Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 90
62 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 10 12 7 7 12 10 12 12 16 12 14 WEDDING DAZE kl. 6 - 8 - 10 ROGUE ASSASSIN kl. 8 - 10 10 16 12 16 14 12 LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.5.20 - 8 - 10.40 LIONS FOR LAMBS kl.6 - 8 - 10 THIS IS ENGLAND kl.6 - 8 - 10 SUPERBAD kl.5.30 - 10.15 WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 WEDDING DAZE LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 LIONS FOR LAMBS kl. 8 - 10.15 BALLS OF FURY kl. 4 - 6 - 8 - 10 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 3.45 - 6 DARK IS RISING kl. 3.45 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu WEDDING DAZE kl. 6 - 8 -10 MR. WOODCOCK kl. 6 - 10.30 ELIZABETH: THE GOLDEN AGE kl. 8 EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.20 SYNDIR FEÐRANNA SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 - 10.20 VEÐRAMÓT SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.40 - 8 NÝTT Í BÍÓ! Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd með Jason Biggs úr American Pie og Isla Fisher úr Wedding Crashers! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST BRÚÐKAUPSBILUN LÍF RÓSARINNAR BORÐTENNISBULL ELÍSABET ÁSTARSORG MYRKRIÐ RÍS LOFORÐ ÚR AUSTRI ROGUE LEIGUMORÐINGI ÞETTA ER ENGLAND HR. WOODCOCK LJÓN FYRIR LÖMB - bara lúxus Sími: 553 2075 AMERICAN GANGSTER kl. 7 og 10 16 MR. WOODCOCK kl. 6, 8 og 10 L ROGUE ASSASSIN kl. 10 16 ÆVINTÝRAEYJA IBBA kl. 6 - 600 kr. L LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Hljómsveitin Bloodgroup hefur verið áberandi á íslensku tónlistar- senunni síðustu mánuði og vakið athygli fyrir dansvæna rafpoppið sitt og sérlega villta og líflega sviðsframkomu. Ég var mjög hrif- inn af sveitinni á tónleikum hennar á Pravda á Airwaves í fyrra, en eins og maður heyrir á þessari fyrstu plötu Bloodgroup hefur hún vaxið mikið síðan. Bloodgroup er íslensk-færeysk sveit, skipuð Janusi frá Þórshöfn og systkinunum Lilju, Halla og Ragga frá Egilsstöðum. Nýlega bættist reyndar fimmti meðlimur- inn Benni í hópinn, en á plötunni er sveitin enn fjögurra manna. Tónlist Bloodgroup er eins og áður segir mjög danshvetjandi raftónlist undir áhrifum frá elektrónísku danspoppi síðustu áratuga. Styrkur plötunnar felst í nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi eru þetta fínar laga- smíðar, en það er nokkuð sem stundum gleymist þegar menn eru uppteknir af grúvi og sándum. Í öðru lagi er þetta skemmtilega samsett tónlist og áhrifin koma víða að. Það er fullt af 80’s áhrifum á henni, sumt minnir á elektró- clash bylgjuna sem var áberandi fyrir þremur árum eða svo og svo eru líka greinileg áhrif frá frönsku bylgjunni, sérstaklega í laginu What I Mean sem er eins og sam- bland af Air og Daft Punk. Það telst líka kostur að Bloodgroup er greini- lega óhrædd við að láta hvað sem er flakka og hefur stuðið að leiðar- ljósi. Rappkaflinn í Moving Like a Tiger er t.d. nett hallærislegur, en virkar alveg í stuðrænu samhengi. Svo má ekki gleyma Lilju. Vaxandi söngkona með fína rödd. Bloodgroup á nokkra smelli sem eru auðvitað allir á Sticky Situat- ion. Moving Like a Tiger, Hips Again og Try On eru allt lög sem ætti að sekta útvarpsstöðvar fyrir að spila ekki, en platan er í heildina nokkuð sterk þó að þessi ellefu lög séu að sjálfsögðu ekki öll útvarps- hittarar. Inni á milli er hreinræktuð danstónlist og örlítið skrítnari laga- smíðar. Bloodgroup er augljóslega hörku- dugleg hljómsveit. Hún hefur spil- að mikið undanfarna mánuði, gefur plötuna út sjálf og er komin með samning við AWAL-fyrirtækið um dreifingu í i-Tunes verslanir á netinu. Framundan eru svo tónleikar erlendis og með sama krafti og sannfæringu og