Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 72
Súpur verða sífellt meira lokkandi eftir því sem skammdegið færist yfir. Margir hafa komist á bragðið með að nota blandara eða töfrasprota til að gera heimalagaðar súpur kremaðri, en Erna Kaaber, á Icelandic Fish and Chips, segist búa yfir leynivopni. Hún notar vél að nafni Vita Mix við súpu- og sósugerð. „Þetta tæki gerir eiginlega rjóma úr öllu sem fer í það. Vélin þeytir grænmetið svo mikið að það verður rjómakennt og silkikennt, og það skiptir engu hvort það er soðið eða hrátt,“ útskýrir Erna. Við súpugerð byrjar Erna á að léttsteikja það grænmeti sem hún vill nota í góðri olíu. Eftir að hafa bætt í vatni og krafti lætur hún súpuna malla í fimmtán til tuttugu mínútur. „Svo þeyti ég hana saman í vélinni og færi hana aftur í pottinn. Þá er gott að bæta í dálitlu vatni til viðbótar, og svo getur verið gott að bæta í hana ediki eða hvítvíni, það fer allt eftir súpunni,“ segir Erna. Þegar súpan er komin á diskinn mælir Erna svo með því að dreypa góðri olíu yfir hana, svo sem avókadó-, trufflu- eða hnetuolíu. Tækið, sem fæst hjá Kælitækni, er til í nokkrum útgáfum, bæði til notkunar á veitingastöðum og á heimilum. Þeir sem vilja matreiða hollar og heilnæm- ar súpur á skömmum tíma geta því íhugað kosti Vita Mix, og bragðað afraksturinn á veitingastað Ernu, Icelandic Fish and Chips. Hollar súpur á svipstundu Róbert Badí Baldursson er alinn upp við persneskan mat. Hann starfar sem for- ritari en leggst í persneska matargerð um helgar. „Móðir mín er frá Íran og hún eld- aði, og eldar enn, mikið af pers- neskum mat,“ útskýrir Róbert, sem fyrir vikið er vel kunnugur þeirri matargerð. „Vinir mínir úr æsku muna ennþá eftir matnum hennar mömmu, og sakna hans margir núna,“ segir Róbert, enda getur aðgengi að persneskri mat- argerð varla talist mikið hér á landi. Róbert festi kaup á uppskrifta- bók með persneskum uppskrift- um fyrir skömmu, og hefur í kjöl- farið farið að prófa sig áfram í eldhúsinu. Persnesk matargerð fellur tæplega undir hatt skyndi- bita, eins og sést á uppskriftinni sem Róbert lætur Fréttablaðinu í té. „Það er svolítið stúss í kringum þetta, en maður getur í staðinn eldað mikið og átt afganga fyrir vikuna,“ segir Róbert, sem eldar þess vegna helst um helgar. „Konan mín er í kvöldnámi, svo það er oft lítill tími í eldamennsku á kvöldin. Þá er gott að eiga afgangana, það einfaldar lífið,“ bendir hann á. Persneskur matur er almennt ekki mikið kryddaður eða bragð- sterkur, að sögn Róberts. Hann segir saffran þó skipa veigamik- inn sess í matargerðinni. „Það er einhver saga á þá leið að Persar séu svona glaðir út af saffrani, það veiti manni gott skap,“ segir Róbert. Aðspurður hvort hann hafi sannreynt þá kenningu hlær hann við. „Eigum við ekki bara að segja það?,“ segir hann. Á bloggsíðu Róberts, badi.blog. is, er að finna uppskrift að hrís- grjónum með kartöflutatík fyrir þá sem vilja annað meðlæti en venjuleg hrísgrjón. Bakaðar kartöflur eru algengt með- læti með grillmatnum sem við gæðum okkur á yfir sumarmánuð- ina. Það er hins vegar auðveldlega hægt að breyta þeim í heila máltíð sem hentar sérstaklega vel þegar vetur gengur í garð og við förum að líta á það sem algjört aðalatriði að maturinn hiti okkur að innan. Víða eru bakaðar kartöflur born- ar á borð með ýmiss konar fylling- um sem geta verið úr hverju sem er öðru en smjöri og béarnaise-sósu. Hvers kyns hrærur fara afar vel í bakaðar kartöflur. Með majónesi, léttu eða ekki, sýrðum rjóma eða kotasælu sem uppistöðu má útfæra þær eins og hugurinn girnist. Ein- föld hræra með skinku, aspas og rifnum osti virkar vel, eins og hræra með steiktum kjúklingabitum og karrýi. Þegar kartaflan hefur verið bökuð að vild má einnig taka hana úr ofnin- um, skera gat í hana og fjarlægja mjúkt innihaldið. Það er svo stapp- að, eða því blandað, saman við annað góðgæti, svo sem steikta sveppi og hvítlauk, brie-bita og rifinn ost eða túnfisk og lauk. Því næst er kart- aflan fyllt að nýju, osti stráð yfir hana ef svo ber undir, og hún elduð áfram þar til innihaldið er orðið heitt í gegn. Kartöfluna má svo með góðu móti bera fram með salati, til að full- komna máltíðina. Kartafla í matinn Veitingastaðurinn Vox, sem er á Hilton Reykjavík Nordica, hefur gefið út geisladiskinn Musical Memories. Plötusnúðarnir og tón- listarmennirnir Margeir og Kas- per Björke hafa tekið saman tón- listina, en á disknum er meðal annars að finna lög eftir GusGus, Sigga Ármann, Trentemöller, Lulu Rouge og fleiri. Diskurinn er sagð- ur „uppfullur af dásamlegri rólyndistónlist, sem tilvalið er að hlusta á fyrir matinn, með matn- um, eftir matinn og í bílnum á leið- inni heim“. Musical Memories er ætlað að bæta enn við upplifunina sem hlýst af því að snæða á Vox. Sam- kvæmt fréttatilkynningu verður hægt að kaupa diskinn á Vox, Hilt- on Reykjavík Nordica og í öllum betri hljómplötuverslunum. Tónlist frá Vox Brúnið lauk, hvítlauk og kjöt í 3 msk. af olíu. Bætið salti, pipar, kanil og saffranvatni og kardi- mommum út í. Bætið í 2½ bolla af vatni. Ef notaður er kjúklingur skal aðeins bæta við 1½ bolla. Setj- ið lok á pottinn, látið malla á lágum hita í 1 klst og 15 mín. nema ef kjúklingakjöt er notað, þá er látið malla í 40 mín. Hrærið í af og til. Snöggsteikið gulrætur í 2 msk. af olíu og bætið út í pottréttinn, ásamt súraldinsafa, sveskjum og sykri. Setjið lokið á og látið sjóða í 50 mínútur í viðbót á lágum hita. Athugið hvort sveskjur eru orðnar meyrar. Smakkið til og bætið í kryddi, súraldinsafa eða sykri ef þarf. Berið fram með basmatigrjónum. Skolið grjónin áður en þau eru soðin, þá festast þau síður saman. Mundu eftir... ...trönuberjum. Þó að berin sjálf höfði ekki til allra er trönu- berjasafi bæði góður og talinn meinhollur. Honum má líka blanda út í sódavatn og aðra drykki sem fá á sig fagurbleikan blæ. Lagði ekki í grillaða kakkalakka G O T T F O L K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.