Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 6
6 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn ESB kynnti á þriðjudag fyrirhugað- ar umbætur á landbúnaðarstefnu sambandsins þar sem markmiðið er að lagfæra styrkjakerfið og gera landbúnað umhverfisvænni. Lagt er til að beinir fjárstyrkir til landeigenda verði minnkaðir og sparnaðurinn nýttur til þróunar- verkefna í dreifbýli. Landbúnaðarráðherrar ESB- ríkja, fulltrúar bænda og fleiri munu ræða áætlunina næstu mánuði. Sem hlutfall af heildartekj- um bænda í ESB eru landbúnaðar- styrkir að meðaltali um þriðjungur en sama hlutfall á Íslandi er um tvöfalt hærra. - sdg Landbúnaðarstefna ESB: Umbætur á styrkjakerfi FINNLAND Umönnunarstarfsmenn í Finnlandi hafa hætt við að ganga út af stærstu sjúkrahúsunum í landinu. Þeir fengu tilboð frá vinnuveitendum sem samþykkt var á mánudag. Að sögn Helsingin Sanomat hljóðar tilboðið meðal annars upp á 22-28 prósenta launahækkun og jólabónus. Stærstu sjúkrahúsin höfðu dregið saman starfsemi sína vegna verkfallsins og tekur það hátt í þrjá daga að koma starf- seminni aftur í eðlilegt horf. - ghs Sjúkrahúsin í Finnlandi: Í eðlilegt horf á þremur dögum STEFNDI Í ÓEFNI Mejlan-sjúkrahúsið í Helsinki. DÓMSMÁL Rétt liðlega sautján ára piltur er ákærður fyrir hylmingu þýfis og fjögur innbrot í íbúðarhús- næði í Reykjavík á fjögurra mánaða tímabili á þessu ári. Brotin framdi pilturinn ýmist einsamall eða í félagi við aðra, en málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn beitti ávallt sömu aðferð við innbrotin og spennti upp opnanlega glugga með kúbeini og skreið inn um þá inn í húsin og lét þar greipar sópa. Fyrsta innbrotið átti sér stað í janúar, en þá hafði pilturinn á brott með sér fartölvur, stafrænar myndavélar og annað verðmæti að andvirði um sex hundruð þúsund króna. Í öðru innbrotinu hafði pilturinn ekki jafn mikið upp úr krafsinu, því þar stal hann einungis tyggjópakka og sparibauk sem innhélt um tíu þúsund krónur. Verðmæti þýfisins úr innbrotunum fjórum er rúmlega ein milljón króna, en það samanstóð aðallega af tæknibúnaði og raftækjum. Þá er pilturinn ákærður fyrir hylmingu, en á heimili hans fannst þýfi í janúar. Pilturinn játaði sök fyrir dómi í gær og var málið tekið til dóms, en dómur verður upp kveðinn síðar í þessari viku. - æþe Sautján ára piltur ákærður fyrir hylmingu og fjögur innbrot í Reykjavík: Þýfi fyrir rúma milljón króna MÆLING HEIMSINS EFTIR DANIEL KEHLMANN STÓRFENGLEGT MEISTARAVERK SKEMMTILESTUR AF BESTU GERÐ Mæling heimsins er sambland af vísinda- sögu og lygasögu. Bókin er skrifuð af stór- hug og er skemmtilestur af bestu gerð, full af litlum athugunum sem kitla hug- ann svo mann langar mest til að hrópa af fögnuði. Mæling heimsins var næst mest selda skáldsaga heims árið 2006. 1.SÆTI Á METS ÖLULIS TA EYMUN DSSON REYKJAVÍK Samningur Reykjavík- ur og innheimtuþjónustunnar Momentum og Gjaldheimtunnar ehf., um innheimtu vangoldinna fasteignagjalda, var gerður án útboðs á sínum tíma. Í svari frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkur kemur fram að þetta sé „í reynd þróunarverkefni“ og þau séu, almennt séð, ekki útboðs- skyld. Ekki fylgir svarinu hvaða rök voru fyrir því að bjóða verkið ekki út, þótt leitað hafi verið eftir þeim sérstaklega. Um ræðir innheimtu sem áður var á vegum Tollstjóra. Skuldarar greiddu þá einungis dráttar- vexti, þegar þeir gerðu upp. Fréttablaðið hefur greint frá dæmi um að kostnaður þeirra hafi aukist um allt að 43 prósent, vegna innheimtukostnaðar og ítrekunargjalda Momentum. Þá eru sjálfir dráttarvextirnir ekki taldir með. Fjármálaskrifstofan tilgreinir ekki nákvæmlega hvaða fyrir- tæki hafi komið til greina, þegar ákveðið var að semja við Mom- entum, en segir „þau fyrirtæki“ sem bjóði þjónustu milli-inn- heimtu krafna og lögfræði-inn- heimtu hafa komið til álita. Það hafi verið borgarráð sem tók ákvörðun um að skipta við Momentum „á grundvelli verð- lagningar.