Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 60
Tótalráðgjöf er hugsuð sem alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk sem á við einhvers konar vandamál að stríða. Lögð er áhersla á að hjálpa þessu unga fólki að greina vanda sinn og aðstoða það við úrlausn vandans á skjótan og heildræn- an hátt. Markhópur Tótalráð- gjafar er ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en að sjálfsögðu er engum vísað frá. Ungt fólk getur lent í ýmiss konar vanda s.s áföllum í skóla (falla á prófum, erfiðleikar í samskiptum við aðra nemendur/kennara), erfið- leikum í einkalífi og vinnu, vímu- efnamisnoktun, ástvinamissi og sorg, fjárhagsáföllum, kynlífs- vandamálum, sifjaspellum, nauðgunum, einelti, ofbeldi og sjálfsvígum. Vandamálin geta því verið afar margvísleg og eðli þeirra misalvarleg. Tótalráð- gjöfin býður þessu unga fólki upp á viðtalstíma og símaráðgjöf en aðallega er spurningum svar- að á netinu. Ef ráðgjafarnir geta ekki brugðist við vandanum bendum við þeim á og aðstoðum þá við að komast í sérhæfðari úrræði. Tótalráðgjafar leggja metnað sinn í að veita skjót viðbrögð og gefa helst svör innan þriggja daga. Tótalráðgjöf.is er: þjón- usta og upplýsingar; spurt og svarað á Tótalvefnum; símaráð- gjöf; viðtalsráðgjöf. Ráðgjafar Tótalráðgjafar.is eru sálfræðingar, félags- ráðgjafar, kynlífsráðgjafar, tóm- stundafræðingar, náms- og starfsráðgjafar, hjúkrunarfræð- ingur og almennir ráðgjafar. Ráðgjafarferlið fer þannig fram að fyrirspurnum er svarað innan þriggja daga á Tótal- vefnum eða svarið sent til við- komandi í einkapósti. Viðkomandi er boðið að hafa samband, t.d. svara bréfinu, hringja eða koma í ráðgjafavið- tal. Ráðgjafar skrá niður upplýsingar, allt nafnlaust og fullur trúnaður er ávallt við- hafður. Tótalráðgjöfin hefur aðsetur í Hinu húsinu sem er upplýs- inga- og menningarmiðstöð ungs fólks, Pósthússtræti 3-5. 101 Reykjavík, s. 411 5500 eða hitt- husid.is. Tótalráðgjöfin er samstarfs- verkefni nokkurra stofnana og samtaka. Aðilar að samstarfinu eru: Hitt húsið/ÍTR, þjónustu- miðstöðvarnar í Reykjavík, Ný Leið (þjónustufyrirtæki fyrir ungt fólk í vanda), Fræðslusam- tök um kynlíf og barneignir og Heilsugæsla Reykjavíkur. Auk þess erum við í tengslum við marga aðra fagaðila og stofnanir sem veita stuðning og ráðgjöf í sérstökum aðstæðum. Frá því að vefsíða Tótalráðgjaf- ar opnaði hefur hún bæði eflst og stækkað, úr því að fá 600 heim- sóknir og 5-10 fyrirspurnir á síð- una á mánuði upp í rúmlega 4000 heimsóknir á síðuna og 25 fyrir- spurnir að meðaltali á mánuði. Þessar góðu viðtökur sýna að brýn þörf er fyrir slíka þjónustu fyrir ungt fólk. Næsta verkefni okkar er að koma til móts við landsbyggðina og efla tengsla- net okkar við sveitarfélögin og koma þannig betur til móts við ungt fólk úti á landi ásamt því að eflast enn frekar á höfuðborgar- svæðinu. Tótalráðgjöfin er því enn að vaxa og dafna og skorum við á ungt fólk sem á við ein- hvers konar vanda að stríða að hafa samband við okkur og vita hvort við getum ekki hjálpað því við úrlausn vandans. Höfundur er deildarstjóri hjá Hinu húsinu. Heildarráðgjöf fyrir ungt fólk Undanfarna daga hefur farið fram mikilvæg umræða um skilvirkni þróunar- aðstoðar. Það er mjög jákvætt að endurskoða skipulag og vinnubrögð með reglulegu millibili. Hins vegar fer ekki á milli mála að gagnvirk þróunaraðstoð, hvort sem hún beinist að menntun, heilsu eða vatni kostar peninga. Flestir sem vinna að þessum mál- efnum vita að til þess að bæta lífskjör nær helmings íbúa jarðar, þurfa rík lönd að axla sína ábyrgð gagnvart þeim sem minna hafa. Sem dæmi um þá misskiptingu sem ríkir í heiminum þá eru eignir þriggja ríkustu manna heims meiri en verg þjóðarfram- leiðsla 48 fátækustu þjóða heims. Í gegnum mína menntun og starfsferil hef ég fengið að kynn- ast þróunar- og neyðaraðstoð í framkvæmd á alþjóðlegum vett- vangi. Eftir langtíma dvöl erlendis flutti ég heim til Íslands fyrir tveimur árum. Áhugi íslensks almennings á þróunar- málum kom mér skemmtilega á óvart. Hins vegar sætir Ísland sem þjóð gagnrýni erlendis fyrir hvað við leggjum lítið til þróunar- mála. Það er