Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 4
Átta létust og yfir tíu
særðust þegar átján ára nemandi
hóf skothríð í Jokela-milliskólan-
um í Tuusula í Finnlandi sem er í
50 kílómetra fjarlægð frá höfuð-
borginni Helsinki. Rektor skólans
var meðal þeirra átta sem drengur-
inn myrti. Hin voru öll nemendur,
fimm drengir og tvær stúlkur.
Byssumaðurinn skaut sjálfan sig í
höfuðið og liggur alvarlega særður
á sjúkrahúsi samkvæmt danska
fréttavefnum Politiken.
Rétt fyrir hádegi tilkynnti skóla-
stjórinn í hátalarakerfi skólans að
allir skyldu læsa sig inni í skóla-
stofum sínum sagði kennarinn
Kim Kiuru í samtali við finnsku
útvarpsstöðina YLE. „Síðan sá ég
byssumanninn á hlaupum með eitt-
hvað í hendinni sem virtist vera
lítil skammbyssa gegnum dyrnar í
átt til mín. Ég náði að flýja á gang-
inn niðri og hljóp í hina áttina ...
nemendur mínir kölluðu svo til
mín út um gluggann og spurðu
hvað þau ættu að gera og ég sagði
þeim að stökkva út um gluggana ...
og allir nemendur mínir björguð-
ust.“ Yfir 400 nemendur á aldrin-
um tólf til átján ára eru í Jokela-
milliskólanum.
Í gærmorgun setti drengurinn
myndband inn á myndbandavefinn
YouTube sem hann nefndi Blóð-
baðið í Jokela-milliskólanum. Á
myndbandinu sást mynd af skóla-
byggingunni og tvær myndir af
ungum manni með skammbyssu í
hendi. Á heimasíðu sinni hafði
hann útbúið upplýsingapakka fyrir
fjölmiðla með myndum og upplýs-
ingum um fyrirhugaða skotárás.
Auk atriða á borð við staðsetningu,
tímasetningu og tegund vopns lýsti
drengurinn árásinni svona:
„Fjöldamorð, pólitískt hryðjuverk
(þótt ég hafi valið skólann sem
mitt skotmark eru ástæður árásar-
innar miklu, miklu dýpri, og þess
vegna vil ég ekki að þetta verði
bara kallað „skotárás í skóla“.
Drengurinn kemur úr ósköp
venjulegri fjölskyldu að sögn
Mattis Tohkanen, lögreglustjóra í
Tuusula. Hann fékk byssuleyfi 19.
október síðastliðinn og hefur
hreint sakavottorð.
Sagði árásina vera
pólitískt hryðjuverk
Finnska þjóðin er harmi slegin eftir skotárás í menntaskóla í gær þar sem rektor
og sjö nemendur biðu bana. Yfir tíu manns særðust í árásinni. Byssumaðurinn
er alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hann skaut sjálfan sig í höfuðið.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra upplýsti á þingi í gær að
laun útvarpsstjóra
RÚV væru
1.530.000 krónur.
Það væru
grunnlaun auk
bifreiðagreiðslna
og þóknunar fyrir
fréttalestur.
Árni Þór
Sigurðsson,
þingmaður Vinstri
grænna, lagði
fram fyrirspurn
um málið á
Alþingi. Sagði
hann þetta sýna að laun útvarps-
stjóra hefðu nær tvöfaldast síðan
RÚV var breytt í opinbert
hlutafélag í vor.
Í svari Þorgerðar kom fram að
launakostnaður yfirstjórnar RÚV
hefði lækkað um þrettán milljónir
króna, eða um tíu prósent.
Ráðherra sagði sparnaðinn fara í
innlenda dagskrárgerð.
Útvarpsstjóri
fær 1,5 milljónir
Hæsta boð í ríkisjörð-
ina Kollafjarðarnes í Stranda-
sýslu var 67,7 milljónir króna.