“ Spurð hvort gerð hafi verið verðkönnun hjá öllum viðlíka fyrirtækjum, svarar skrifstofan að gerð hafi verið „óformleg könnun á verði og starfsemi helstu fyrirtækja“. Þegar skrifstofan var spurð hvort sjónarmið um neytenda- vernd hefðu verið höfð til hlið- sjónar við þessa ákvörðun, svar- aði hún að með breyttu fyrirkomulagi væri verið „að færa innheimtukostnað yfir á gjaldendur sem eru í vanskilum, í stað þess að deila þessum kostn- aði á alla greiðendur.“ Þannig eigi breytingin að vera „íviln- andi“ fyrir greiðendur fasteigna- gjalda. Skrifstofan fullyrðir að kostn- aður vegna innheimtunnar hafi lækkað um 37 prósent að raun- virði milli ára, eftir að farið var að skipta við Momentum og Gjaldheimtuna. Ekki er greint frá því hversu há sú upphæð er né hvernig hún er reiknuð út. klemens@frettabladid.is Innheimtuþjónustan var ekki boðin út Samið var beint við einkafyrirtæki um nýtt fyrirkomulag við innheimtu van- goldinna fasteignagjalda. Ekki fást upplýsingar um hvers vegna ekki var leitað til annarra eftir tilboði í verkefnið. Borgarráð tók ákvörðun um viðskiptin. RÁÐHÚSIÐ Eftir því sem næst verður komist var skuldurum var ekki tilkynnt um breytt fyrirkomulag innheimtu, nema í smáa letrinu neðst á fylgiseðli álagningaseð- ils. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KJÖRKASSINN SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Álftaness átelur að ekki skuli hafa verið haft meira samráð við sveitarfélögin í landinu og samtök þeirra um gerð frum- varps til laga um almannavarnir. „Það er eitt af verkefnum sveitarfélaganna að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir og því eiga almannavarnir að vera í órjúfanlegu ferli á vettvangi þeirra,“ segir sam- hljóða bæjarráð. „Í samræmi við þetta á forræði almannavarna á friðartímum að vera í héraði og varast ber þá stefnumörkun sem sett er í frumvarpinu að gera hlutverk ríkisvaldsins enn víðtækara en er í gildandi lögum.“ Bæjarráðið lýsir vonbrigðum með áherslur í frumvarpinu. - gar Bæjarráð um almannavarnir: Forræðið sé hjá sveitarfélögum VIÐSKIPTI Í nýrri skýrslu um fram- þróun og stöðu íslenska fjármála- kerfisins kemur fram að fjármála- fyrirtæki séu vel í stakk búin til að mæta erfiðleikum sem nú steðjar að á alþjóðlegum mörkuðum. Ástæðan sé meðal annars sú að fjármálafyrirtækin brugðust vel við gagnrýni sem sett var fram á þau snemma árs 2006. Skýrslan var unnin af Richard Portes, prófessor við London Bus- iness School, og Friðriki Má Bald- urssyni, prófessor við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við Frosta Ólafsson, hagfræðing Viðskipta- ráðs. Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sem kostaði skýrsluna, segir að þeir Portes hafi fengið frjálsar hendur. Niðurstaðan sé ekki pöntuð enda mikilvægt að fá raunsanna grein- ingu á stöðu efna- hagslífsins og fjár- málafyrirtækja. Skýrslan var kynnt í London í gær þar sem starfsmenn erlendra fjármálafyrirtækja og greiningar- aðilar lánshæfismatsfyrirtækja mættu. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra lýsti stöðu íslensks efna- hagslífs. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir góða stöðu bankanna beri þeir áhættuálag í fjármögnun sinni sem virðist fremur hafa með þjóðerni þeirra að gera en styrk- leika og rekstrarhorfur. „Þrátt fyrir að viðkomandi hag- vísar gefi fulla ástæðu til að vera á verði gagnvart samkeppnis- hæfni hagkerfisins virðist fjár- málakerfið vel í stakk búið til að mæta ytri áföllum í íslensku hag- kerfi. Þar vegur þungt sú dreifing áhættu sem alþjóðavæðing þess hefur haft í för með sér og enn fremur hafa stærstu markaðsaðil- arnir varið sig gagnvart flestum veigamestu áhrifaþáttum íslensks hagkerfis,“ segir í samantekt. - bg Skýrsla um framþróun og stöðu íslenska fjármálakerfisins kynnt í London í gær: Fjármálafyrirtækin standa vel FINNUR ODDSSON Var rétt að loka torrent.is? Já 35,1% Nei 64,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fannst þér landslið Íslands spila betur undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.