-
tökunum séu margir og ólíkir. „Við
vildum ekki einskorða okkur við
eitt svið heldur reyna að hafa
þetta þverfaglegt. Í samtökunum
eru því leik- og grunnskólar og
fjölmargir aðilar á vegum hins
opinbera, sveitarfélaga eða jafn-
vel einkaaðila sem eru að taka á
móti skólahópum og almenningi,
til dæmis þjóðgarðarnir.“
Stofnmeðlimir í samtökunum
eru 89, sem Helena er afar sátt
við. „Okkur þykir þetta nokkuð
gott. Við finnum fyrir miklum
áhuga og væntingum og ekki síður
tilhlökkun hjá fólki yfir því að
eignast kollega.“
Finnum fyrir miklum áhuga,
væntingum og tilhlökkun
Kynjafræðin ekki saumaklúbbasamsteypa