Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 86
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég er að uppfæra mig í tónlist-
inni,“ segir tónlistarmaðurinn
Rúnar Júlíusson glaður í bragði en
hann er á leið til Jamaíka í febrúar
ásamt eiginkonu sinni og vinafólki
í leit að innblæstri eins og hann
orðar það sjálfur. „Ég fór þangað í
brúðkaupsferð í fyrra og er því að
fara í mína aðra ferð á þessar
slóðir. Þarna ætla ég bæði að
semja nýtt efni og taka upp,“ segir
hann og bætir því við að honum
séu flestir vegir færir í þeim
efnum með tölvuna meðferðis.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Rúnar leitar að innblæstri út fyrir
landsteinana. „Við Bubbi fórum
alltaf til Amsterdam þegar við
vorum að vinna að efni fyrir GCD
hérna einu sinni.“ Hann segir Jam-
aíka vera tilvalið land að heim-
sækja í þessum erindagjörðum.
„Þarna er jafnvægi í tilverunni,
gott loftslag, góð músík, matur, fíl-
ingur og brosmilt fólk,“ segir hann
og útilokar ekki samstarf við
heimamenn. „Maður veit aldrei,
það kemur þá bara í ljós. Ég er
ekki búinn að plana neitt slíkt en
ég hef náttúrlega verið dálítið í
reggítónlist undanfarin ár og jafn-
vel áratugi.“
Rúnar segist rétt vera byrjaður
að undirbúa ferðina enda er hann
„nýlentur“ eftir stórtónleika sína í
Laugardalshöllinni. „Nú tekur
jólavertíðin við,“ segir Rúnar en
plötuútgáfa hans Geimsteinn
gefur út átta plötur í ár og á
morgun kemur út hans fyrsta jóla-
plata í þrjátíu ár, þar sem hann
syngur með kammerkórnum
Schola Cantorum.
Rúnar Júl til Jamaíka
„Þegar ég er ekki á Herbalife
finnst mér langbest að fá mér
ristað brauð með osti, og annað
hvort kaffi eða te með.”
Næturvaktin á Stöð 2 hefur
sannarlega slegið í gegn að undan-
förnu og fékk á dögunum þrjár
tilnefningar til Edduverðlauna,
fleiri en nokkur annar sjónvarps-
þáttur. Tilnefningarnar eru fyrir
handrit ársins, besta leikna sjón-
varpsefnið og Pétur Jóhann Sig-
fússon fær tilnefningu fyrir leik í
aðalhlutverki. Það ætti því að
vera gleðiefni fyrir marga að nú
hefur verið ákveðið að ráðast í
gerð framhaldsþáttaraðar sem
fengið hefur nafnið Dagvaktin og
verður tekin upp úti á landi. Pétur
Jóhann, Jón Gnarr og Jörundur
Ragnarsson leika aðalhlutverkin
sem fyrr og Ragnar Bragason
leikstýrir.
„Við erum himinlifandi yfir því
að vera búnir að ná þessu saman,“
segir Pálmi Guðmundsson, sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2. „Nú hefst
undirbúningur af fullum krafti,
tökur hefjast í ársbyrjun og við
munum leggja enn meiri metnað í
þessa nýju seríu.“ Jón Gnarr
segir blendnar tilfinningar fylgja
því að leika hinn mislynda Georg
Bjarnfreðarson að nýju og segist
hafa hugsað sig vel um áður en
hann samþykkti að vera með í
Dagvaktinni. „Ég get ekki sagt að
ég hlakki til að leika hann aftur
en það verður gaman þegar það
er búið. Ég var lagður inn á spít-
ala eftir að tökum á
Næturvaktinni lauk –
varð bókstaf-
lega veikur af
að leika hann.
Þetta var
mjög mikið
álag,“ segir
Jón og bætir
því við að
það sé líka
„útlitslegt
álag“ að
vera
Georg. „Ég þarf að raka á mig
skalla og safna skeggi. Það er
skömminni skárra að þættirnir
verði teknir upp úti á landi. Þá
getur maður slakað á.“ Pétur
Jóhann segist afslappaðri gagn-
vart þeirri tilhugsun að leika Ólaf
Ragnar að nýju. „Ólafur er
léttlyndari karakter en Georg
og þar af leiðandi er auðveld-
ara að leika hann.“ Hann
segir auk þess óvíst hvort
hann þurfi að ganga um
með svartar hárlengingar
eins og í Næturvaktinni. „Ólafur
fylgir tískustraumum og getur
breytt um útlit að vild. Hann er
Ásgeir Kolbeinsson Nætur-
vaktarinnar og Ásgeir er aldrei
tvisvar með sömu greiðsluna.“
Pétur Jóhann segist ekki reikna
með því að fá Edduverðlaunin á
sunnudag.
„Ég held ekki, ekki ég. En
þátturinn fær örugglega verð-
laun.“ Þættirnir um dagvaktina
verða sýndir á Stöð 2 næsta haust.
Stúlknasveitin Nylon hefur rekið
umboðsmann sinn, Martin O‘Shea, en
hann hefur séð um öll mál sveitarinn-
ar í Bretlandi. Þetta staðfestir Alma
Guðmundsdóttir. Ástæðan mun vera
óánægja með störf O‘Shea upp á síð-
kastið og var myndbandið við Sweet
Dreams dropinn sem fyllti mælinn.
„Það er kannski ekkert leyndarmál að
við vorum mjög sárar út í hann fyrir
það. Myndbandið var allt á hans snær-
um og í okkar augum leit það meira út
fyrir að vera heimagert en unnið af
fagmönnum,“ útskýrir Alma. „Hann
gerði vissulega ýmislegt vel en svo
var annað sem var ekki alveg í sam-
ræmi við okkar kröfur,“ bætir hún
við.
En Alma viðurkennir líka að aðrar
dyr hafi opnast sem hugsanlega hafi
flýtt fyrir þessari ákvörðun. Einar
Bárðarson, skapari Nylon og útgef-
andi sveitarinnar í Bretlandi, er nú
kominn með sína eigin umboðsskrif-
stofu í Bretlandi og viðræður um að
hann taki Nylon-stúlkur að sér þar úti
eru þegar hafnar.
Þegar Fréttablaðið náði tali af Ölmu
var hún stödd á miðri æfingu með
þeim Klöru Ósk og Steinunni Camillu
en Nylon kemur fram á eldhúspartíi
útvarpsstöðvarinnar FM 957 í kvöld.
Þá sem tríó en eins og alþjóð veit sagði
Emilía Klara skilið við sveitina í
sumar. „Okkur líkar þetta bara vel,
við höfum verið að útfæra hlutina á
annan hátt og þetta hefur tekið sinn
tíma,“ segir Alma
Nylon rekur umboðsmanninn sinn