Tilboðsfrestur Ríkiskaupa rann
út í gær.
Kollafjarðarnes hefur verið í
eyði síðustu fimm ár og húsa-
kostur þar er sagður lélegur.
Hins vegar er jörðin geysi-
landmikil og býr yfir óvenju
miklu undirlendi miðað við
jarðir á Ströndum. Þar eru
hlunnindi á borð við æðarvarp
og reka. Auk þess hefur verið
útróður frá Kollafjarðarnesi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkiskaupum reyndist mikill
áhugi vera á jörðinni.
67,7 milljónir
fyrir ríkisjörð
Sinnuleysi ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum er algert,
og á því ber forsætisráðherra alla
ábyrgð, segir Guðni Ágústsson, for-
maður Framsóknarflokksins. Hann
gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega
í utandagskrárumræðum um stýri-
vaxtastig Seðlabanka Íslands á
Alþingi í gær.
Guðni sagði seðlabankastjóra
hafa rassskellt ráðherra ríkis-
stjórnarinnar á þriðjudag fyrir að
sporna ekki við verðbólgunni.
Seðlabankinn réði ekki einn við
ástandið með endalausum stýri-
vaxtahækkunum.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði vissulega hafa hrikt í efna-
hagslífinu í uppgangi undanfarinna
ára. Ýmsar breytingar hefðu verið
gerðar sem eftir á að hyggja hefðu
ekki allar verið rétt hugsaðar eða
tímasettar, til að mynda hækkun
lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs, sem
hefði ekki orðið til heilla.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, sagði tíma
til kominn fyrir ríkisstjórnina að
vakna. Afkoma útflutningsfyrir-
tækja væri afar slæm og heimilin í
landinu fengju slæmar kveðjur frá
bankakerfinu sem hækkaði vexti
þessa dagana.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra sagði ljóst að fyrri
stýrivaxtahækkanir væru farnar að
bíta og bankar farnir að hækka
vexti. Margt benti til þess að ekki
væri sama þenslan fram undan og
verið hefði hér á landi.
Evrópa má ekki vera
„andvaralaus“ gagnvart hætt-
unni á nýjum hryðjuverkaárás-
um í álfunni. Svo segir Franco
Frattini, sem fer með dómsmál í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, og vill hertari aðgerðir
gegn hryðjuverkum. Fyrr í
vikunni vöruðu sérfræðingar við
því að líkur væru á frekar
árásum öfgaíslamista í Evrópu.
Umdeildasta tillaga Frattini er
að ESB taki upp svipaðar
flugöryggisreglur og eru í
Bandaríkjunum, þar sem
upplýsingum um flugfarþega er
safnað og þær geymdar í mörg
ár.
ESB feti í spor
Bandaríkjanna
Fyrirhuguð virkjun
í Hverfisfljóti skal sæta
umhverfismati, samkvæmt
úrskurði umhverfisráðuneytisins.
Áður hafði Skipulagsstofnun sagt
að virkjunin þyrfti ekki að fara í
umhverfismat, en nú hefur
umhverfisráðuneytið hnekkt
þeirri ákvörðun.
Í úrskurðinum segir að ráðu-
neytið telji umhverfisáhrif fram-
kvæmdanna geta orðið umtals-
verð, og rök hnígi að því að
hagsmunaaðilum og almenningi
gefist færi á að gera athuga-
semdir. Því verði ekki komist hjá
því að láta framkvæmdina sæta
umhverfismati.
Virkjun í
Hverfisfljóti
sæti mati
Ungur drengur slapp með
ólíkindum vel þegar ekið var á
hann um miðjan dag í gær.
Drengurinn var að hjóla á
mótum Snorrabrautar og
Hringbrautar þegar slysið varð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur ekki upplýsingar um hvort
drengurinn var fluttur á slysa-
deild, en meiðsli hans voru mjög
lítil.
Drengur á hjóli
varð fyrir bíl