Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 22
hagur heimilanna
Viðskiptavinir Whole Foods
matvöruverslanakeðjunnar
í Bandaríkjunum greiða
minna fyrir ferskt íslenskt
lambalæri en viðskiptavinir
sambærilegra verslana á
Íslandi. Lærið er allt að því
fimmtíu prósentum dýrara
hér en í Bandaríkjunum,
þótt lambið hafi alið mann-
inn á Íslandi.
Við verðsamanburðinn var notast
við verð á lambalæri úr kjötborði
í verslun Whole Foods á East
Houston Street í New York,
verslun Hagkaupa í Kringlunni
og verslun Nóatúns í Nóatúni.
Verslanirnar eru af svipuðum
toga hvað varðar áherslur í vöru-
úrvali og verðlagi.
Í Whole Foods kostar lamba-
lærið íslenska 7,99 dollara á
pundið, sem samsvarar 1.040
krónum á kílóið. Í Hagkaupum
kostar ferskt lambalæri úr kjöt-
borði 1.478 krónur á kílóið, og í
Nóatúni er kílóverðið 1.598
krónur. Hringt var í allar verslan-
irnar sama daginn.
Íslenskt lambalæri er því 42
prósentum dýrara í Hagkaupum
en í verslunum Whole Foods í
Bandaríkjunum, og lærið í Nóa-
túni er 53 prósentum dýrara.
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtaka
Íslands, segir að við samanburð
eins og þennan sé mikilvægt að
átta sig á því að allt önnur verð-
hlutföll séu á skrokknum í Banda-
ríkjunum en hérlendis. Til dæmis
séu kótilettur og hryggir um það
bil fimmtíu prósentum dýrari í
Bandaríkjunum en á Íslandi.
Hann bætir við að þessi mikli
verðmunur sé ekki síst vegna
sterks gengis krónunnar gagn-
vart Bandaríkjadal. „Við höfum
lengi þurft að sætta okkur við
lægra verð á útfluttu kjöti en því
kjöti sem fæst hér heima, einfald-
lega vegna þess að framleiðslu-
kostnaður hérna er hár og mat-
vælaverðið líka,“ segir hann. „Það
stendur ekkert undir þessu gengi
eins og það er í dag.“
Spurður um ástæður þess að
lærið er dýrara hér en kótilettur
og hryggir ódýrari segir Sigur-
geir það vera einhvers konar
hefð í eftirspurn hérlendis. „Þetta
endurspeglar mismunandi ásókn
neytenda í mismunandi hluta,
spái ég. Þetta hefur verið svona
um áratugaskeið.“
Íslenskt lamba-
læri dýrara hér
en í Ameríku
Diet-kók glasið happakaup ævinnar
Maður hefur ekki alltaf tíma til að
draga fram straubrettið, segir Marinó
Thorlacius ljósmyndari.
www.ss.is
F
íto
n
eh
f.
/
S
ÍA
Kryddaðu
tilveruna
með SS
Pestó salamí áleggspylsan
er enn einn gleðigjafinn
frá SS. Ofurlítið kröftug á
bragðið, með óvæntum en
skemmtilegum bragðkeim sem
pestóið gefur. Pestó salamí frá SS
er frábær á gróft brauð en svo er
líka tilvalið að prófa hana á
smáréttabakka, t.d. með fleiri
tegundum af kryddpylsum
eða fínni skinku.