Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 40
 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR Range Rover Sport SE TDI býr yfir miklum krafti, glæsileika og þægindum. Tilfinningin að aka Range Rover er allt önnur en fylgir flestum öðrum bílum. Maður finnur fyrir vissri upphafningu líkt og hinir ökumenn- irnir líti mann öðrum augum en áður. Líklega tengist það þeirri stað- reynd að jeppinn hefur verið gríðar- lega vinsæll meðal „yfirstéttar- innar“, ríkra bankamanna og ann- arra sem vilja sýna að þeir eigi nóga aura í vasanum. Ósjálfrátt reynir maður að finna sér annan starfstitil, athafnamaður væri til dæmis alveg kjörið. Í nýlegri úttekt Markaðarins í Fréttablaðinu kom í ljós að sala lúxusbíla hefur blómstrað það sem af er ári á sama tíma og dregið hefur verulega úr sölu „venjulegra bíla“. Mesta sprengingin var í sölu Land Rover-jeppa, sem jókst um hundrað prósent á tímabilinu. Vinsælastur Roveranna hefur verið Range Rover Sport sem ritað er um hér. Í raun er varla hægt að segja nokkuð neikvætt um þennan bíl. Hann er útbúinn öllum þeim þæg- indum sem ökumaður gæti óskað sér, er mjúkur og lipur í keyrslu í borginni og hefur gífurlegan kraft á þjóðvegum en getur samt allt það sem góður jeppi á að geta. Augljós ókostur er vissulega verðið, bæði vegna þess að ekki hefur hver sem er efni á rúmlega níu milljóna króna bíl og einnig gæti eigandi slíks gim- steins verið smeykur við að láta hann vaða í hvaða ógöngur sem er á fjallvegum landsins. Reynsluekinn var átta sílindra Range Rover Sport SE TDI. Dísil- vélin skilar ótrúlegum krafti, 727 hestöfl og togið 640 Nm. Reyndar þarf töluverðan kraft til að knýja áfram bílinn sem er þungur, rúm tvö og hálft tonn, en ekki er hægt að finna fyrir því í akstri enda spýt- ist bíllinn áfram við léttan þrýsting á bensíngjöfina. Sportútgáfa Range Rover er eitthvað minni um sig en stóri bróðir hans, en á móti koma sportlegri aksturseiginleikar sem fást meðal annars með sex þrepa sjálfskiptingu með Command shift- beinskiptivali. Bíllinn eyðir ótrúlega litlu miðað við þyngd og kraft, aðeins 11,1 l/100 km sem verður að teljast gott, líka fyrir dísilbíl. Ósjálfrátt tengir maður dísilvélar við háværan gang. Hljóðeinangrunin í bílnum er hins vegar frábær og ekki að heyra að þarna sé dísilbíll á ferð. Mikið af aukabúnaði fylgir bílnum en of langt mál væri að fara yfir hann allan og látum við nægja að telja upp það sem kom þægilega á óvart. Loftpúðafjöðrun gerir ökumanni kleift að stilla hæð bílsins með einum takka, lækka má hann um 55 mm sem getur komið sér vel þegar fínar frúr þurfa að stíga upp í bíl- inn. Hiti er í framrúðu líkt og víða er í afturrúðum en þræðirnir eru það mjóir að þeir trufla ekki. Bíllinn er búinn bakkvörn, sem hjálpar mikið enda ekki alltaf gott að sjá aftur fyrir sig í svo stórum bíl. Í svartasta skammdeginu kveikir bíllinn svo á hliðarljósum í þá átt sem verið er að beygja. Fyrir öllu er hugsað. Til dæmis hafa dömur oft verið í vandræðum með hvar þær eigi að geyma veskin sín en í Sportinum er gott rými milli sætanna þar sem má tylla selskaps- veskjum og jafnvel stærri tuðrum. Síðast en ekki síst verður að nefna Terrain Response-aldrifsbúnaðinn sem er frábær uppfinning, sérstak- lega fyrir þá sem minna kunna fyrir sér í jeppamennsku. Með einum takka er hægt að stilla hvernig bíll- inn bregst við mismunandi aðstæð- um og töluverður munur finnst á milli allra stillinga. solveig@frettabladid.is Aflmikil glæsikerra Mælaborðið er fallegt áferðar þó að takkaflóðið geti í upphafi ruglað menn í ríminu. Farangursrými er tæpir 1.000 lítrar og hægt að stækka það töluvert með því að leggja niður sætin. Terrain Response aldrifsbúnaðurinn gerir ökumönnum lífið auðveldara. Með því að snúa takkanum má stilla hvernig bíllinn bregst við mismunandi aðstæðum. Range Rover Sport SE TDI með V8-vél er kraftmikill bíll enda með 272 hestöfl undir húddinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYNSLUAKSTUR RANGE ROVER SPORT TDV8 Vél: 272 hö/640 Nm Túrbó dísil Þyngd: 2.697 kg 0-100 km: 9,2 sek. Farangursrými: 958 l/ 2.013 l Eyðsla: 11,1 l/100 km Verð: 9.220.000 kr. Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bíldshöfði 14 - Sími 553 1244 – ljosboginnehf@simnet.is Mikið úrval af: störturum og alternatorum fyrir flestar gerðir fólksbíla, vörubíla og vinnuvéla. Einnig varahlutaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.