Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 58
 22. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● hafnarfjörður Karen Marie Jensen er fardönskukenn- ari sem kennir dönsku í Áslandsskóla. Hún segir að löngunin til að upplifa eitthvað nýtt og spennandi hafi lokkað hana til landsins. Þær væntingar hafi staðist. Karen Marie Jensen er fardönskukennari sem kennir í Áslandsskóla en kenndi þar á undan í Setbergsskóla og Hvaleyrar skóla í haust. Þetta er í þriðja sinn sem dönsku- kennari kemur hingað á vegum mennta- málaráðuneytanna á Íslandi og í Dan- mörku, sem hafa átt samstarf um verk- efnið frá árinu 1995. Hlutverk Karenar er margþætt, meðal annars að bæta færni nemenda í munnlegri og skriflegri dönsku. Hver skyldi reynsla hennar vera af kennslunni? „Ég hef unnið með verulega góðum kennurum hér, en ég held að það sé erfitt að vera kennari á Íslandi,“ segir Karen. „Mér finnst þó ekki nógu mikið af úrræðum fyrir börn sem eru greind með hegðunarvandamál og allt of algengt að þau séu sett í bekk með börnum sem ekki eiga við vanda að etja.“ Karen bætir við að íslensku börnin hafi verið örlítið feimin í upphafi þar sem hún tali enga íslensku. „En svo verða þau mjög hissa á að geta tjáð sig á dönsku,“ bætir hún við. „Það hversu góðir kennararnir þeirra eru hefur hjálpað til. En ég tel að eina leiðin til að læra tungumál sé að hlusta á það og tala það.“ Hvað skyldi hafa orðið til þess að Karen ákvað að koma hingað? „Ég þurfti á ein- hverri áskorun að halda. Fannst tímabært að rífa mig úr viðjum vanans og kanna nýja möguleika. Ísland er vinsæll ferðamanna- staður og mikið til umfjöllunar í Danmörku. Danir eru betur að átta sig á hvað er að ger- ast hér. Ekki vegna þess að Íslendingar hafa verið duglegir við að kaupa fyrirtæki í Dan- mörku, heldur skynjum við að hér er mikið að gerast. Mig langaði til að upplifa það.“ Þetta er í tólfta sinn sem dönskufarkenn- ari kemur til Íslands en fyrsta heimsókn Karenar, sem segist vera mjög hrifin af nátt- úrunni. „Ég hef ferðast yfir þveran og endi- langan hnöttinn, en ekki séð neitt í líkingu við hana. Fjöllin eru einstök. Ekki það að mig langi til að klífa þau,“ segir hún og hlær, „heldur finnst mér þau bara svo falleg.“ Karen er sömuleiðis hrifin af höfuðborgar- svæðinu og þá meðal annars vegna þess hversu margt er í boði. „Það eru svo margir menningarlegir viðburðir, núna síðast Air- waves-hátíðin. Síðan er allt svo aðgengilegt fyrir útlendinga, hvort sem það er vegna fjölmiðla eða ekki. Það er mjög auðvelt að vita hvað er á seyði.“ Karen finnst Hafnarfjörður sérlega fallegur bær og minna hana um margt á heimahagana, Esbjerg í Danmörku. „Es- bjerg er líka hafnar borg,“ segir hún. „Svo finnst mér athyglisvert að í Hafnarfirði virðist allt saman vera lítið, þótt hér búi margir, og allir virðast þekkja alla.“ En hvernig skyldi Karen verja frí- tímanum? „Við dönskukennararnir hittumst og prjónum íslenskar lopapeysur, eða reyn- um það að minnst kosti“ segir hún hlæjandi. „Um helgar könnum við síðan náttúruna. Svo finnst mér frábært að geta synt og farið í heitu pottana undir berum himni. Ég les þess á milli bækur eftir íslenska höfunda, Einar Má Guðmundsson, Kristínu Marju Baldursdóttur og fleiri.“ Karen ætlar að vera hér fram á sumar við kennslu og mun eftir það snúa heim til Dan- merkur. Hún stefnir á að koma hingað aftur næsta vetur. „Ekki spurning. Það er bara aldrei að vita nema ég kaupi mér lítið sumar- hús í nágrenni við Hafnarfjörð.