Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 26
26 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR 36 17 Úrskurðir alls Ekki brot Svona erum við > Siðanefnd blaðamannafélags Ísland fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is 24 15 20 1337 17 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum, þar á meðal íslensku krónunni, hefur farið lækkandi að undanförnu. Gengi hans hefur aldrei verið eins lágt gagnvart evrunni. Á fundi OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkja, í Sádi-Arabíu á dögunum kallaði Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti dollarann „verðlausan pappír“, en þar sem olíuviðskipti í heiminum fara að mestu fram í dollurum kemur rýrnandi verðgildi hans illa við olíuframleiðsluríkin. Það kemur reyndar illa við öll þau fjölmörgu ríki heims, sem hafa megnið af gjaldeyrisforða sínum í dollurum. Hvað veldur þessum veikleika dollar- ans? Gengi dollarans hefur reyndar verið að falla allt frá því snemma á árinu 2002. Síðan þá hefur það fallið um fjórðung gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims. Nú er vandinn sá að gengið hefur fallið hraðar frá því síðla sumars í ár. Kreppan á húsnæðislánamarkaði í Banda- ríkjunum, sem skall á í ágúst, hrelldi erlenda fjárfesta og ýtti þeim til að færa fjárfestingar frá Bandaríkjamarkaði. Því dró úr eftirspurn eftir dollaranum og gengið féll. Stýrivaxtahækkun banda- ríska seðlabankans ýtti enn undir flótta erlendra fjárfesta frá dollaranum, þar sem þeir færðu fjárfestingar sínar til landa með hærra vaxtastig. Hver er hættan ef þetta heldur áfram? Svo lengi sem gengisfallið er hægt og sígandi telja hagfræðingar það ekki mikið áhyggju- efni, þar sem það ýtir undir útflutning frá Bandaríkjunum og dregur úr viðskiptahallan- um vestra, sem hefur náð methæðum á síð- ustu árum. En falli gengið meira en góðu hófi gegnir gæti það ýtt stjórnvöldum í löndum með stóra gjaldeyrisforða í dollurum til að skipta úr dollaranum í aðra og stöðugri „harða“ gjaldmiðla svo sem evruna. Nefna má að Kína á dollaraforða upp á 1.430 milljarða. Slíkur stórflótti frá dollaranum gæti valdið hruni á banda- ríska verðbréfamarkaðinum og keyrt vaxtastig þar upp, þegar eftirspurn eftir banda- rískum skuldabréfum hrynur. Slík atburðarás gæti valdið efnahagskreppu vestra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir efnahagskerfi heimsins. FBL-GREINING: FALL BANDARÍKJADALS Fjarar undan heimsgjaldmiðlinum Fjöldi þess fólks sem talið er smitað af HIV-veirunni í heiminum féll úr nærri 40 milljónum í fyrra í 33,2 milljónir á þessu ári, að því er fulltrúar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, greina frá. Þetta hljómar eins og mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn frekari útbreiðslu sjúkdómsins, en þegar nánar er að gáð eru framfarirnar nær einvörðungu á pappírnum. Fyrri tölur ýktar Fyrra mat á fjölda smitaðra var að mestu ýkt frá þeim tölum sem hægt var að fá staðfestar. Hinar nýju tölur Eyðnideildar WHO byggjast á nýrri aðferðafræði. Þær sýna þó að hægt hefur á útbreiðslu sjúk- dómsins. „Í fyrsta sinn sjáum við fækkun eyðnidauðsfalla í heiminum,“ hefur AP eftir Kevin De Cock, yfirmanni Eyðnideildar WHO. Árleg skýrsla WHO og eyðni- stofnunar SÞ, UNAIDS, var birt í gær, miðvikudag, í kjölfar þess að hafa stefnt saman sérfræðingum frá öllum heimshornum á ráðstefnu í Genf til að leggja mat á þær aðferðir sem beitt er til að finna út úr því hve margir eru smitaðir. Stærsti hluti samdráttarins í heildarfjölda smitaðra er vegna endurskoðaðra talna frá Indlandi. Fyrr á þessu ári var áætlaður fjöldi smitaðra Indverja lækkaður um helming, úr um sex milljónum í um þrjár. Afganginn af samdrættinum er að rekja til nýrra talna frá ýmsum löndum Afríku sunnan Sahara. Fulltrúar SÞ gátu ekki útilokað að áætlaður fjöldi HIV-smitaðra yrði lækkaður enn frekar. Í nýju skýrslunni segja þeir að á þessu ári hafi um tvær og hálf milljón manna smitast af HIV. Fyrir fáeinum árum var sjá fjöldi áætlaður um fimm milljónir. Gallaðar viðmiðunarupplýsingar Fyrri áætlunartölur voru að miklu leyti byggðar á upplýsingum um fjölda smitaðra barnshafandi kvenna og frá fæðingardeildum sjúkrahúsa, svo og á hlutfalli vissra