Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 66
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, spænskudeild
Háskóla Íslands og Cervantes-setur standa í dag
fyrir áhugaverðu málþingi um bókmenntir og
menningu Karíbahafsins og þá sérlega landanna
Panama og Kúbu.
Málþingið er haldið í tilefni af heimsóknum dr.
Rogelio Coronel, prófessors í bókmenntum við
Havana-háskóla, og dr. Margarita Vásquez, dósents í
bókmenntum við Panamaháskóla.
Á málþinginu kennir ýmissa grasa. Það hefst á
erindi dr. Vásquez, en hún mun fjalla um hvernig
samskipti Panama við Bandaríkin hafa haft áhrif á
panamskar bókmenntir. Dr. Coronel flytur svo
erindi um tengsl bókmennta og byltingarinnar í
Kúbu. Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur fjallar
um bók sína Veruleiki draumanna, en í henni segir
hún frá búsetu sinni í Havana og kynnum sínum af
leikhúslífi þar í borg. Tómas R. Einarsson tónlistar-
maður flytur erindi um reynslu sína af samvinnu við
kúbverska tónlistarmenn. Að lokum kynnir dr.
Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt í spænsku,
smásögur frá Dóminíska lýðveldinu, Kúbu og Púertó
Ríkó sem hún er að þýða yfir á íslensku ásamt Erlu
Erlendsdóttur, dósent í spænsku.
Fundarstjóri er Rafael Estevan Sola, forstöðu-
maður Cervantes-seturs á Íslandi.
Athygli skal vakin á því að erindi dr. Vásquez fer
fram á ensku og erindi dr. Coronel á spænsku, en
enskum texta verður varpað á tjald jafnóðum.
Önnur erindi verða flutt á íslensku.
Málþingið fer fram í stofu 101 í Odda við Sturlu-
götu og hefst kl. 16.
Kl.20
Sýningin „Þriðji úrgangur-faraldur.
Mínus afsökun“ verður sett upp í
Austurbæ, Snorrabraut 37, í kvöld á
milli kl. 20 og 23. Um er að ræða
myndlistarsýningu á vegum nem-
enda á lokaári í myndlistardeild
Listaháskóla Íslands. Sýningin er
fjölbreytt og inniheldur gjörninga,
myndbandsverk, innsetningar og
fleira. Athygli skal vakin á því að
sýningin stendur aðeins yfir þetta
eina kvöld.
Nýtt dansverk sem kallast
Degenerator verður frum-
sýnt í Konunglega leik-
húsinu í Stokkhólmi annað
kvöld. Höfundur verksins
er ungur íslenskur dansari,
Gunnlaugur Egilsson.
Gunnlaugur flutti til Svíþjóðar
fyrir ellefu árum til að nema dans-
listina og hefur verið búsettur
erlendis síðan. Hann hefur mest-
megnis dansað í útlöndum og
starfar nú sem dansari við Kon-
unglega ballettinn í Stokkhólmi.
Hann hefur þó unnið lítillega á
Íslandi og hefur meðal annars sett
upp verk fyrir danssmiðju
Íslenska dansflokksins.
„Ég samdi verk sem var sýnt á
litla sviðinu hér í Konunglega leik-
húsinu í fyrra og í kjölfarið á því
réði stjórnandi Konunglega ball-
ettsins mig til þess að semja
þetta verk,“ segir Gunnlaugur
spurður um tilurð verksins. Verk
Gunnlaugs er eitt af fjórum sem
verða á dagskrá í Kon-
unglega leikhúsinu
þetta kvöldið. „Í
verkinu dansa sex
konur á táskóm.
Þær minna um
margt á dæmigerðar
ballerínur en dans-
inn sem þær stíga
brýtur þó upp þá
ímynd þar sem þær
virðast á stundum hrein-
lega vinna á móti þyngdar-
lögmálinu. Þetta er
nútímadansverk, en ég
vildi notfæra mér það
að hér hef ég aðgang
að dönsurum sem
hafa mikla þjálfun í
klassískum ballett og
eru afar færar í að
dansa á táskóm. Þetta
verk blandar því
saman klassískri
balletthefð og nútímadansi og
mætti segja að það sé bæði fallegt
og gróft í senn.“
Einvala lið listamanna kemur að
verkinu með Gunnlaugi. Þar má
nefna Behnaz Aram sem er
þekktur fatahönnuður í Svíþjóð,
en hún sér um að hanna bún-
ingana fyrir Degenerator.
Konunglega sinfónían leikur
undir dansinum tónverk eftir
sænska tónskáldið Marcus
Fjällström sem einnig kall-
ast Degenerator. „Tónlist-
in er ekki samin fyrir
dansverkið heldur er
það fremur samið með tónlistina í
huga. Tónverkið var samið í ágúst
í fyrra og minnir einna helst á
rómantískt sinfóníuverk sem er
alveg við það að detta í sundur, en
tekst þó alltaf að halda sér gang-
andi. Dansverkið Degenerator
dregur dám af þessarri tónlist og
rís og brotnar í líkingu við hring-
rás náttúrunnar,“ segir Gunn-
laugur.
Þegar vinnunni í kringum
Degenerator er lokið taka við
áframhaldandi verkefni í dans-
heiminum hjá Gunnlaugi, en hann
vinnur næst að því að semja dans
fyrir stuttmynd sem sýnd verður
á danshátíð í Gautaborg haustið
2008.