“ - rve Þurfti á einhverri áskorun að halda Karen Marie Jensen ásamt nemendum í Áslandsskóla þar sem hún kennir dönsku. Hún segir börnin verða hissa þegar þau átti sig á því hversu auðvelt þau eigi með að tala dönsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjálfsagt minnast margir Sædýrasafnsins í Hafnarfirði með söknuði, en því var lokað snemma á níunda áratugnum. Margir glöddust þegar golf- klúbburinn Keilir tók síðan yfir svæðið, en þar er nú verið að ljúka framkvæmdum sem hafa staðið í ein fimmtán ár. „Við erum þessa daga að ljúka við breytingar á svæðinu sem hafa staðið yfir síðastliðin fimmtán ár. Þetta er komið í endanlegt horf hvað okkar notkun varðar,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, vallarstjóri golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, sem er nú þar sem Sædýrasafnið stóð áður, en því var sem kunnugt er lokað snemma á níunda áratugn- um. Ólafur minnist þess tíma og segir ísbirnina hafa verið með fyrstu dýrunum sem fengu að fara. „Þeir voru helsta aðdráttaraflið. Sem barni fannst mér þeir og hvalirnar langöflugastir. Eftir að birnirnir fóru lognaðist þetta smám saman út. Hér voru þó dýr örugglega í heil sjö ár eftir að lokað var, síðast kengúrur og hvalir.“ Nú eru fáar minjar um Sædýra- safnið, nema helst þrjú hús sem forsvarsmenn Keilis hafa á síðustu árum unnið að því að laga að starfs- semi golfklúbbsins. „Við höfum verið að breyta þeim,“ segir Ólafur. „Þar sem apar og ljón voru eru nú áhaldahús og verkstæði. Ísbjarn- argryfjan er upphitunarpúttflöt- ur og aðstaða fyrir ræsa við fyrsta teig. Fólk gengur því um og púttar í skjólinu sem þeir höfðu.“ Ein róttækasta breytingin var þó gerð á hvalalaug, sem var umbreytt í stóra innanhúss golfaðstöðu. „Hún var endurbyggð frá grunni í fyrra- vetur. Þannig að nú er hægt að æfa pútt og vipp inni í 20 stiga hita, sem er einstakt á Íslandi,“ segir Ólafur. „Þar sem Keiko synti áður pútta golfarar í dag.“ Forsvarsmenn Keilis vildu þó ekki eyða öllum ummmerkjum um safnið og sem dæmi fannst þeim við hæfi að halda eftir skilti þar sem á stendur „Ekki gefa dýrunum að éta, þau geta bitið“. „Við hengdum það upp á kaffistofunni í áhalda- húsinu, enda hefur öpunum í raun bara verið skipt út,“ segir Ólafur hlæjandi. „Það er líka á ensku og vekur gríðarlega athygli. Ferða- menn mynda það í gríð og erg.“ Að öðru leyti er fátt sem minnir á dýragarð, nema ef vera skyldi hróp og köll ofan af golfvellinum sem hljóma svolítið í vindinum eins og apaskrækir. Svæðið er glæsi- legt á að líta og segir Ólafur mikla ánægju vera með að klúbburinn skyldi fá það. „Þetta er náttúrulega flottasta heilsárs golfæfingasvæði sem hér fyrirfinnst í dag og svæðin sem hægt er að slá á úti eru einstök,“ segir hann og bætir við að klúbbur- inn hafi óneitanlega notið góðs af því að hafa afnot af svæðinu. - rve Púttað og vippað í ísbjarnargryfjunni Hvalasundlauginni hefur verið breytt í innanhúss golfaðstöðu sem á sér engan sinn líka á Íslandi að sögn Ólafs. Þar sem ísbirnir höfðust áður við pútta kylfingar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ísbirnir voru á sínum tíma eitt helsta aðdráttarafl Sædýrasafnsins. Gryfjunni hefur nú verið breytt í útivistarsvæði fyrir kylfinga. Mynd birt með leyfi Hafnarfjarðarbæjar. Hér sést Jón Kr. Gunnarsson, sem var á sínum tíma forstjóri Sædýrasafnsins, gefa hval í gömlu lauginni. Mynd birt með leyfi Hafnarfjarðarbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.