áhættuhópa svo sem fíkniefna- neytenda af heildaríbúafjölda í hverju landi. Nú segja fulltrúar WHO að þessar tölur hafi verið gallaðar og nú séu fleiri viðmiðunar- tölur teknar inn í útreikningana, svo sem úr landskönnunum á sam- setningu heimila. Fulltrúar WHO benda jafnframt á að þótt heildar- fjöldi smitaðra í heiminum sé að dragast saman sé gríðarlegur munur á milli heimshluta. Löndin sunnan Sahara eru eftir sem áður það svæði þar sem eyðnifaraldur- inn veldur mestu tjóni. Eyðni er þar algengasta dánarorsökin, bæði meðal karla, kvenna og barna. Annars staðar í heiminum takmark- ast smit að mestu við samkyn- hneigða karlmenn, sprautufíkla og fólk sem stundar vændi. Hámarki náð fyrir áratug Að sögn fulltrúa SÞ-stofnananna er framfara þó farið að gæta. Heims- útbreiðsla sjúkdómsins hafi náð hámarki seint á tíunda áratugnum. „Það eru nokkur atriði í nýju tölun- um sem gefa ástæðu til bjartsýni,“ segir De Cock. Hinar fallandi tölur yfir heildarfjölda smitaðra og fjölda nýsmitaðra bæru því vitni að sumar af aðgerðum SÞ í baráttunni við sjúkdóminn séu að skila árangri. Þessu eru ekki allir sammála. Sumir gagnrýnendur hafa sakað SÞ-stofnanirnar um að blása upp tölur sínar um fjölda smitaðra og að hinar endurskoðuðu tölur hefðu löngu átt að vera komnar fram. „Þeir voru loks staðnir að verki með buxurnar á hælunum,“ segir Jim Chin, prófessor í faraldurs- fræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Chin er fyrrverandi emb- ættismaður hjá WHO og höfundur bókarinnar „Alnæmisfaraldurinn: Árekstur faraldursfræðinnar og pólitískrar rétthugsunar“. Chin segir að erfitt sé að meta hvort hinar fallandi tölur yfir smitaða væru vitnisburður um að meðferð við sjúkdómnum og forvarnir væru að skila árangri, eða hvort lækkun- ina væri eingöngu að rekja til eðli- legrar leiðréttingar á áður uppblásnum tölum. Spurning um fjárveitingar Diane Halperin, alnæmis-farald- ursfræðingur við Harvard School of Public Health, segir að jafnvel hinar endurskoðuðu tölur séu senni- lega „í hærri kantinum“. Hún tók þátt í sérfræðingaráðstefnu WHO/ UNAIDS í Genf í síðustu viku þar sem farið var yfir matsaðferðirnar og segir að nýja matið sé að færast mun nær sannanlega réttum tölum. En þar sem háar tölur í lýðheilsu- málum þýða meiri fjárveitingar kunna fulltrúar SÞ-stofnananna að vera hikandi við að viðurkenna að vandinn hafi verið ofmetinn, þar sem það myndi þýða að minna fé yrði varið til starfa þeirra. Aðrir sérfræðingar segja að jafn- vel með hinu lækkaða mati sé alnæmisvandinn gríðarlegur og hann kalli á mun meiri aðgerðir til að unnt verði að ráða niðurlögum hans. „Við erum enn að bregðast í viðbrögðum okkar við vandanum,“ segir Paul Zeitz, framkvæmda- stjóri Global AIDS Alliance, óháð- um hjálparsamtökum sem helga sig baráttunni gegn alnæmisvandanum. „Heildarútbreiðsla HIV-smits kann að hafa náð jafnvægi, en við horfum upp á milljónir nýrra smit tilfella og það er ekki kominn tími til að slá slöku við í þessari baráttu.“ HIV-smituðum fer fækkandi HLAUPIÐ GEGN HIV Starfsmenn Rauða krossins hlaupa í þágu baráttunnar gegn HIV í Beirút-maraþoninu í Líbanon á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1985-1989 1990-1994 1995-1999 2000-2004 Hlýnandi loftslag hefur haft þau áhrif í öðrum löndum Evrópu að nýjum köngu- lóategundum snarfjölgar þar. Erling Ólafsson er skordýrafræðingur. Hversu raunveru- legar líkur eru á að þessi þróun verði hér á landi? Við þurfum að bíða eftir mun hlýnandi loftslagi og það dálítið mikið lengur. Við erum að tala um að þetta sé að gerast suður við Miðjarðarhaf. Það er heldur ekki mikið þótt tegundum fjölgi um tvær til fjórar á ári. Hvar gerist þetta helst? Auðvitað gerist þetta fyrst þar sem hlýjast er. Hættulegu tegundir eru langflestar hitabeltistegundir af suðlægari slóðum. Hins vegar erum við að fá nýjar tegundir en þær eru ekki hættulegar. Hversu hratt nema þær land? Þegar kvikindin ná að berast og aðstæðurnar henta þá geta þær verið ansi fljótar að hreiðra um sig. Innan tíu ára geta þær verið orðnar virkilega áberandi. ERLING ÓLAFS- SON Skordýra- fræðingur. SPURT & SVARAÐ KÖNGULÓATEGUNDUM FJÖLGAR Í EVRÓPU Áberandi innan tíu ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.