Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 50
fréttablaðið farið á fjöll 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14
Guðbjörg Tómasdóttir er áhugamanneskja
um vélsleða og ætlar að keyra á Vatnajökul
næsta vor.
Guðbjörg Tómasdóttir er mikil áhugamanneskja
um vélsleða. Áhugi eiginmanns hennar, Sveins
B. Jóhannessonar, smitaði hana og varð til þess
að hún fór í sína fyrstu vélsleðaferð árið 1993.
Þá var hún líka búin að fá nóg af því að horfa á
eftir Sveini og öðrum körlum þeysast um fjöll
og firnindi á meðan hún sat sjálf eftir heima um
helgar.
„Þegar veðrið er gott og mennirnir eru í þessu
helgi eftir helgi vill maður ekki sitja eftir heima,“
segir Guðbjörg. „Þannig byrjaði ég í þessu. Ég
var ekkert alveg sátt við að verða eftir. Þegar ég
síðan upplifði það að geta tekið strákana okkar
Sveins með í styttri ferðir, þá sex og ellefu ára,
fannst mér þetta alveg kjörið.“
Fyrsta vélsleðaferðin sem Guðbjörg fór í var
upp á Vatnajökul og mælir hún ekki með því við
nokkurn mann að þreyta frumraun sína þar.
„Það var vor og tekið að leysa. Það tók svolítinn
tíma að komast upp í jökulheima vegna snjóleys-
is. Þegar við komum þangað vorum við í góðum
málum. Við keyrðum jökulinn í einum rykk. Mér
fannst það ágætt, því ég var farþegi hjá mannin-
um mínum. Ég mæli þó alls ekki með þessari leið
fyrir byrjendur og efaðist um að fara aftur á vél-
sleða eftir þetta ferðalag.“
Guðbjörg skipti um skoðun þegar þau Sveinn
eignuðust síðan hluta í fjallaskála uppi við Lang-
jökul, þar sem stutt var úr bænum og auðvelt
fyrir alla fjölskylduna að fara.
„Við fjölskyldan fórum á föstudegi og vorum
yfir helgi í skálanum, alveg eins og í sumarbú-
staðarferð. Þetta gekk í tvo til þrjá vetur á meðan
snjórinn var almennilegur.“
Þá hafði Guðbjörg eignast eigin sleða, af gerð-
inni Skidoo, en að hennar sögn áttu margar konur
eða keyrðu vélsleða á þeim tíma, þótt fastur
kjarni kvenna þeysti um á sleðum með körlun-
um. Hún segir fátt jafnast á við tilfinninguna sem
fylgi því að fara á vélsleða á fjöll.
„Þetta er svo mikið frelsi þegar maður er kom-
inn upp á fjöll. Svo er friðurinn einstakur. Það
heyrist ekkert nema í brakandi snjónum,“ segir
hún og áhuginn leynir sér ekki.
Guðbjörg segir að karlarnir hafi tekið vel á
móti konunum, enda hafi þær ekki verið þeim til
trafala eins og hún orðar það. Hún segir reyndar
lítið hafa fjölgað í röðum vélsleðakvenna og rekur
það meðal annars til þess að snjóinn hafi vantað
síðustu ár. Svo sé fleira sem aftri konum frá þátt-
töku, meðal annars þýði lítið að standa í þessu
nema börnin séu komin á vissan aldur eins og hún
þekkir af eigin raun.
Guðbjörg bætir við að annars hafi það helst
verið vinir og vandamenn sem höfðu áhyggjur
af því að hún vissi ekki hvað hún væri að gera og
færi sér því að voða. „Þeir sáu bara fyrir sér ein-
tómar sprungur,“ rifjar hún upp og hlær.
Síðustu ár hefur Guðbjörg dregið heldur úr
vélsleðaferðunum og kennir þar um snjóleysi.
Segist ekki nenna ef það eru bara einhverjar
þræðingar. „Ég vil bara hafa nóg af snjó til að
keyra um í.“ Hún segir áhugann þó alltaf vera til
staðar og til marks um það ætla þau hjónin ásamt
stórum hópi fólks í árlega ferð á Vatnajökul
næsta vor.
„Maður notar þá dagana til að keyra frá klukk-
an 10 til 18 þegar besta veðrið er á jöklinum,“
segir Guðbjörg. „Annars ætla ég að vera duglegri
að fara í framtíðinni.“ roald@frettabladid.is
Hlaut sína eldskírn á Vatnajökli
„Þetta er svo mikið frelsi þegar maður
er kominn upp á fjöll. Svo er friðurinn
einstakur. Það heyrist ekkert nema í
brakandi snjónum,“ segir Guðbjörg um
aðdráttarafl vélsleðaíþróttarinnar.
Barnafatnaður Jakki, buxur peysa
og húfa kr. 10.500.
North Ice Winter: Úlpa, buxur „su-
perdry“ nærföt, flís millilag, húfa,
lúffur og trefill kr. 19.500.
Skór Pro hunter kr. 9.500. Camo skór kr. 10.500. Premium skór kr. 12.500.
Gönguskór kr. 9.500. Leðursandalar kr. 3.150.
Veiðifatnaður Jakki, buxur, tvenn pör af nærfatnaði „super dry“ og flísmillilag, flónelskyrta, húfa, axlabönd,
áhneppt hetta og flugnanet og sætisyfirbreiðsla. Camo pakki: Jakki, buxur peysa, nærföt áhneppt hetta og
flugnanet, axlabönd. kr. 29.500.
North Ice Outdoor:Jakki,buxur, flís-
peysa, flísnærföt bolur, húfa og
sokkar kr. 17.500.
— —
Nóatúni 17
sími 534 3177 og 820 7746
Fr
u
m
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N