hefur einkennt sveitina síðasta ár eða svo er engin ástæða til að búast við öðru en að henni muni ganga allt í haginn. Á heildina litið er Sticky Situat- ion fín plata sem léttir lund og kemur kroppnum á hreyfingu. Ein af skemmtilegri plötum ársins. Trausti Júlíusson Með stuðið að leiðarljósi TÓNLIST Sticky Situation Bloodgroup ★★★★ Þessi fyrsta plata Bloodgroup er skemmtilega samsett og dansvæn rafpoppplata sem einkennist af flottum lagasmíðum, góðu sándi og umfram allt miklu stuði. „Mig hefur alltaf langað til þess að vera í hvítum smóking,“ segir Bubbi sem ætlar í sitt fínasta púss í tilefni nýárstónleika sinna með Stórsveit Reykjavíkur. „Mjög líklega verð ég með tvo, einn svartan og annan hvítan.“ Hann segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hann kemur fram í slíkum klæðnaði. „Ég spilaði í afmælinu hjá Ólafi í Samskipum og fór í smóking af því tilefni. Þegar þú ert með stórsveit áttu annað hvort að vera ber að ofan eða í smóking,“ segir Bubbi og er ekki lengi að útskýra af hverju hann valdi seinni kostinn í afmæli Ólafs. „Það var bara af virðingu fyrir þessum gamlingjum sem voru með mér, Bjögga Halldórs og þessu liði. Ég vildi ekki eyðileggja kvöldið fyrir þeim,“ segir hann og hlær. Bubbi segist reikna með að leigja sér fötin. „Ætli ég fari ekki til vinkvenna minna í Faxafen- inu hjá Brúðarkjólaleigu Dóru. Það er alveg 100 prósent að þær eiga hvítan smóking handa mér. Svo getur líka vel verið að ég láti bara sauma á mig – ég er drulluflottur í smóking.“ Bubbi segist hlakka til tónleikanna en Garðar Thór Cortes og Ragnar Bjarnason verða þar sérstakir gestir. „Þetta eru menn sem ég virði mikið og þykir vænt um að hafa þá með. Ég kynntist Garðari þegar við sungum saman í Carmen Negra. Hann er algjör ljúflingur og gull af manni. Slíkt hið sama er hægt að segja um Ragga. Þau falla ekki verðbréfin í þessum mönnum.“ -sók Bubbi ætlar í hvítan smóking Þorsteinn Sindri Baldvins- son, fjórtán ára strákur úr Hrafnagilsskóla á Akureyri, endurhljóðblandaði nýverið lagið Please Don´t Hate Me með Lay Low og setti það á heimasíðuna sína, myspace. com/darestone. „Ég fékk plötuna hennar í ferm- ingargjöf og hlustaði á þetta lag og varð hrifinn af því,“ segir Þor- steinn Sindri Baldvinsson sem endurhljóðblandaði nýverið lag eftir Lay Low. „Svo fór ég í tölv- una og sótti mér forrit og bjó til þetta lag á fjórum vikum. Ég hef hljóð- bland- að mjög mörg lög en þetta er aðallagið sem ég hef gert. Ég er samt alltaf að leita að nýjum lögum að gera en veit ekki alveg hvað ég geri næst.“ Lay Low er ein af uppáhalds- söngkonum Þorsteins og að sjálf- sögðu lét hann hana vita af nýja laginu í gegnum myspace-síðuna. Hann segist þó ekki hafa fengið nein viðbrögð frá henni enn sem komið er. Einu sinni sá hann Lay Low spila í Sjallanum og heillaðist gjörsamlega: „Hún stóð sig rosa- lega vel.“ Þorsteinn, sem stundum kallar sig Darestone upp á enska mát- ann, lætur sér ekki nægja að end- urhljóðblanda hin ýmsu lög heldur er hann líka í þremur hljómsveitum. Ein þeirra heitir Grasstrá þar sem hann situr við trommusettið og rokkar feitt. „Það er ekki komið nafn á hinar hljómsveitirnar, það er í vinnslu. Við stofnuðum þær til að taka þátt í Samfés,“ segir þessi efnilegi tónlistarmaður og endur- hljóðblandari. freyr@frettabladid.is Endurhljóðblandaði Lay Low TIL SKIPTANNA Bubbi Morthens kemur fram á nýárstónleikum með Stórsveit Reykjavíkur. Kóngurinn ætlar að vera í smóking og reiknar með að fá sér bæði svartan og hvítan. ÞORSTEINN SINDRI BALDVINSSON Þorsteinn Sindri endurhljóðblandaði lagið Please Don´t Hate Me með Lay Low. MYND/HEIÐA.IS LAY LOW Tónlistarkonan Lay Low er í uppáhaldi hjá Þorsteini Sindra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.