Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 64
Líkt og fleiri hef ég fylgst með umræðunni um Tíu litla negrastráka og lang- ar að leggja orð í belg. Þetta er nefnilega ein þeirra bóka sem kættu mig í æsku, þótt mér þyki hún nú frem- ur ófyndin og botni eiginlega ekki í þeim sem vilja verja hana með öllum tiltækum ráðum, á þeirri for- sendu að þarna sé á ferðinni barn síns tíma. Svo ég vísi í um margt svipaðar sögur, veit ég ekki um marga sem dytti í hug að lesa ævintýri Grimms- bræðra fyrir börn. Þá ekki Disney- útfærslurnar eða aðrar vægar útgáfur, heldur óstyttar útgáfur Grimms-bræðra. Margar sagnanna teldust varla boðlegar börnum nú til dags en þóttu í gamla daga ágætis veganesti fyrir lífið. Sagan af Öskubusku er mjög blóðug í meðförum bræðranna, sem nægði ekki að láta sjúpsysturnar skera af sér tær og hæla til að passa í skó Öskubusku. Þeir sáu ástæðu til að bæta við lýsingum á því hvernig fuglar kroppa augun úr systrunum í lokin og gefa í skyn að þær hafi ekki átt betra skilið vegna framkomunnar við Öskubusku. Þá er Öskubuska litlaus persóna, sem virðist rísa til metorða fyrir það eitt að vera góð og þæg. Henni hugnast aldrei að óhlýðnast stjúp- unni heldur leysir erfið húsverk af natni (meðvirkni), eins og góðri húsmóður sæmir. Stjúpan er á móti áhugalaus um heimilisverk en ver því meiri tíma í upphugsa aðferðir til að pynda Öskubusku. Hún er eini hugsuðurinn í ævintýrinu, enda þenkjandi konur ávallt illar. Og hvar var svo pabbinn á meðan á öllu þessu stóð? Langt er síðan menn sáu hve ofbeldisfull þessi börn síns tíma eru, uppfull af staðalímyndum og slæmum boðskap. Seinni tíma útgáfur sýna það, enda ólíkt væg- ari. Þær gömlu fást enn, meðal ann- ars í fræðiritum, enda kannski frekar heima þar en í barnabókum. Þjóðin virðist þó enn eiga langt í land með að sjá Tíu litla negra- stráka í svipuðu ljósi. Sjálfsagt eru nokkur ár í útgáfu þar sem dreng- irnir tíu verða af ólíkum kynþátt- um og eiga gjöfula ævi. 5.des. frá kr. 69.990 Kúbuveisla Havanaborg og/eða Varaderoströndin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 13 nátta ferð til Kúbu 5. desember þar sem dvalið er á hinni vinsælu Varaderoströnd og/eða í hinni einstöku Havanaborg. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist þú stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig einstakri þjóð. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á Varaderoströndinni á frábærum kjörum. Athugið mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði! Verð kr. 84.990 – Havana Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 13 nætur á Hotel Occidental Miramar **** með morgunverði, 5. des. Verð kr. 69.990 – Arenas Doradas *** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 13 nætur á Hotel Arenas Doradas *** með morgunverði, 5. des.. Aukalega fyrir allt innifalið í 13 nætur kr. 19.800 (valkvætt). Verð kr. 79.990 – Havana & Varadero Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 6 nætur á Hotel Occidental Miramar **** í Havana og 7 nætur á Hotel Arenas Doradas *** á Varadero með morgunverði, 5. des.. Aukalega fyrir allt innifalið í 6 nætur á Varadero nætur kr. 12.400 (valkvætt). Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.