réttmæt gagnrýni. Sem Íslendingur og hjálpar- starfsmaður fannst mér mjög erf- itt að koma heim og sjá að við, ein af ríkustu þjóðum heims, erum að gefa tæplega 0,25 prósent af okkar vergu þjóðarframleiðslu til að aðstoða aðrar þjóðir í neyð. Til viðmiðunar má nefna að nágrannaþjóð okkar og mitt upp- eldisland, Svíþjóð, gefur 1 pró- sent af vergri þjóðarframleiðslu til alþjóðlegra þróunarmála. Þó að við sem þjóð þurfum að breyta þessu til betri vegar hefur reynsla mín á þessum tveim árum sýnt mér að íslenskur almenningur lætur sig þessi málefni mjög varða og sýnir þann hug með stuðningi við mannúðarsamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar. Það er rúmt ár síðan tók ég til starfa hjá Hjálparstarfinu og hefur það grasrótar- starf sem hér fer fram, farið fram úr öllum mínum væntingum. Hjálparstarf kirkjunn- ar eru samtök sem byggja á framlögum einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda. Í hnotskurn er hjálparstarfið dæmi um hve mikið Íslendingar láta sig mál- efni annarra varða. Þátttaka land- ans í starfi Hjálparstarfs kirkj- unnar er svo fjölbreytt að ekki er hægt að telja það allt upp. Einstaklingar, fjölskyldur, fjöl- miðlar og fyrirtæki styðja við safnanir á jólum og páskum; neyðarsafnanir kveikja í flestum þegar slíkar fara af stað. Ríkir sem fátækir eru virkir þátttak- endur í okkar starfi með því að styðja einstök verkefni og fastir styrktaraðilar leggja sitt af mörk- um hvern einasta mánuð. Hópur áhugamanna safnar og selur varning í Kolaportinu til styrktar fátækum börnum á Indlandi. Traustir fósturforeldrar styðja mörg hundruð indversk börn til náms í hverjum mánuði. Stéttarfélagið Efling styður mannréttindastarf á Indlandi og E-kortshafar gefa af sinni endur- greiðslu til munaðarlausra barna í Úganda. SPRON styður brunna- gerð í Malaví og starfsmenn bankans hafa safnað fé til að styrkja menntun og leik mala- vískra barna. Kaffihús halda úti baukum fyrir vatni og safna allan ársins hring og þúsundir Íslend- inga kaupa sér friðarljós til þess að lýsa upp skammdegið. Afmælis- börn og brúðhjón óska sér geitar eða að þrælabarn verði leyst úr skuldaánauð í staðinn fyrir brauð- rist. Fjöldi íslenskra fyrirtækja og sjóða styður fátækt fólk á Íslandi allan ársins hring og ýmis fyrirtæki hafa tekið hugmynd- inni um Sanngjörn viðskipti (Fair Trade) opnum örmum. Sauma- klúbbar, sóknir, starfsmanna- félög, ungmenni og börn standa að alls konar söfnunum og uppá- komum til þess að styrkja starf Hjálparstarfs kirkjunnar og ekki má gleyma að sjálfboðaliðar á öllum aldri gefa af sínum tíma til að láta gott af sér leiða. Saman erum við grasrótar- hreyfing sem styður við grasrótar- starf í fjarlægum löndum. Ekki skemmir fyrir að mörg mannúðarsamtök njóta stuðnings landans. Íslendingar hafa á undan- förnum þremur árum gefið átta af stærstu mannúðarsamtökum landsins 2,3 milljarða króna af sínum sköttuðu tekjum til þróunar og neyðarstarfa erlendis. Í ljósi þessa er ég ákaflega stolt af því að vera Íslendingur; okkar aðstoð skiptir máli fyrir lífskjör tugþúsunda manna út um allan heim. Það er mín von að mjög bráðlega getum við Íslendingar verið stoltir af því að standa við það loforð sem við gáfum 1970 á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna; að við sem þjóð ætluðum að leggja 0,7 prósent af vergri þjóðar- framleiðslu til alþjóðlegra þróunarmála. Árið 1985 sam- þykkti Alþingi að það ætti ekki að taka meira en sjö ár til viðbótar að standa við loforðið þ.e.a.s. að árið 1992 ætti 0,7 prósenta mark- miðinu að vera náð. Rúmlega 15 árum síðar eigum við ennþá langt í land. Þar sem við augljóslega erum svo mörg sem látum okkur lífs- kjör annarra varða, þá trúi ég ekki öðru en að við ætlumst til þess að stjórnvöld endurspegli okkar hug í verki. Nýlega ákvað Evrópubandalagið að árið 2015 verði meðlimum bandalagsins skylt að standa við loforð um að 0,7 prósent af vergri þjóðarfram- leiðslu fari í þróunaraðstoð. Ætla Íslendingar, þriðja ríkasta þjóð heims, að láta sitt eftir liggja? Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Ísland og þróunarmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.