Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 41% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 38% 68% B Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2007 — 318. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sonja Bent er ekki í nokkrum vafa um að kjóll sem líkist fallhlíf sé uppáhaldsflíkin hennar. Hana dreymdi um kjólinn löngu áður en hún eignaðist hann og síðast var hann á sveimi í brúðkaupi Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar lega fyrir honum og lét mig dreyma um að eignast hann en óraði ekki fyrir því að ég myndi fara að reka verslun í samstarfi við fyrirtækið,“ segir Sonja. Þegar hún fór svo að panta inn fyrir búðina óskaði hú kjólnum en hann ko kÉ Eignaðist draumakjólinn Sonja gerði verkefni um hönnuð kjólsins í Listaháskól-anum en óraði ekki fyrir því að hún myndi eignast kjól eftir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STOFUSTÁSS Margir fallegir munir eru til sem hægt er að fegra heimilið með. HEIMILI 5 HRINGRÁS TÍSKUNNARÍ gleraugnatískunni er augljóst afturhvarf til níunda áratugarins. TÍSKA 2 SONJA BENT Féll algerlega fyrir fallhlífarkjólnum tíska heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS hafnarfjörðurFIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 Gizmo tískusýninghaldin í tíunda sinn BLS. 4 Vitavörður á Stórhöfða Óskar J. Sigurðs- son byrjaði veðurathugun fimmtán ára. TÍMAMÓT 42 HAFNARFJÖRÐUR Hátíð í bæ Sérblað um Hafnarfjörð FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Leiðarvísir piparsveinsins Í matreiðslubók Söru Karlsdóttur verður að finna allt það sem piparsveinar þurfa á að halda, svo sem uppskriftir að þynnkumat. FÓLK 60 Hljóðblandar Lay Low Hinn fjórtán ára gamli Þorsteinn Sindri Bald- vinsson hljóðblandaði nýlega vinsælt lag eftir Lay Low og birti á myspace-síðu sinni. FÓLK 62 BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16  ÞYKKNAR Í dag verður norðsuð- vestan 3-10 m/s en sums staðar hvassara, en það þykknar upp vestan til í dag. Frost 0-8 stig en hlýnar smám saman vestanlands VEÐUR 4 BJÖRGUN Neyðarlínunni barst neyðarkall frá vélarvana skemmtibáti á fjórða tímanum í gær, sem rak stjórnlaust skammt norðan við Geldinganes. Um borð voru þrír menn. Veður var nokkuð gott en vindur stóð að landi. Skólaskipið Dröfn kom skemmtibátnum til aðstoðar skömmu síðar og dró til hafnar, en þá var báturinn á reki um tvö hundruð metra frá ströndinni. Þá hafði Landhelgisgæslan sent tvö björgunarskip til aðstoðar og lögregla og björgunarsveitarmenn kannað aðstæður í fjöru á Geldinganesi og voru í viðbragðs- stöðu. - æþe Vélarvana bátur í vanda: Rak stjórnlaust að Geldinganesi HEILBRIGÐISMÁL „Þær geta komið upp úti í garði eða hvar sem er,“ segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur sem nú fást við aukinn rottugang í borginni. „Það er búið að vera afskaplega gott ástand undanfarin ár en í þessum rigningum sem hafa verið í haust hefur það versnað. Rott- urnar búa náttúrlega í holræsa- kerfinu og þangað leitar allt vatnið þegar mikið rignir. Það þrengir að rottunum og hafi þær einhverjar uppgönguleiðir þá leita þær þeirra og þá ber stundum meira á þeim,“ útskýrir Guðmundur sem segir rotturnar helst komast út þar sem lagnir séu bilaðar eða niðurföll opin. Að sögn Guðmundar ber mest á rottunum frá því vestast í borginni og austur að Elliðaám en mun síður í nýrri hverfum. Aðstæður á hverjum stað ráði því hvað gert er til að uppræta rotturnar. „Við erum með virkt eftirlit og forvarnastarf, sér í lagi yfir sumartímann þegar við höfum fleiri starfsmenn,“ segir Guðmundur og tekur fram að þrátt fyrir allt séu útköll vegna rottugangs ekki svo mörg. „Að minnsta kosti ekki miðað við víða í nágrannalöndum þar sem menn eru bara í vondum málum.