Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 22
hagur heimilanna Viðskiptavinir Whole Foods matvöruverslanakeðjunnar í Bandaríkjunum greiða minna fyrir ferskt íslenskt lambalæri en viðskiptavinir sambærilegra verslana á Íslandi. Lærið er allt að því fimmtíu prósentum dýrara hér en í Bandaríkjunum, þótt lambið hafi alið mann- inn á Íslandi. Við verðsamanburðinn var notast við verð á lambalæri úr kjötborði í verslun Whole Foods á East Houston Street í New York, verslun Hagkaupa í Kringlunni og verslun Nóatúns í Nóatúni. Verslanirnar eru af svipuðum toga hvað varðar áherslur í vöru- úrvali og verðlagi. Í Whole Foods kostar lamba- lærið íslenska 7,99 dollara á pundið, sem samsvarar 1.040 krónum á kílóið. Í Hagkaupum kostar ferskt lambalæri úr kjöt- borði 1.478 krónur á kílóið, og í Nóatúni er kílóverðið 1.598 krónur. Hringt var í allar verslan- irnar sama daginn. Íslenskt lambalæri er því 42 prósentum dýrara í Hagkaupum en í verslunum Whole Foods í Bandaríkjunum, og lærið í Nóa- túni er 53 prósentum dýrara. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að við samanburð eins og þennan sé mikilvægt að átta sig á því að allt önnur verð- hlutföll séu á skrokknum í Banda- ríkjunum en hérlendis. Til dæmis séu kótilettur og hryggir um það bil fimmtíu prósentum dýrari í Bandaríkjunum en á Íslandi. Hann bætir við að þessi mikli verðmunur sé ekki síst vegna sterks gengis krónunnar gagn- vart Bandaríkjadal. „Við höfum lengi þurft að sætta okkur við lægra verð á útfluttu kjöti en því kjöti sem fæst hér heima, einfald- lega vegna þess að framleiðslu- kostnaður hérna er hár og mat- vælaverðið líka,“ segir hann. „Það stendur ekkert undir þessu gengi eins og það er í dag.“ Spurður um ástæður þess að lærið er dýrara hér en kótilettur og hryggir ódýrari segir Sigur- geir það vera einhvers konar hefð í eftirspurn hérlendis. „Þetta endurspeglar mismunandi ásókn neytenda í mismunandi hluta, spái ég. Þetta hefur verið svona um áratugaskeið.“ Íslenskt lamba- læri dýrara hér en í Ameríku Diet-kók glasið happakaup ævinnar Maður hefur ekki alltaf tíma til að draga fram straubrettið, segir Marinó Thorlacius ljósmyndari. www.ss.is F íto n eh f. / S ÍA Kryddaðu tilveruna með SS Pestó salamí áleggspylsan er enn einn gleðigjafinn frá SS. Ofurlítið kröftug á bragðið, með óvæntum en skemmtilegum bragðkeim sem pestóið gefur. Pestó salamí frá SS er frábær á gróft brauð en svo er líka tilvalið að prófa hana á smáréttabakka, t.d. með fleiri tegundum af kryddpylsum eða fínni skinku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.