Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 98
70 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Adriano Leite Ribeiro, 25 ára leikmaður Inter í ítölsku Serie A deildinni og brasilíska landsliðs- ins, þvertók fyrir það að eiga í vandræðum með áfengisneyslu sína í nýlegu viðtali við brasilíska blaðamenn. Adriano er staddur við æfingar í Sao Paolo í Brasilíu um þessar mundir. „Ég er staddur í heimalandi mínu til þess að finna neistann og byrja að brosa aftur þannig að ég geti byrjað að spila góðan fótbolta á nýjan leik og það hefur ekkert að gera með að ég eigi við einhvern drykkjuvanda að etja,“ sagði Adriano. „Ég kann Inter aftur á móti bestu þakkir fyrir að leyfa mér að átta mig á hlutunum og ég er þakk látur félaginu fyrir allt sem það hefur gert fyrir mig.“ Adriano er nú orðaður við lið Sao Paolo í brasilískum fjöl- miðlum og þar er talið líklegt að eitthvað muni gerast í þeim efnum þegar félagsskiptaglugginn verður opnaður í janúar þrátt fyrir ítrekaðar staðhæfingar Massimo Moratti, forseta Inter, síðast í gær í viðtali við Corriere dello Sport, að Adriano sé alls ekki á förum frá félaginu. - óþ Ítalski fótboltinn: Adriano að átta sig á hlutunum GLAUMGOSI Adriano hefur verið þekktur fyrir að stunda skemmtanalífið að fullu utan vallar og er nú búinn að missa neistann innan vallar. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI David Sullivan, meðeig- andi enska úrvalsdeildarliðsins Birmingham, staðfesti í viðtali við staðarblaðið Birmingham Mail að Birmingham hefði boðið þjálfara heimsmeistaraliðs Ítala, Marcello Lippi, stöðu knatt- spyrnustjóra hjá liðinu. „Ég get staðfest að Lippi neitaði boði okkar. Þetta er engin fjölmiðlabrella, hann er á lausu og við viljum fá stjóra á hans mælikvarða til þess að taka við Birmingham,“ sagði Sullivan en Martin Jol, fyrrverandi stjóri Tottenham, neitaði einnig boði um að taka við Birmingham-liðinu fyrir stuttu. - óþ Enska úrvalsdeildin: Lippi neitaði Birmingham NEI TAKK Marcello Lippi bíður eftir rétta liðinu til þess að taka við, en hann afþakkaði boð Birmingham á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY SUND Uppskeruhátíð Sundsam- bands Íslands var haldin á Broadway á dögunum þar sem fagnað var góðum árangri á bæði nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti og árinu í heild og fremsta sundfólk landsins verðlaunað. Sundmaður ársins var valinn Örn Arnarson, SH, en hann náði bestum samanlögðum árangri í 25 og 50 metra laug á líðandi sundári, en hann hlaut jafnframt verðlaun fyrir besta afrek karla á Íslandsmeistaramótinu þegar hann synti 100 metra skriðsund á tímanum 48,42 sekúndur. Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, var valin sundkona ársins en hún fór til að mynda miklum ham- förum á Íslandsmeistaramótinu um síðustu helgi. Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, hlaut hins vegar verðlaun fyrir mesta afrek kvenna á Íslandsmeistaramótinu þegar hún synti 100 metra fjórsund á tímanum 1:02,71 sekúndu og setti nýtt Íslandsmet. Meðal annarra verðlauna á uppskeruhátíðinni má nefna að Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá ÍRB, var valinn þjálfari ársins annað árið í röð og Haraldur Hreggviðsson hjá ÍRB var valinn dómari ársins. Sunddeild Breiðabliks fékk svo hvatningar- verðlaun fyrir að hafa endur- skipulagt æfingarumhverfi sitt og innri starfsemi. - óþ Uppskeruhátíð SSÍ: Örn og Ragn- heiður best ÖFLUG Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, var valin besta sundkona ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NFL Michael Vick, fyrrum leikstjórnandi Atlanta Falcons, hóf afplánun sína í fangelsi á mánudag af fúsum og frjálsum vilja þó svo það sé ekki enn búið að dæma hann til fangelsisvistar. Dómur yfir Vick verður kveðinn upp 10. desember næstkomandi en hann á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir slæma meðferð á hundum og ólöglega veðmálastarfsemi. Með því að hefja afplánun snemma vonast Vick til þess að fá vægari dóm en almennt er talið að hann verði dæmdur í 12-18 mánaða fangelsi. Ákæruvaldið hefur síðan farið fram á að allt að 1 milljón dollara af fé Vicks verði fryst og notað í þágu hundanna sem Vick og félagar fóru illa með á sínum tíma. - hbg Michael Vick: Farinn í fangelsi