“ - gar Meindýravarnir Reykjavíkur segja rottur leita upp úr holræsum í vætutíðinni: Rigningin rekur rotturnar upp ROTTA Reykvískar rottur haldast illa við í holræsum yfirfullum af vatni. LÖGREGLUMÁL Stolin skúta frá Þýskalandi hefur legið við bryggju í Hornafjarðarhöfn í rúman mánuð. Skútan fannst eftir að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra óskaði eftir að litast yrði um eftir henni í höfnum landsins að beiðni Interpol. Skútunni var siglt hingað til lands og hún boðin til kaups, en það voru vanir sjófarendur frá Hollandi sem sigldu henni hingað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talið að skútan hafi verið notuð til að smygla fíkniefnum. Alþjóðadeild Ríkislög- reglustjóra rannsakar málið í samvinnu við Interpol. - æþe Stolin skúta á Hornafirði: Á landinu í rúman mánuð SKÚTAN ELY Skútan kom til landsins fyrir rúmum mánuði, en henni var siglt til Hornafjarðar frá Þýskalandi. MYND/EYSTRAHORN Eiður ekki í Dubai Danska sjónvarpsstöðin TV2 fór með rangt mál er hún hélt því fram að ástæðan fyrir fjarveru Eiðs Smára í leiknum í gær væri sú að hann væri í fríi í Dubai. ÍÞRÓTTIR 64 VEÐRIÐ Í DAG HEIMSÓKN Í KARMELKLAUSTUR Jólaundirbúningur er víða hafinn og þar er karmelklaustrið í Hafnarfirði engin undantekning. Þar gera systir Klara, Agnes, Melkorka og aðrar nunnur sig nú klárar fyrir þátttöku í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Systurnar kvarta þó ekki undan jólastressinu sem plagar marga enda segja þær starf sitt einkennast af ró og stillingu. Allt sé unnið í kristilegum anda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Það er ekki bara hér á landi sem Íslendingar hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum. Umsvifamiklir fjárfestar eru að hasla sér völl erlendis, og einnig hefur áhugi einstaklinga á að kaupa sér íbúðir erlendis, til eigin nota og útleigu, aukist verulega. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga fólks á að taka þátt í fasteignaþró- unarverkefnum,“ segir Aðalheið- ur Karlsdóttir, einn af eigendum Eignaumboðsins. Hún segir að einstaklingar sýni einnig íbúðum erlendis verulegan áhuga og sjái þær sem raunhæfan valkost við það að kaupa sumarhús á Íslandi. Íbúð erlendis hækki meira en sumarhús hér á landi, en einnig séu endursölumöguleikarnir betri ytra. Eiríkur Hilmarsson, markaðs- stjóri hjá Proxima, hefur selt um 70 fasteignir í Búlgaríu á rúmu ári. Hann segir stefnt að því að reisa þar þrjú til fimm hundruð íbúðir á næstu þremur árum. „Því meira sem dollarinn lækk- ar, þeim mun fleiri stökkva í bát- inn og taka þátt,“ segir Tryggvi Ingólfsson, fasteignasali í Banda- ríkjunum, sem segist verða var við mikinn áhuga Íslendinga á að fjárfesta í Flórída. Sérstaklega sé mikill áhugi á Orlando, þar sem stutt sé í strendur. Hann segir að flestir greiði í reiðufé núna, því búist sé við að dollarinn muni hækka eftir næstu forseta- kosningar. Askar Capital er eitt stórtækasta íslenska félagið í erlendum fast- eignaviðskiptum. Það er nú með um 144 milljarða í slíkum verkefn- um. „Þetta er allt frá því að vera lúxusíbúðir í London, höfuðstöðvar banka í Þýskalandi, yfir það að vera heilu borgarhlutarnir á Indlandi og skýjakljúfur í Makaó,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askars Capital. - ghs/- ss sjá síðu 18 Borga fasteignir í Flórída með reiðufé Íslendingar fjárfesta í vaxandi mæli í fasteignum erlendis. Gengi dollarans ýtir undir áhuga á íbúðakaupum í Bandaríkjunum, sem og dýfa á hlutabréfamark- aði. Proxima ætlar að reisa allt að fimm hundruð íbúðir í Búlgaríu á þrem árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.