Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 68
Breska listatímritið Art Review birtir í nóvember-
heftinu lista yfir hundrað áhrifamestu menn í
myndlistarheiminum eins og það hefur gert undan-
farin ár. Listinn er unninn af valnefnd með aðstoð
blaðamanna víða um heim og er staða hvers manns
sem listann skipar rökstudd í stuttu máli. Í forsend-
um er meðal annars litið til framkvæmdasemi
einstaklinga og fyrri sögu. Í hópnum eru bæði
safnstjórar, safnarar, sýningarstjórar og myndlistar-
menn. Athygli vekur að á listanum eru gagnrýnendur
víðs fjarri: Roberta Smith gagnrýnandi New York
Times er í 60. sætinu.
Í efsta sætinu situr Francois Pinault, iðnjöfur og
eigandi Gucci-veldisins. Hann á einnig uppboðshúsið
Christie´s. Pinault keypti höllina Palazzo Grassi í
Feneyjum og opnaði þar einkasafn sitt á síðasta
tvíæring á liðnu vori. Hann hafði betur í slag við
Guggenheim-safnið um gamlar tollbúðir í Feneyjum,
Punta della Dogana, og er að breyta þeim í safn.
Hann er talinn eiga eitt stærsta listasafn í heimi.
Bandaríski galleríistinn Larry Gagosian er í öðru
sæti listans. Hann rekur gallerí í Los Angeles, New
York, London og er að opna í Róm. Hann er einn
virkasti kaupandi á uppboðum: bauð 61,5 miljónir dala
í málverk Andys Warhol, Green Car Crash frá 1963
sem seldist ögn hærra fyrir 71, 7 milljónir dala. Hann
stóð á sínum tíma að baki Basquiat og er umboðsmað-
ur helstu myndlistarmanna í heiminum, meðal þeirra
er Richard Serra sem reisti Áfanga sína í Viðey.
Nicholas Serota, safnstjóri Tate, er í þriðja sæti en
hann stýrir fjórum söfnum Tate á Bretlandi. Hann
stóð á bak við sýningu Ólafs Elíassonar í Turbine Hall
en á sýningarrröð Unilever þar hafa komið 17
milljónir gesta. Hann hefur náð fram stækkun á Tate
í London og sett af stað Tate í Liverpool, sú seinni
verður þungamiðja í listalífi þar nyrðra þegar
Liverpool verður menningarborg 2008 og viðbygging
Tate í Southwark-hverfinu í London á að vera tilbúin
fyrir Ólympíuleikana þar 2012.
Glenn Lowry forstöðumaður Moma í New York
vermir þriðja sætið, og safnarinn Eli Broad í Los
Angeles hið fjórða. Raunar er það einkenni á lista Art
Review að London sækir á í keppni við New York sem
háborg myndlistar í heiminum. Listamaðurinn Damien
Hirst er í sjötta sæti og safnarinn Charles Saatchi er í
því sjöunda: Saatchi hefur valdið miklum titringi með
fyrirhuguðu galleríi á Kings Road þar sem aðgangur
verður ókeypis. Vefsíða hans fyrir listamenn kallar á
50 milljón heimsóknir á dag og kínversk útgáfa hennar
er vaxandi með fjórar milljónir heimsókna daglega.
Safnarar og áhrifamiklir galleristar takst á um
neðri sæti listans: Julia Peyton-Jones sem setti saman
sýningu Hreins Friðfinnssonar er í 48. sæti ásamt
Hans Ulrich Obrist sem setur saman stóra sýningu
Listasafns Reykjavíkur í vor með Ólafi Elíassyni.
Francesca von Habsburg safnari, sem hingað kom
nokkrum sinnum fyrir fáum árum og nokkuð var
látið með á Listahátíð 2005, er í 71. sæti. Listamönn-
um fjölgar er neðar dregur: Paul McCarty sem Kling
og Bang fengu hingað til sýningahalds, John Baldess-
ari sem unnið hefur á Eiðum. Asíumenn koma þá líka
til sögunnar: Zhang Xiaogang sem hér sýnir í vor á
Akureyri, hinn virti indverski myndlistarmaður
Subodh Gupta, Takashi Murakami, hinn japanski
Warhol. Karlar eru ráðandi í listaheiminum sam-
kvæmt listanum og Bandaríkjamenn eru rúmur
helmingur áhrifamestu manna heimsins í myndlist.