MICHAEL VICK Á enn dygga stuðnings- menn sem styðja hann í blíðu og stríðu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI David Winnie, fyrrver- andi leikmaður og þjálfari KR, hefur snúið sér að lögfræðistörf- um og hafið störf sem lærlingur hjá lögmannsstofu í Skotlandi. Winnie hefur verið að læra lögfræði og hagfræði síðustu ár og er nú kominn í fullt starf. Hann spilar enn fótbolta með liði í hverfinu sínu. - hbg David Winnie: Snýr sér að lög- fræðistörfum Erfitt kvöld hjá Íslendingum Það gekk erfiðlega hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu á Parken í gærkvöldi. Það er ljóst að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á verk að vinna. ERFITT Gunnar Heiðar Þorvaldsson (minni mynd) var duglegur í gær. Hermann Hreiðarsson sést svo senda Dönum tóninn á stærri myndinni. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST SVONA, SVONA KALLINN MINN Bjarni Sigurðsson markvarðaþjálfari sést hér hughreysta Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara á Parken í gær. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST HANDBOLTI Akureyringum tókst ekki að hirða stig af HK norðan heiða í DHL-deild karla í hand- bolta í gær. Gengi þeirra hefur verið dapurt í vetur og það var einkennandi fyrir liðið í 27-26 tap- inu í gær að Magnús Stefánsson skyldi brenna af góðu færi á loka- sekúndunum fyrir Akureyri. Leikurinn var hraður en röð mistaka gerði vart við sig fyrir vikið, þá sér í lagi hjá gestunum sem misstu boltann klaufalega í sókninni hvað eftir annað. Akur- eyri komst í 4-1 áður en HK-ingar vöknuðu og réttu úr kútnum. Þeir þéttu vörnina og heima- mönnum gekk hreinlega illa að láta reyna á Petkevicius þar sem vörn HK varði fjölda skota. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn afspyrnuilla og engu líkara var en HK ætlaði að jarða þá strax í upphafi. HK komst í fimm marka forskot en markvarsla Akureyrar fram að þeim tíma- punkti var ömurleg. Heimamenn gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn með baráttu og eljusemi í eitt mark. Lokasekúndurnar voru spenn- andi. HK gerði röð mistaka og Akureyri gat jafnað leikinn þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Magnúsi brást þá aftur á móti bogalistin og leikmenn HK fögn- uðu tæpum sigri, 27-26, og eru því aðeins einu stigi á eftir Haukum á toppi deildarinnar. „Ég var orðinn skíthræddur um að við myndum klúðra þessu. Við vorum klaufar undir lokin og hleyptum þeim aftur inn í leikinn en ég er virkilega ánægður með að klára þetta og þetta sýndi karakt- erinn í liðinu okkar,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, í síma- viðtali við blaðamann þar sem HK-ingar hlupu í sturtu til að ná fluginu sínu til Reykjavíkur. Sævar Árnason, þjálfari Akur- eyrar, var ómyrkur í máli í leiks- lok. „Þetta er sérstaklega sárt af því að við vorum svo rosalega nálægt því að fá eitthvað út úr þessu. Maður er gráti næst. Ég er orðinn leiður á þessu og það er ekki gaman að tapa svona,“ sagði Sævar sem hrósaði einnig Einari Loga, verðskuldað, fyrir góðan leik. - hþh Akureyringar töpuðu enn einum leiknum á heimavelli í gær, nú gegn HK: Sama gamla sagan hjá Akureyri MARK Augustas Strazdas skorar hér fyrir HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PEDROMYNDIR.IS AKUREYRI-HK 26-27 Mörk Akureyrar (skot): Einar Logi Friðjónsson 7 (10), Magnús Stef- ánsson 5/1 (10/2), Goran Gusic 3/1 (6/2), Ásbjörn Friðriksson 3 (9), Heið- ar Þór Aðalsteinsson 2 (3) Rúnar Sig- tryggsson 2 (6), Jónatan Magnússon 2 (6), Nikolaj Jankovic 1 (1), Andri Snær Stefánsson 1 (3), Björn Óli Guð- mundsson 0 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 33% Sveinbjörn Pétursson 1 (11) 10% Hraðaupphlaup: 2 (Heiðar, Jankov- ic) Fiskuð víti: 4 (Einar Logi 2, Magnús, Ásbjörn) Utan vallar: 4 mínútur Mörk HK (skot): Árni Björn Þórar- insson 6 (7), Ragnar Hjaltested 5 (6), Augustas Strazdas 5 (7), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (8), Gunnar Steinn Jóns- son 3/2 (6), Sergey Petraytis 2 (3), Ragnar Snær Njálsson 1 (3), Tomas Eitutis 0 (1), Arnar Sæþórsson 0 (1). Varin skot: Egidijus Petkevicius 12/1 (26) 32% Hraðaupphlaup: 5 (Ragnar 4, Árni) Fiskuð víti: 2 (Arnar Þór, Árni ) Utan vallar: 4 mínútur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.