Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 29
Kjúklingur er sívinsæll á borðum Íslendinga og
kunna flestir að hrista hina ýmsu kjúklingarétti
fram úr erminni. Oft vill þó brenna við að sami
rétturinn verði ítrekað fyrir valinu en hráefnið
býður þó upp á óteljandi möguleika.
Í sumar kom bókin Kjúklingaréttir út hjá Skjaldborg
og yfirfór matreiðslumeistarinn Ingvar Helgi Guð-
mundsson, eigandi Salatbarsins, alla réttina og inni-
haldsefnin. Hann segist strax hafa fallið fyrir bók-
inni. „Hún er einföld í uppsetningu og ríkulega
myndskreytt bæði af aðgerðarmyndum og myndum
af réttunum,“ segir Ingvar.
Hann segir ýmsar nýstárlegar uppskriftir að finna
í bókinni og nefnir til dæmis saltbakaðan kjúkling
sem hefur vakið mikla lukku. „Þetta er ofboðslega
einfaldur og ódýr réttur en kjúklingurinn er hjúpaður
sjávarsalti og eggjahvítu og skellt í ofn,“ segir Ingvar.
Eftir það er þess vegna hægt að fara út að hlaupa í
klukkutíma og korter því það gerist ekkert á meðan.“
Ingvar segir ekki þurfa neina sósu með kjúklingnum
því hann verði safaríkur með þessari sérstöku
eldunaraðferð. Hann segir að gott salat, brauð og
hrísgrjón sé upplagt meðlæti.
„Það er gaman að segja frá því að Jamie Oliver
gerði þennan rétt í þætti hjá Jay Leno á dögunum og
spurði hann Leno hvernig bragðaðist. Hann svaraði
því til að það vantaði aðeins meira salt. Raunin er þó
sú að saltmagnið verður alveg mátulegt því það
myndast skel utan um kjúklinginn við baksturinn
sem er síðan brotin af. Ólíkt því sem ætla mætti
verður kjúklingurinn alls ekki brimsaltur.“
Ingvar segir ýmis góð ráð og leiðbeiningar fylgja
uppskriftunum í bókinni og bendir til dæmis á að það
þurfi að elda heilan kjúkling við lægri hita en bringur.
„Ástæðan er sú að ekki er búið að fylla hann með með
sykri og vatni,“ segir Ingvar. Þá hvetur hann fólk til
að búa til kjúklingasoð úr beinunum til að eiga, enda
sé það miklu heilnæmara en kjötkraftsteningar, sem
hann segir fulla af aukaefnum.
Uppskrift á næstu síðu.
Einfalt en óvenjulegt