Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Meinarðu Öryrkja-
bandið?
Eins og þruma úr
heiðskíru?
Undirbýr barnvæna viðburði
Listamenn bregðast við
Hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg á sér langa og
merka sögu enda elsta fang-
elsi landsins. Þar hefur þó
önnur merkileg starfsemi
líka farið fram. Húsið hýsti
um skeið Landsyfirrétt og
Hæstarétt og þjónaði í raun
hlutverki ráð- og dómhúss
Reykjavíkur um nokkurt
skeið. Gamli dómsalurinn
var í notkun allt fram á
síðasta áratug. Hann er nú
friðaður og setur mikinn
svip á húsið.
„Dómsalurinn í Hegningarhús-
inu er mjög merkilegur,“ segir
Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur. Hegningarhúsið var tekið í
notkun árið 1874 en tveir salir á
efri hæð hússins voru notaðir
fyrir bæjarþingið og fyrir dóm-
hald. „Annar var upphaflega salur
Landsyfirréttar, sem var æðsti
dómstóll innanlands til 1919. Þá
tók Hæstiréttur við og var þarna
í húsinu allt til ársins 1947 þegar
honum var reist nýtt hús við
Lindargötu. Hinn salurinn var
svokallaður borgarasalur. Þar
fóru fram bæjarstjórnarfundir
frá 1873 til 1903, sem og kosningar
og bæjarþing Reykjavíkur.“
Margir vita ekki af dómsaln-
um á efri hæð Hegningarhúss-
ins, þar sem húsið hefur fyrst og
fremst gegnt hlutverki fangelsis
um nokkurt skeið. Að sögn Guð-
mundar Gíslasonar yfirfanga-
varðar voru þó kveðnir upp
dómar þar allt fram á síðasta
áratug.
„Reyndar eingöngu í undan-
tekningartilfellum. Til dæmis gátu
dómarar úti á landi haft þar
aðstöðu þegar þeir áttu leið í
bæinn til að lesa dóm yfir eða yfir-
heyra sakborning sem var kannski
vistaður í fangelsinu, í stað þess
að flytja hann út á land. Ég man
eftir slíkum málum þegar ég var
að byrja hér sem starfsmaður. En
það var ekki reglulegt þinghald
eða neitt slíkt.“
Fangavarðaskólinn var til húsa í
dómsalnum á níunda og tíunda
áratugnum en nú er hann friðaður
og ekki má breyta neinum búnaði í
honum. „Við höfum notað salinn
undir fundi og styttri námskeið
fyrir fangaverði,“ segir Guð-
mundur, „en þessi hluti hússins
verður ekki tekinn undir neina
aðra starfsemi. En hann setur
mikinn svip á daglegt líf hjá okkur
sem vinnum hér: þetta er gamalt
hús og virðulegt og við erum
minntir á það á hverjum degi að
þetta er vinnustaður með mikla
sögu.“
Friðaður dómsalur
við Skólavörðustíg