Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 39
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sonja Bent er ekki í nokkrum vafa um að kjóll sem líkist fallhlíf sé uppáhaldsflíkin hennar. Hana dreymdi um kjólinn löngu áður en hún eignaðist hann og síðast var hann á sveimi í brúðkaupi Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Sonja Bent fatahönnuður keypti kjólinn í +365 Guerrilla store sem hún rak ásamt þremur öðrum í Slippnum við Reykjavíkurhöfn í fyrra. Fyrirtækið Comme Des Garçons rekur slíkar verslanir um allan heim en þær eru eingöngu opnar í ár á hverjum stað. „Þegar ég byrjaði í Listaháskólanum gerði ég verk- efni og hélt fyrirlestur um hönnuðinn Junya Watanabe sem hannar meðal annars fyrir Comme Des Garçons. Í tengslum við það rakst ég á þennan kjól eftir hann sem er úr svokallaðri parachutes-línu. Hann minnir á fall- hlíf, með böndum og tilheyrandi. Hann er hvítur, alsettur bleikum blómum og mjög sætur. Ég féll alger- lega fyrir honum og lét mig dreyma um að eignast hann en óraði ekki fyrir því að ég myndi fara að reka verslun í samstarfi við fyrirtækið,“ segir Sonja. Þegar hún fór svo að panta inn fyrir búðina óskaði hún eftir kjólnum en hann kom ekki með fyrstu sendingunni. „Ég hélt þá að hann væri búinn en svo birtist hann í næstu sendingu. Ég varð ótrúlega hamingjusöm og eignaði mér hann um leið,“ segir Sonja. Aðspurð segist Sonja eingöngu nota kjólinn við mjög hátíðleg tilefni og fær hann stundum að prýða vegg í svefnherberginu til skrauts. „Vinkona mín fékk hann svo lánaðan um síðustu helgi til að fara í brúðkaupið hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Pálma og má því segja að hann sé ennþá volgur,“ segir hún og hlær. Sonja útskrifaðist sem fatahönnuður frá Lista- háskólanum í vor og er nýjasti meðlimurinn í Kirsu- berjatrénu. Þar selur hún meðal annars prjónapeysur sem byggja á japönskum origami-formum. Sonja hefur lengi leikið sér með þau form og prjónar úr þeim flókin munstur. vera@frettabladid.is Eignaðist draumakjólinn Sonja gerði verkefni um hönnuð kjólsins í Listaháskól- anum en óraði ekki fyrir því að hún myndi eignast kjól eftir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STOFUSTÁSS Margir fallegir munir eru til sem hægt er að fegra heimilið með. HEIMILI 5 HRINGRÁS TÍSKUNNAR Í gleraugnatískunni er augljóst afturhvarf til níunda áratugarins. TÍSKA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.