Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 91
FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2007 63 Útgáfu fyrstu plötu Gunnars Ólasonar úr Skítamótal og Sigurjóns Brink hefur verið frestað fram yfir áramót. „Við höfum ekki haft tíma til að sinna þessu eins og við ætluðum að gera,“ segir Gunnar. „Það er svo mikið að gera að við höfum ekki tíma til að taka þátt í þessu jóladiskaflóði.“ Gunnar, sem starfar sem fasteignasali, segir að engin lognmolla sé í fasteigna- bransanum þrátt fyrir að aðrir hafi viljað halda því fram. Þess vegna hafi platan orðið að bíða, auk þess sem Sigurjón hefur verið upptekinn í söngnum að undanförnu. Þeir félagar, sem gefa plötuna út sjálfir, hafa spilað töluvert saman á Hverfisbarnum á fimmtudagskvöldum og náð mjög vel saman. „Við erum búnir að vera saman í þrjú ár og spilað hingað og þangað út um allt á alls konar „eventum“. Annar spilar örvhent og hinn rétthent, þannig að það eru jöfn skipti,“ segir Gunnar. „Ég settist inn í fyrsta gítartím- ann sem örvhentur spilari en var snúið við,“ segir hann. Sigurjón hefur aftur á móti alltaf spilað örvhent. Gunnar segist ekkert ætla að svekkja sig á frestun plötunnar. „Við ætluðum að vera búnir að þessu mikið fyrr en við eigum þetta bara eftir. Við fáum að njóta góðs af því að jóladiskaflóðið verður búið og getum þá einbeitt okkur betur að okkar málum. Þetta verður íslensk partíplata með bæði „cover“-lögum og frumsömdu efni. Þetta verður eins hrátt og hægt verður að hafa það.“ - fb Enginn tími fyrir jólaflóðið NÁ VEL SAMAN Félagarnir Gunnar Ólason og Sigurjón Brink hafa spilað saman undanfarin þrjú ár við góðar undirtektir. I ADAPT Hljómsveitin I Adapt heldur útgáfutónleika á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Rokksveitin I Adapt heldur útgáfutónleika á Grand Rokk á laugardagskvöld til að fagna plötunni Chainlike Burden. Hljómsveitirnar Momentum og Retron koma einnig fram. Chainlike Burden, sem hefur fengið mjög góða dóma, verður til sölu á tónleikunum á tilboðsverði, eitt þúsund krónur. Þeir sem ekki hafa eignast plötuna geta einnig hlustað á hana á www.mammat- hin.net. Föt merkt hljómsveitinni verða jafnframt til sölu á tónleikunum gegn vægu gjaldi. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og kostar 500 krónur inn. Fagna sinni nýjustu plötu Söngparið Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir kemur fram á tónleikum í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld ásamt tólf manna stórsveit Ólafs Gauks. Þau ætla að flytja lög af nýjustu plötu sinni, Ég skemmti mér um jólin, sem fór beina leið í þriðja sæti Tónlistans aðeins örfáum dögum eftir útgáfudag. Einnig verða flutt lög af hinum „Ég skemmti mér“-plötunum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og verður boðið upp á hangikjöt í hléi ásamt malti og appelsíni. Jólastemning á Akureyri FRIÐRIK OG GUÐRÚN Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram á tónleikum á Akureyri. Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla hefur dóttur Madonnu, hinni ellefu ára gömlu Lourdes, boðist hlutverk í næstu mynd um galdrastrákinn Harry Potter sem kennd er við blendingsprinsinn. Warner Brothers hafa boðið Lourdes hlutverk í myndinni, en hún ku vera mikill aðdáandi þeirra, samkvæmt heimildar- manni The Sun. Lourdes hefur verið áberandi að undanförnu og í kjölfarið hefur tilboðum rignt yfir hana. Þar á meðal er boð um að hanna eigin fatalínu fyrir H&M. Madonna er hins vegar ekki hrifin af tilboðaflóðinu þó að Lourdes sé sátt. „Hún vill að hún eigi eins eðlilega æsku og hægt er,“ segir heimildarmaðurinn. Lourdes í Harry Potter ÁHUGASÖM Lourdes ku hafa mikinn áhuga á hlutverkinu í Harry Potter. Ferilskrá sendist á netfangið hulda@hbu.is Við erum að leita að duglegum einstak- lingum í fullt starf, hlutastarf. og jólastarf Starfið felst í almennum verslunarstörfum og ráðgjöf til viðskiptavina. Hæfniskröfur: DAY | Kringlunni | www.day.dk www.isam.is Merki ÍSAM tryggir íslenskum heimilum hagkvæmar og góðar vörur. Myllan er eitt af gæðavörumerkjum ÍSAM. Það eru engin jól án gómsætu jólatertanna frá Myllunni. Jólatertur Myllunnar eru ómissandi þáttur í jólahaldi landsmanna. Þú velur um þrjár vinsælar tegundir í öllum betri verslunum. Nú fást allar jólatertur Myllunnar bæði heilar og hálfar, með kremi, með sultu, og með sultu og kremi. Nýjung ! Jólatertur Myllunnar eru ómissandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.