Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 82
Það hefur lítið spurst til
Teits Þórðarsonar frá því hann
var rekinn frá KR síðasta sumar.
Teitur hefur aðallega alið mann-
inn í Noregi síðan í sumar. Hann
hefur þó verið á ferð og flugi
víða um Evrópu enda verið að
vinna sem útsendari hjá norsk-
um umboðsmanni.
„Þetta er nokkuð skemmtilegt.
Ég er búinn að fara víða og skoða
mikið af leikmönnum. Ég er með
fínt tengslanet víða um Evrópu
sem nýtist mér vel í þessu starfi,“
sagði Teitur en hann hefur einnig
verið að gæla við að gerast
umboðsmaður. Hann þreytti
umboðsmannapróf á dögunum
en féll.
„Þetta kom snöggt upp á og ég
ákvað bara að skella mér þó að
ég væri illa undirbúinn. Það gekk
ekki sem skyldi en ég mæti betur
undirbúinn næst ef ég ákveð að
reyna aftur. Menn ná þessu ekk-
ert með vinstri hendinni. Ég
ákvað samt að athuga hvernig
þetta væri og sé ekkert eftir
því,“ sagði Teitur brattur en hann
var orðaður við norska úrvals-
deildarfélagið Álasund í gær.
„Ég hef aðeins heyrt í þeim en
það er ekkert á alvarlegu stigi
enda félagið að kíkja í kringum
sig. Ég er bara að skoða mín mál
og hvað ég hyggst taka mér fyrir
hendur. Það er þó líklegra að ég
starfi hér í Noregi en að ég komi
aftur heim til Íslands,“ sagði
Teitur Þórðarson.
Útsendari hjá norskum
umboðsmanni
Pétur Ingvarsson er
hættur með lið Hamars í Iceland
Express deild karla eftir að hafa
farið með liðið upp í úrvalsdeild í
fyrsta skipti og stjórnað liðinu í
181 leik í röð í efstu deild.
Pétur bætti met Jóns Kr. Gísla-
sonar í fyrra yfir lengstu setu
þjálfara í úrvalsdeild en Keflavík
lék 168 leiki í röð undir stjórn Jóns
á árunum 1990 til 1996. Pétur hélt
Hamri í efstu deild átta tímabil í
röð þrátt fyrir endalausar
hraksppár og undir hans stjórn
komst liðið fimm sinnum í úrslita-
keppnina.
Árangurs Hamars í Hvergerði
undir stjórn Péturs er glæsilegur
en liðið vann 43 af 75 leikjum
sínum í „Frystikistunni“. Þetta
gerir 57 prósenta sigurhlutfall en
liðið vann á sama tíma „aðeins“ 6
af 16 leikjum sínum (37,5 prósent)
í Iðu á Selfossi þegar Hamar var í
samstarfi við Selfoss og þá töpuð-
ust 64 af 90 útileikjum undir stjórn
Péturs.
Hamar vann í öllum íþróttahús-
um nema fjórum í tíð Péturs því
undir hans stjórn náði liðið aldrei
að vinna deildarleik í Keflavík (8
töp), í Seljaskóla (7 töp), í Þorláks-
höfn (2 töp) eða á Egilsstöðum (1
tap). Best gekk Hamri hins vegar
á útivelli gegn Haukum í Hafnar-
firði, uppeldisfélagi Péturs, þar
sem hann spilaði 212 leiki á árun-
um 1989 til 1998. Hamar vann
nefnilega 5 af 8 leikjum sínum í
Hafnarfirðinum.
Hamarsliðið hefur mikið saknað
Svavars Páls Pálssonar, sem hefur
ekki getað leikið með liðinu vegna
meiðsla, en hann er einmitt sá
leikmaður sem lék flesta úrvals-
deildarleiki í tíð Péturs. Svavar
lék alls 171 af þessum 181 leik og
er einnig sá sem skoraði flest stig
(1.340), tók flest fráköst (961),
varði flest skot (121) og fékk flest-
ar villur (544) í tíð Péturs. Lárus
Jónsson, fyrirliði Hamars í dag, er
hins vegar sá leikmaður sem gaf
flestar stoðsendingar (538) og stal
flestum boltum (222) í þessum 181
leik sem Pétur stjórnaði frá 1999
til 2007.
Ágúst Björgvinsson tekur við
Hamarsliðinu og stjórnar því í
fyrsta sinn gegn Þór í Síðuskóla á
morgun. Þetta er í þriðja sinn sem
Ágúst tekur við karlaliði á miðju
tímabili en hann tók við liði Vals
eftir 10 leiki 2002-2003 og við liði
Hauka eftir 11 leiki 2005-2006. Í
bæði skiptin náði hann að bæta
mikið sigurhlutfall liðanna; Vals-
liðið vann 4 af 13 leikjum eftir að
hann tók við og hækkaði sigurhlut-
fall sitt um 19,7 prósentustig og
Haukaliðið vann 4 af 11 leikjum
undir hans stjórn og hækkaði sigur-
hlutfall sitt um 27,3 prósentustig.
Ágúst hefur verið aðstoðarþjálfari
KR í vetur en lætur nú af því starfi.
Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Hamars eftir áratugsstarf í Hveragerði
en enginn þjálfari hefur setið lengur í sögu úrvalsdeildar karla. Ágúst Björg-
vinsson tekur við liðinu, sem hefur tapað fjórum af fyrstu fimm leikjunum.