Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 38
fréttablaðið farið á fjöll 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 Fjölmargir jeppaeigendur vilja hafa stærri dekk undir bílunum sínum og breyta þeim þannig að þeir séu stærri og þar með flottari að margra mati. Hjalti Hjaltason, þjónustustjóri Arctic Trucks, segir flesta kjósa svokallaðar minni breytingar, sem einhverjum þættu þó nokkuð stórar. „Algengustu breytingarnar hjá okkur eru minni breytingar en þá er verið að setja 33 til 35 tommu dekk undir bílana sem eru á 28 til 29 tommu dekkjum þegar þeir koma til okkar,“ segir Hjalti en slíkar stækkanir krefjast þess að skorið sé úr brettunum til að dekkin rúmist þar. „Bílarnir hækka í heildina í kringum átta sentímetra við breytinguna. Þá skerum við úr brettum og skiptum um allt sem til þarf, til dæmis hluta úr grindinni,“ segir Hjalti. Nýir brettakantar séu settir á bílana þegar það á við, aurhlífum bætt á og gangbrettum við hurðirnar auk þess sem í sumum tilfellum þarf að skipta um hluta úr fjöðrunarbúnaði til að bera stækkunina uppi. Hjalti segir að fyrirtækið sérhanni og smíði fyrir sig nán- ast allt sem þarf til breytinganna. „Við höfum alla tíð haft það að leiðarljósi að fjöldaframleiða sem flesta íhluti til að þeir séu allir eins því þannig tryggjum við bestu gæðin,“ segir Hjalti og tekur dæmi: „Við látum til dæmis framleiða fyrir okkur bretta- kanta erlendis sem eru úr sama efni og bílaframleiðendur nota á stuðarana og notum þá í flestum tilfellum við breytingarnar.“ Stærri breytingar segir Hjalti felast í því að auk þess sem stærri dekk eru sett undir bílinn þá eru aftari hásingarnar færðar aftar og jafnvel skipt um gírhlutföll í hásingum. „Þegar við tölum um stærri breytingar þá meinum við þegar bílar eru settir á 38 tommu dekk og þaðan af stærri. Í sumum bílum höfum við þurft að skipta algjörlega um hásingu því sú sem er fyrir er ekki nægilega sterk,“ segir Hjalti. Arctic Trucks er eitt þeirra fyrirtækja sem eru í útrás. Það hefur rekið fyrirtæki í Noregi í nokkur ár, auk þess sem fyrirtækið er með skrifstofu í Lettlandi. „Fyrirtækið einkennist af sérlausnum svo það er frábær viðurkenning fyrir okkur og íslenska jeppamennsku að við höfum verið að vinna sérverk- efni fyrir norska herinn,“ segir Hjalti og bætir því við að Arctic Trucks fái fjölda fyrirspurna að utan um breytingar og jafnvel sendi sumir bílana sína hingað til lands í breytingu. „Það má í raun segja að við gerum hvað sem fólki dettur í hug,“ segir Hjalti. sigridurh@frettabladid.is Breyta jeppum í tryllitæki Þegar torfærutímabilinu lýkur á vet- urna skiptir máli að ganga vel frá trylli- tækjunum og undirbúa þau fyrir næsta keppnistímabil. Gísli Gunnar Jónsson, sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari í torfæru, lumar á nokkrum góðum ráð- um í frágangi og viðhaldi torfærubíla. „Það er gott að setja bílinn inn á veturna, helst í upphitað húsnæði, og láta hann síga niður á búkka svo hann standi ekki á hjól- unum,“ segir Gísli Gunnar Jónsson, marg- faldur Íslandsmeistari í torfæru. „Það er auðvitað allt í lagi að hafa þá úti, ef menn setja frostlög á bílana og búa þá að öðru leyti vel undir veturinn,“ segir Gísli. Hann segir þó vænlegri kost að geyma bílana innandyra í upphituðu húsi, þar sem króm og annað þvíumlíkt geti skemmst í frost- hörkunni sem einkenni oft íslenska vetur. Eins segir Gísli dæmi þess að menn noti bílana á veturna þótt keppnistímabilinu sé lokið. Það fari í sjálfu sér ekki illa með þá en hins vegar þyki flestum bæði of tíma- frekt og kostnaðarsamt að leika sér á bílun- um allt árið um kring, sérstaklega þeir sem hafa keppt á mótum í Noregi og Finnlandi. Sjálfur rekur Gísli bílaverkstæði þar sem hann geymir bifreiðina sína, sem er verulega endurbættur Jeepster. Hann lætur hana óafskipta í einu horninu þar til í febrúar, enda segist hann þá líkt og fleiri vera búinn að fá nóg eftir sumarið. Aðrir vilji hins vegar hefjast strax handa við að yfirfara bifreiðar sínar og gera við þær. Í raun gildir þó einu hvort menn byrja fyrr eða seinna á yfirferðinni, þar sem allt- af þarf að fylgja ákveðinni rútínu að sögn Gísla. „Flestir taka bílana sína í sundur, fara yfir mótorinn og annan búnað lið fyrir lið. Svo sprauta þeir bílana, sem eru margir illa farnir eftir veltur. Það þarf ekki nema eina slíka til að skemma skrokkinn.“ Gísli minnist þess þegar hann komst sjálfur í hann krappan í síðustu keppninni í Grindavík árið 2001, en þá velti hann bíl sínum svo illa að bifreiðin varð öll uppá- snúin eins og hann orðar það og veltubúr- ið eyðilagðist. Gísli prísaði sig sælan að sleppa ómeiddur frá hrakningunum, en bif- reiðin þarfnaðist mikilla viðgerða. Hann segir ekki óalgengt að menn verði fyrir óhöppum sem þessum í keppnunum og í raun séu margir torfærubílanna sprautaðir reglulega allt keppnistímabilið, en það sé gert svo að þeir líti sem best út. Hvað fyrrnefnd ráð varðar segir hann þau góðan grunn að næsta keppnistíma- bili. „Ef menn fylgja þessum einföldu leiðbeiningum, ætti bifreiðin að vera eins og ný um vorið,“ segir Gísli og með alla sína reynslu hefur hann sjálfsagt eitthvað til síns máls. roald@frettabladid.is Eins og nýr fyrir næsta vor Hér fagnar Gísli sigri í keppni í torfærukeppni sem haldin var í Noregi í fyrra. Bíll Gísla hefur verið verulega endurbættur. Hjalti V. Hjaltason, þjónustustjóri hjá Arctic Trucks, segir minni breytingar á jeppum algengastar hjá fyrirtækinu en það felur í sér að bíllinn fer á 33 til 35 tommu dekk. Þessi björgunarsveitarbíll er í breytingu hjá Arctic Trucks. Dekkið sem var undir bílnum liggur nú upp að hinu nýja sem er tvöfalt breiðara og mun stærra að öllu leyti. FRÉTTA BLA Ð IÐ /VÖ LU N D U R M YN D /JA K Hér má glögglega sjá muninn á því þegar bíll er kominn úr breytingu. Til hægri er óbreyttur bíll en sá til vinstri er fullbreyttur á 35 tommu dekkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.