Enginn norrænn maður kemst á listann.
Hundrað áhrifamenn
Bókaforlagið Bjartur og For-
lagið standa fyrir upplestrar-
kvöldi á Næsta bar í kvöld.
Þar munu ljóðskáld forlaganna
tveggja, ásamt leikurunum
Hjalta Rögnvaldssyni og Tinnu
Hrafnsdóttur, lesa upp úr nýjum
ljóðabókum. Höfundarnir sex
eru Gerður Kristný, Kristín
Svava Tómasdóttir, Sigurbjörg
Þrastardóttir, Sjón, Steinunn
Sigurðardóttir og Þórarinn Eld-
járn.
Kynnir kvöldsins verður hinn
geðþekki útvarpsmaður Haukur
Ingvarsson, einn umsjónar-
manna menningarþáttarins Víð-
sjár. Dagskráin hefst klukkan
hálfníu, stundvíslega, og stend-
ur til tíu. Leikin verður létt tón-
list og andrúmsloftið verður allt
hið unaðslegasta.
Ljóðakvöld á Næsta bar
Baldvin Ringsted opnar í dag fyrstu
sýningu nýs gallerís á Akureyri sem
hlotið hefur nafnið Gallerí Ráðhús.
Á sýningunni verða myndverk úr
stáli sem unnin eru upp úr þremur
íslenskum þjóðlögum.
Baldvin útskrifaðist frá Mynd-
listaskólanum á Akureyri árið 2004
og frá Glasgow Shool of Art árið
2007 með meistaragráðu í myndlist.
Hann býr nú og starfar í Glasgow í
Skotlandi.
Í verkum sínum vinnur Baldvin
meðal annars út frá reynslu sinni
sem tónlistarmaður. Hann kannar
tengslin milli tilrauna í tónlist,
menningarsögu og iðnaðarþróunar.
Í verkunum verður oft fínleg breyt-
ing frá mynd yfir í hljóð og öfugt.
Breytingin endurómar í vegvísum
sem hann skapar og í þeim endur-
speglast hugmyndin bak við hvert
verk fyrir sig. Innsetningar eftir
Baldvin eru til sýnis um þessar
mundir í Listasafninu á Akureyri og
í Center of Contemporary arts í
Glasgow.
Líkt og nafnið gefur til kynna þá
er Gallerí Ráðhús staðsett í Ráðhús-
inu á Akureyri og er dags daglega
fundarsalur bæjarstjórnar Akur-
eyrar. Þetta er ekki því venjulegt
gallerí, heldur vinnustaður sem fær
með þessu sérstakt viðbótarhlut-
verk. Af þessum sökum verður held-
ur ekki um að ræða reglulegan opn-
unartíma eins og í hefðbundnum
galleríum.
Hugmyndin er að hver sýning
standi í sex mánuði í senn, en þarna
fara saman list og stjórnmál í orðs-
ins fyllstu merkingu.
Opnunin hefst kl. 12.15 og eru
allir velkomnir. Sýningarstjóri er
Jóna Hlíf Halldórsdóttir.
Stjórnmál og list
SAGA UM FORBOÐNA ÁST
MEÐ TÓNLIST EFTIR
LAY LOW
„Þetta er falleg sýning...
ákaflega sterk... með því að
taka Ökutíma til sýningar hefur íslenskt leikhús stigið feti
framar... LA – þar sem allt blómstrar og grær... rigna yfir
sýninguna stjörnum.”
MK, Mbl
„Þetta er stórgóð sýning í einkar vel heppnaðri umgjörð”
EB, Fréttablaðið
„LA nýtur nú vinsælda og virðingar í samfélaginu sem
önnur leikhús mega öfunda það af... mjög vel unnin”
JVJ, DV
„Ég er djúpt snortin... Stórkostlegur leiksigur...
mjög áhrifamikil sýning”
SLG, RÚV
„stórkostlegan samleik...beint í hjartastað...”
IS, Kistan
„djúpt og áhrifamikið... rússíbanaferð... enn einn sigurinn!”
VAJ, landpostur.is
„magnaða sýningu... opnar augu og snertir, leikhús sem
skiptir máli”
JJ, Dagur.net
Afbragðs dómar!
Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is
ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI!
Í samstarfi við
Næstu sýningar:
7., 9., 10., 14., 16., 17., 22., 23., 24., 29., 30. nóv
og 2., 6., 7., 14 des.
Allt að seljast upp!