Valkyrjur Wagners berjast um stöðu
Menning Karíbahafsins
Ragna Róbertsdóttir mynd-
listarmaður opnar sýningu
í gallerí i8 í dag. Á sýning-
unni eru verk af ýmsum
toga, en stutt er síðan
Ragna átti verk á samsýn-
ingu í SAFNI á Laugavegi.
Þessi einkasýning ber
yfirskriftina Landslag fyrir
hina og þessa.
Ragna Róbertsdóttir er
fædd 1945 og er meðal
helstu myndlistar-
manna okkar og hefur
starfað að list sinni hér-
lendis síðan snemma á
7. áratugnum. Verk
hennar hafa verið sýnd
afar víða, meðal annars
í öllum helstu söfnum
og sýningarsölum á
Íslandi og víða erlend-
is. Í rými Gallerí i8 við
Klapparstíg sýnir
Ragna verk frá árinu
2007, sem öll eru gerð
sérstaklega fyrir sýn-
inguna. Tvö verka
hennar á sýningunni
eru tileinkun hennar til
listamanna sem hafa
haft áhrif á hana, Guð-
jón Samúelsson og Don-
ald Judd. Hún hefur
ekki sett upp einkasýn-
ingu áður í húsnæðinu
á Klapparstígnum og
það eru ellefu ár síðan
hún var með heila sýn-
ingu hjá Eddu í I8. „Það er ótrú-
legt,“ segir hún, „en ég hef oft átt
hér verk á samsýningum og ger-
þekki rýmið.“
„Ragna Róbertsdóttir er lands-
lagslistamaður“ segir Birta Guð-
jónsdóttir í texta gallerísins um
Rögnu: „Verk hennar eru þó ekki
myndir af landslagi heldur færir
hún landslagið sjálft inn í sýn-
ingarými og einkaheimili.“ Þar er
vísað til þess að Ragna hefur um
langt skeið unnið verk beint á
veggi: Hún vinnur verk sín úr
náttúruefnum, sem hún safnar
yfirleitt saman á gönguferðum
sínum um Ísland. Hún velur efn-
inu síðan ferhyrnda fleti. Að
þessu sinni eru tvö verk
fyrirferðarmikil á Klapparstígn-
um af þessu tagi: Landslag fyrir
Guðjón Samúelsson, er stórt verk
úr íslenskri hrafntinnu. Ragna
fékk hrafntinnu sem nú er verið
að skreyta Þjóðleikhúsið með á
ný og hefur gert úr mulningnum
stórt veggverk. Það tekur ekki að
glitra á tinnuna fyrr en komið er
að verkinu. Hús segist ekki eiga
meira til svo þeir sem vilji fá slík
verk frá henni verði að leggja
tinnuna til sjálfir.
Hin tileinkun Rögnu er verkið
Landslag fyrir Donald Judd en
bandaríski listamaðurinn og
Íslandsvinurinn hefur haft rík
áhrif á hana. Tileinkun Rögnu
vísar, að forminu til, til nokkurra
verka Judds og notar Ragna plexí-
gler og jarðefni, sem eru mis-
munandi að lit en öll í náttúruleg-
um litum. Þessi jarðefni eru
fengin úr Bjarnarflagi nálægt
Mývatni og eru plexíglerkassar
sjö í röð á vegg í rýminu, hver
með jarðefni, hver með sitt lit-
brigði.
Efnisnotkun Rögnu í þessu
verki og fleirum, hvort sem hún
notar kínverskan kristal eða
hveraleir úr Krýsuvík sem hún
málar með, tengist óbeint verk-
um bandarísku minimalistanna,
sem notuðu efni og aðferðir úr
iðnaði, en Judd var þar í farar-
broddi.
Á sýningunni eru einnig lág-
myndir úr silfri og skorið hraun í
gólfverkum.
Ragna segist tína efnið til sjálf
í verk sín, hún fari á vissa staði og
sigti þar efnið í réttar stærðir
fyrir verk sín. Hún hefur víða
unnið verk á veggi heimila og
opinberra staða: „ég tek bara það
sem ég þarf.“ Þar sem við
stöndum og skoðum eina silfur-
plötu á vegg sem er tekið að falla
á spyr ég um áhrif tímans á vegg-
verkin sem eru unnin úr salla,
vikri eða gleri. Hún segir fólk
hrætt við gler en reynslan hafi
ekki verið sú að fallið hafi úr
þeim. Vikurinn vilji sallast og þá
geri hún við verkin sjálf þannig
að þéttleiki haldist í ákastinu.
Áfallið silfur þekkja margir og
gera sér fæstir grein fyrir að
veðrun og efnabreyting í málm-
yfirborði hefur lengi verið virkur
þáttur í sköpun málmverka. Hún
hefur unnið í málm áður: „Áfall á
silfur er mjög fallegt,“ segir hún.
„Maður horfir á flötinn umbreyt-
ast hægt og hægt.“
Ragna sýnir verk sem hún
málar með blönduðum lit úr
Krýsuvík beint á vegg. Áður voru
litir gerðir þannig. Hún segist
ekki vita til þess að það hafi verið
unnið þannig áður en litskrúð sé
nóg í íslenskum jarðvegi. „Ég á
verk í SAFNi sem er í geggjuðum
rauðum lit úr Krýsuvík.“ Hraun-
ferninga sína segist hún hafa
unnið með í langan tíma, frá 1989.
Sýningin er þannig að mestu
sprottin úr landslagi og heitið
landslagsmálari fær í hennar
verkum nýja vídd.