Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 18
18 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI Íslendingar eiga í veru- legum í fasteignaviðskiptum í minnst nítján löndum. Þar er Askar Capital kannski stórtækasta félag- ið, en það er nú með fé í verkefnum að heildarverðmæti um 144 millj- arðar króna. Fjárfestingaverkefni Askars Capital eru um alla Austur- Evrópu, Mið-Austurlönd og í Evrópulöndunum Bretlandi, Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi. Það eru ekki bara stórir aðilar sem fjárfesta í fasteignum erlendis. Þær eru einnig í vaxandi mæli keyptar til einkanota og útleigu, fyrst og fremst á Spáni, í Búlgaríu og Danmörku. En einnig í Banda- ríkjunum, Mexíkó, Panama og á Indlandi. Nokkrar fasteignasölur hér á landi selja eignir erlendis. Eitt þeirra er Proxima, en þar er Eiríkur Hilmarsson markaðsstjóri. Hann hefur selt um 70 fasteignir í Búlgaríu á rúmu ári. „Það er mikill áhugi á eignum erlendis og fjöldinn sem kaupir sér fasteign fer stækk- andi. Þetta er ekki bundið við Búlgaríu. Íslendingar kaupa víða. Þetta er eins og að kaupa sér sum- arhús og kannski vilja einhverjir frekar kaupa sér hús erlendis en sumarhús á Íslandi,“ segir hann. Proxima er um þessar mundir að ganga frá kaupum á lóðum í Búlgaríu og ætlar að byggja þar þrjú til fimmhundruð íbúðir á næstu þremur árum. Eiríkur segir að þær íbúðir verði jafnt til sölu fyrir heimamenn sem Íslendinga. Þá selur Eignaumboðið hús á Spáni og í Marokkó auk þess að taka þátt í uppbyggingu fyrir heimamarkað í Slóvakíu. „Við finn- um fyrir vaxandi áhuga fólks á að taka þátt í fasteignaþróunarverk- efnum,“ segir Aðalheiður Karls- dóttir, einn af eigendum Eigna- umboðsins. „Sérstaklega fundum við kipp eftir að hlutabréfamarkað- urinn tók dýfu niður á við. Hún segir að fasteignaverð hafi haldið sér betur til lengri tíma litið og hækkunin sé stöðug. Fólk horfi til þess að hlutabréfamarkaðurinn sé sveiflukenndari og vildi dreifa áhættunni. Aðalheiður segir að horft sé til þess að íbúð erlendis sé raunhæfur möguleiki, sé miðað við fjárfest- ingu í sumarhúsum. Íbúð erlendis hækki meira í verði og endursölu- möguleikar séu betri en sumarhús á Íslandi. Þá fjárfesti sumir í fleiri íbúðum og skapi sér tekjur með því að leigja þær út. Í Flórída finnur Tryggvi Ingólfs- son fasteignasali fyrir miklum áhuga Íslendinga á eignum. Sér- staklega í Orlando þar sem stutt er í strendurnar. „Markaðurinn er frosinn í Bandaríkjunum núna. Salan hefur sums staðar dregist saman um tuttugu til fjörtíu prósent,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að aldrei hafi verið eins mikið að gera og að flestir greiði fyrir fasteignina í reiðufé því búist sé við að dollarinn hækki eftir næstu forsetakosningar. Hann telur að gengi dollarans gagnvart krónunni nú ýti undir áhuga Íslendinga. „Fólk flytur gjaldeyri töluvert á milli landa til að fá ávöxtun á gjald- eyrinn og freista þess að njóta gengismunar síðar,“ segir Guðrún Hulda Ólafsdóttir, lögmaður og fasteignasali. Hún aðstoðar við kaup á lóðum og við byggingafram- kvæmdir í Tyrklandi, í samstarfi við tyrkneskan fasteignasala. Hún segir að það séu einkum Bretar sem kaupi íbúðir í byggingu í Tyrk- landi. Fyrir þær sé verið að borga um sex milljónir króna. Hún segir að í Tyrklandi við- gangist enn að fasteignamat sé í ósamræmi við raunvirði eigna og skattbyrðin því minni. „Í Tyrklandi eru nokkur góð ár eftir til að fjár- festa en þó horfir það til breytinga þar sem aukin eftirspurn kallar jú á hækkandi fasteignaverð auk þess sem Tyrkland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Í dag greiða íbúðaeigendur sáralítil gjöld af eignum sínum í Tyrklandi.