Fréttablaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 34
Ein af dauðasyndunum sjö er
græðgi, en matarfíkn verður
æ algengari og ágirnd í það
sem sætt er. Íslendingar eiga
Norðurlandamet í sykuráti, en
hvað annað en sykur og gervi-
sætuefni geta sefað nagandi
sykurþörf landsmanna?
„Vilji fólk sneiða alfarið hjá sykri
og tilbúnum sætuefnum en þrái
sætt bragð eru ávextir vænlegasti
kosturinn,“ segir Hólmfríður Þor-
geirsdóttir, næringarfræðingur
hjá Lýðheilsustöð, en stofnunin
hvetur landsmenn til að forðast
öfgar og óhóf í mataræði.
„Undanfarið hefur verið mikill
áróður gegn sykurneyslu og
margir hafa tekið allan hvítan
sykur úr sínu mataræði. Við kom-
umst auðvitað vel af án viðbætts
sykurs en það er ekki endilega
nauðsynlegt að útiloka hann alveg.
Margir blekkja sjálfa sig með því
að velja hrásykur eða önnur sætu-
efni í staðinn, en þau eru lítið
skárri en hvítur sykur fyrir heil-
brigða einstaklinga. Lýðheilsustöð
tekur ekki þátt í fanatík, en hvetur
til fjölbreytts mataræðis og að
fólk borði sem oftast hollan mat,
og þar rúmast sykur innan ákveð-
inna marka,“ segir Hólmfríður,
sem telur ekki að fólk þurfi að úti-
loka sykur þótt vandað sé til fæðu-
vals að öðru leyti.
„Sykurneysla hérlendis hefur
verið mest hjá unglingum, en ráð-
lagt er að sykur sé ekki meira en
tíu prósent af orku dagsins. Þannig
ætti manneskja á 2.000 hitaein-
inga fæði ekki að innbyrða meira
en 200 hitaeiningar úr viðbættum
sykri, en það samsvarar 50
grömmum á dag, sem er til dæmis
hálfur lítri af sykruðu gosi á dag.
Þá er ekki pláss fyrir súkkulaði
eða sykraðar vörur eins og morg-
unkorn, mjólkurvörur og annað
sem í leynist talsvert magn af við-
bættum sykri,“ segir Hólmfríður.
Með viðbættum sykri er átt við
sykur sem bætt er í matvörur í
framleiðslu og getur verið allt frá
hvítum sykri, sírópi, hunangi, hrá-
sykri, púðursykri, mólassa og
ávaxtasykri svo eitthvað sé nefnt.
„Það getur verið erfitt að átta sig
á magni viðbætts sykurs í vörum
því það er ekki skylda að gefa það
upp á umbúðum. Sykur frá náttúr-
unnar hendi finnst auk þess í mörg-
um matvælum, eins og mjólkur-
sykur í mjólkurvörum og
ávaxtasykur í ávöxtum. En hvaða
tegund eða nafn sykurinn hefur
skiptir ekki öllu og þótt sumir
bendi á að hrásykur, hunang og
agave-síróp séu betri kostur og
innihaldi næringarefni sem ekki
séu til staðar í hvítum sykri, er það
í svo litlum mæli að þau leggja ekk-
ert til næringargildis fæðunnar,“
segir Hólmfríður og tekur fram að
sykur í hóflegu magni sé ekki
hættulegur heilsu manna.
„Hollustugildi sykurs er nær
ekkert, en sætt bragð getur veitt
manni nautn í mataræði. Þeir sem
kjósa að draga úr sykri og gervi-
sætum geta notað ferska og þurrk-
aða ávexti í staðinn, og þá má vita-
skuld nota í bakstur og
sælgætisgerð.“
Syndsamlega sykursætt
P R O D E R M TM
húðvörn gegn kulda
og snertiofnæmi
Lagar fljótt húðþurrk,
roðaflekki, þurrkabletti
sviða og kláða
í andliti og
höndum.
Verndar húðina
fyrir efnum á
pH1 – pH12.
Engin fituáferð.
Fyrir börn, hlífir
húðinni við kulda,
munnvatni, tárum
og nefrennsli.
Proderm er læknavara.
Rannsóknir staðfesta virkni.
Fæst í apótekum www.celsus.is
Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf.
Nýtt á Íslandi! NO STRESS
Meiri gæða-
harðfisk!
Samkvæmt nýrri rannsóknarskýrslu Matís er harðfiskur enn hollari en áður
var talið, prótínríkur og inniheldur mikið af vítamínum og bætiefnum.
Okkar kælda framleiðsluaðferð kemur mjög vel út í öllum samanburði.
Fæst í flestum matvöruverslunum og á bensínstöðvum um allt land
N Æ R I N G O G H O L L U S T A
Árlegur jólabasar Hringsins
verður haldinn á laugardaginn,
11. nóvember, á Grand Hóteli
við Sigtún og hefst kl. 13.
Hringurinn er góðgerðafélag sem
safnar fé til styrktar veikum börn-
um á Íslandi. Undirbúningur jóla-
basarsins hefst strax í janúar þegar
félagskonur koma saman til hann-
yrða. Þær hittast síðan vikulega til
að föndra, sauma og prjóna muni
til að selja. Síðustu dagana fyrir
basarinn er svo bakað, því köku-
sala er mikilvægur hluti af basarn-
um. Einnig eru jólakort Hringsins
þar til sölu.
Aðalverkefni Hringsins hefur
verið uppbygging Barnaspítala
Hringsins. Einnig hafa mörg önnur
verkefni sem tengjast veikum
börnum verið studd og styrkt, svo
sem uppbygging Barna- og ungl-
ingageðdeildar Landspítala og
rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamið-
stöðvar barna með sérþarfir.
Jólabasar
Hringsins