Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 10
Benazir Bhutto og
Nawaz Sharif, sem bæði eru fyrr-
verandi forsetar í Pakistan, hafa
hvatt stuðningsmenn sína til að
mótmæla neyðarlögum Pervez
Musharraf forseta. Sharif biður
jafnframt erlend ríki um að hætta
stuðningi við forsetann.
Í gær kom til harðra átaka í
höfuðborginni Islamabad milli
lögreglu og stuðningsmanna
Bhutto, sem er nýkomin til lands-
ins úr útlegð. Sharif er enn í
útlegð.
Á mánudag hafði Iftikar Muham-
med Chaudry, hinn handtekni for-
seti hæstaréttar Pakistans, hvatt
lögfræðinga landsins til þess að
sýna lögreglunni mótþróa og mót-
mæla neyðarlögum Musharraf.
„Farið út í hvern afkima Paki-
stans og flytjið þann boðskap að í
þetta sinn sé nauðsynlegt að færa
fórnir,“ sagði Chaudry í símaá-
varpi sínu. Þriggja daga mótmæli
lögfræðinga hafa þó verið bæld
niður og þúsundir manna verið
hnepptir í fangelsi.
Miklar óeirðir hafa brotist út
víða í Pakistan síðustu daga, eftir
að Musharraf forseti tók síðast-
liðinn laugardag úr gildi stjórnar-
skrá landsins. Gagnrýnendur
segja hann aðeins vilja tryggja
sér áframhaldandi völd, en
sjálfur segist hann vilja koma í
veg fyrir að öfgamúslimar hleypi
öllu í bál og brand.
Þúsundir hafa verið
hnepptar í fangelsi
„Fólk ræður hvort það
vinnur yfirvinnu eða ekki,“ segir
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
en heimildir Fréttablaðsins herma
að tæknimenn Ríkisútvarpsins
(RÚV) íhugi að hætta að vinna
yfirvinnu hjá stofuninni. Hyggj-
ast þeir funda í dag og ræða launa-
mál sín.
Meðalgrunnlaun tæknimanna
hjá RÚV eru 212 þúsund krónur
og segir Guðmundur það um það
bil hundrað þúsund krónum lægri
upphæð en tíðkist á almennum
vinnumarkaði.
Starfsfólki er óleyfilegt að hafa
samráð um yfirvinnubann en Jan
Murtomaa, hljóðtæknimaður hjá
RÚV, segir að um slíkt sé síður en
svo að ræða. Hver og einn starfs-
maður íhugi fyrir sig hvort hann
hyggist halda áfram að vinna yfir-
vinnu.
„Það er slæmt að vita að tækni-
menn sem hafa alið upp kynslóðir
fjölmiðlafólks og gegna mikilli
ábyrgð séu langt undir þeim laun-
um sem tíðkast annar staðar í sam-
félaginu. Enda fáum við varla
lengur fólk hingað, það vill skilj-
anlega enginn vera á þessum laun-
um,“ segir Páll Guðmundsson,
trúnaðarmaður tæknimanna RÚV.
„Við fögnum launahækkun
útvarpsstjóra en finnst undarlegt
að hann vilji miða laun sín við það
sem hann segir eðlilegt miðað við
almennan vinnumarkað en laun
undirmanna sinna við allra lægstu
taxta,“ segir Guðmundur að
lokum.
Hyggjast neita yfirvinnu
kr.
aðra leiðina til Evrópu
+ Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is
Sölutímabil: 8. til og með 11. nóvember
Ferðatímabil: 1. til og með 17. desember
Takmarkað sætaframboð.
Tilboðsverð frá
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
98
05
1
1/
07
Spennandi kostir í framhaldsnámi
Gott nám og rétt val þess er farsæl leið til lífsgæða og aukinna möguleika í starfi.
Við félagsvísindadeild Háskóla Íslands bjóðast margir spennandi kostir í námi hjá
hæfum og reyndum kennurum.
Góðar aðstæður til náms • Fjölbreytni og sveigjanleiki • Starfstengt rannsóknarnám
Nám með starfi • Nám stutt rannsóknum kennara
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík
Sími 525 4502, felvisd@hi.is
FÉLAGSVÍSINDI – Í ÞÁGU FRAMFARA
FÉLAGSVÍSINDADEILD
Doktorsnám í öllum greinum. Allar upplýsingar á www.felags.hi.is
Umsóknarfrestur um meistara- og doktorsnám er til 15. nóvember
• MLIS-nám í bókasafns- og upplýsingafræði
• MA-nám og diplómanám í uppeldis-
og menntunarfræði
• MA-nám í kennslufræði (seinni hluti)
• MA-nám og diplómanám í fötlunarfræði
• MA-nám og diplómanám í félagsfræði
• MA-nám og diplómanám í kynjafræði
• MSW-nám í félagsráðgjöf
• MA-nám og diplómanám í félagsráðgjöf
• MA-nám í öldrunarfræðum
• MA-nám í mannfræði
• MA-nám og diplómanám í þróunarfræðum
• MA-nám í þjóðfræði
• MA-nám í hagnýtri þjóðfræði
• MPA-nám og diplómanám í opinberri stjórnsýslu
• MA-nám og diplómanám í alþjóðasamskiptum
Auglýsingasími
– Mest lesið
Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra hefur lagt
fram frumvarp þess efnis að lög
um meðferð ölvaðra manna og
drykkjusjúkra verði afnumin.
Samkvæmt lögunum á lögregla
að tilkynna nafn ölvaðs manns,
sem tekinn er tvisvar fyrir ölvun
með skömmu millibili, til áfengis-
varnaráðunauts eða áfengisvarna-
nefndar. Þau fyrirbæri eru ekki til
lengur, heldur fer Lýðheilsustöð
með vímuvarnamál.
Í athugasemdum við frumvarpið
kemur fram að virða verði
sjálfsákvörðunarrétt drykkju-
sjúkra, líkt og annarra sjúklinga.
Lög um ölvaða
verði afnumin