“ ghs@frettabladid.is Fjárfest í fasteignum í 19 löndum Íslendingar eiga í fasteignaviðskiptum í minnst nítján löndum og hafa meðal annars keypt lóðir og byggt hundruð fasteigna í Búlgar- íu og Tyrklandi. Askar Capital reisir borgarhluta í Indlandi og skýjakljúf í Makaó. Gengi dollarans ýtir undir áhuga á íbúðakaupum í Bandaríkjunum. VIÐSKIPTI Askar Capital tekur þátt í fasteignaþróunarverkefnum úti um allan heim og er sennilega í hópi stærstu félaganna á þessu sviði. „Þetta er allt frá því að vera lúxusíbúðir í London, höfuðstöðvar banka í Þýskalandi yfir í það að vera heilu borgarhlutarnir á Indlandi og skýjakljúfur í Makaó,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri Askars Capital. Félagið hefur um 600 milljónir dollara í eiginfé, eða 2.400 milljónir dollara að heildarverðmæti, í fasteignaþróunarverkefnum erlendis. Tryggvi Þór segir eignirnar vera úti um allan heim, í Bandaríkj- unum, Makaó, Hong Kong, Singapúr, Indlandi, Dubai, bæði í Vestur- og Austur-Evrópulöndum sem og í Miðausturlöndunum. Á Indlandi einu saman er verið að byggja heilt borgarhverfi með 3.500 einbýlishús- um, golfvelli, heilsugæslustöð og öðrum þjónustubyggingum. Tryggvi Þór segir stílað inn á 25-30 prósenta ávöxtun. Hugmynd að fasteignaþróunarverkefnum sé kynnt félaginu, það leiti eftir fjármögnun í hugmyndina og reki síðan verkefnið meðan verið er að byggja fasteignina. „Við ráðleggjum svo fjárfestinum hvenær hann á að fara út úr verkefn- inu til að hagnast sem mest,“ segir Tryggvi Þór. Askar er í samstarfi við ýmis félög, til dæmis Landsbankann, Kaupþing, Glitni, Icebank og Saga Capital. - ghs Fasteignaþróunarverkefni á vegum Askars Capital um allan heim: Skýjakljúfur og lúxusíbúðir TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON „Við ráðleggjum svo fjárfestinum hvenær hann á að fara út,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Aska Capital. Fasteignaverð erlendis er misjafnt eftir löndum. Ódýrustu fasteignirnar er hægt að fá fyrir 4-7 milljónir, fínt raðhús má fá fyrir 15-16 milljónir króna. Lúxusíbúð í Panama fæst fyrir 18 milljónir króna. Fasteignina er hægt að leigja út og fá af því leigutekjur. Hús eða íbúð erlendis er því að vissu leyti talin betri fjárfestingakostur því að fólk leigi yfirleitt ekki út sumarbústaðina sína auk þess sem endursölumöguleikar sumarbústaða geta verið óvissir hér á landi. LEIGIR EKKI ÚT SUMARBÚSTAÐINA Einstaklingar sem kaupa íbúð í byggingu þurfa ekki að fjármagna nema hluta af kaupverðinu sjálfir, eða tíu til þrjátíu prósent. Meðan íbúðin er í byggingu hækkar hún í verði og kemur verðhækkunin sem hagnaður í hlut kaupandans. Fasteignakaupin eiga sér oftast stað í evrum nema náttúrulega í Banda- ríkjunum. Þar er greitt í dollurum. Fjárfestar, sem vilja taka bankalán, taka þau oftast í íslenskum bönkum. Það er þó ekki algilt og misjafnt eftir löndum hvað hentar. OFTAST Í EVRUM íslenska félagið Askar Capital er sennilega einna stórtækast í fasteignauppbyggingu erlendis. Sem dæmi um þróunarverkefni má nefna einn skýjakljúf af átta í byggingu í Makaó. Í skýjakljúfnum verður spilavíti, hótel og verslunar- miðstöð. Askar tekur einnig þátt í uppbyggingu borgarhluta í Navi Mumbai, eða nýju Bombay, á Indlandi. Um lokað hverfi er að ræða með 3.500 einbýlishúsum, golfvelli, heilsugæslustöð og slíku. Eignaumboðið selur Íslend- ingum fasteignir á ströndinni á Spáni og í Marokkó. Í Bratislava í Slóvakíu er eingöngu stílað inn á heimamarkað. Smáir og stórir fjárfestar taka þátt í þessari upp- byggingu. SKÝJAKLJÚFUR OG BORGARHLUTI Fasteignaverð erlendis er oft á bilinu 3,5 milljónir króna upp í 12 milljónir á íbúð eða hús og jafnvel upp í 18 milljónir fyrir lúxusíbúð í Panama. Fasteignaviðskiptin fara yfirleitt fram í evrum eða öðrum evrópskum gjald- eyri og fjármögnunin gjarnan í gegnum íslenska banka. Hagnaðurinn getur orðið verulegur. Bandarískur fasteignamarkaður er frosinn um þessar mundir og verðið því óvenjulágt, ekki síst vegna gengisins. 3-12 MILLJÓNIR FYRIR ÍBÚÐ VILL DREIFA ÁHÆTTUNNI Hlutabréfa- markaðurinn sveiflast meira. Fólk er farið að horfa á þetta og vill dreifa áhættunni,“ segir Aðalheiður Karls- dóttir fasteignasali. NOKKUÐ GÓÐ ÁR EFTIR „Í Tyrklandi eru nokkur góð ár eftir til að fjár- festa,“ segir Guðrún Hulda Ólafs- dóttir fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.