Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 98
70 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Adriano Leite Ribeiro, 25
ára leikmaður Inter í ítölsku Serie
A deildinni og brasilíska landsliðs-
ins, þvertók fyrir það að eiga í
vandræðum með áfengisneyslu
sína í nýlegu viðtali við brasilíska
blaðamenn. Adriano er staddur við
æfingar í Sao Paolo í Brasilíu um
þessar mundir.
„Ég er staddur í heimalandi
mínu til þess að finna neistann og
byrja að brosa aftur þannig að ég
geti byrjað að spila góðan fótbolta
á nýjan leik og það hefur ekkert
að gera með að ég eigi við
einhvern drykkjuvanda að etja,“
sagði Adriano. „Ég kann Inter
aftur á móti bestu þakkir fyrir að
leyfa mér að átta mig á hlutunum
og ég er þakk látur félaginu fyrir
allt sem það hefur gert fyrir mig.“
Adriano er nú orðaður við lið
Sao Paolo í brasilískum fjöl-
miðlum og þar er talið líklegt að
eitthvað muni gerast í þeim efnum
þegar félagsskiptaglugginn
verður opnaður í janúar þrátt
fyrir ítrekaðar staðhæfingar
Massimo Moratti, forseta Inter,
síðast í gær í viðtali við Corriere
dello Sport, að Adriano sé alls ekki
á förum frá félaginu. - óþ
Ítalski fótboltinn:
Adriano að átta
sig á hlutunum
GLAUMGOSI Adriano hefur verið þekktur
fyrir að stunda skemmtanalífið að fullu
utan vallar og er nú búinn að missa
neistann innan vallar. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI David Sullivan, meðeig-
andi enska úrvalsdeildarliðsins
Birmingham, staðfesti í viðtali
við staðarblaðið Birmingham
Mail að Birmingham hefði boðið
þjálfara heimsmeistaraliðs Ítala,
Marcello Lippi, stöðu knatt-
spyrnustjóra hjá liðinu.
„Ég get staðfest að Lippi
neitaði boði okkar. Þetta er engin
fjölmiðlabrella, hann er á lausu
og við viljum fá stjóra á hans
mælikvarða til þess að taka við
Birmingham,“ sagði Sullivan en
Martin Jol, fyrrverandi stjóri
Tottenham, neitaði einnig boði um
að taka við Birmingham-liðinu
fyrir stuttu. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Lippi neitaði
Birmingham
NEI TAKK Marcello Lippi bíður eftir rétta
liðinu til þess að taka við, en hann
afþakkaði boð Birmingham á dögunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
SUND Uppskeruhátíð Sundsam-
bands Íslands var haldin á
Broadway á dögunum þar sem
fagnað var góðum árangri á bæði
nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti
og árinu í heild og fremsta
sundfólk landsins verðlaunað.
Sundmaður ársins var valinn
Örn Arnarson, SH, en hann náði
bestum samanlögðum árangri í 25
og 50 metra laug á líðandi
sundári, en hann hlaut jafnframt
verðlaun fyrir besta afrek karla á
Íslandsmeistaramótinu þegar
hann synti 100 metra skriðsund á
tímanum 48,42 sekúndur.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR,
var valin sundkona ársins en hún
fór til að mynda miklum ham-
förum á Íslandsmeistaramótinu
um síðustu helgi. Erla Dögg
Haraldsdóttir, ÍRB, hlaut hins
vegar verðlaun fyrir mesta afrek
kvenna á Íslandsmeistaramótinu
þegar hún synti 100 metra
fjórsund á tímanum 1:02,71
sekúndu og setti nýtt Íslandsmet.
Meðal annarra verðlauna á
uppskeruhátíðinni má nefna að
Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá
ÍRB, var valinn þjálfari ársins
annað árið í röð og Haraldur
Hreggviðsson hjá ÍRB var valinn
dómari ársins. Sunddeild
Breiðabliks fékk svo hvatningar-
verðlaun fyrir að hafa endur-
skipulagt æfingarumhverfi sitt
og innri starfsemi. - óþ
Uppskeruhátíð SSÍ:
Örn og Ragn-
heiður best
ÖFLUG Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR,
var valin besta sundkona ársins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NFL Michael Vick, fyrrum
leikstjórnandi Atlanta Falcons,
hóf afplánun sína í fangelsi á
mánudag af fúsum og frjálsum
vilja þó svo það sé ekki enn búið
að dæma hann til fangelsisvistar.
Dómur yfir Vick verður
kveðinn upp 10. desember
næstkomandi en hann á yfir höfði
sér allt að fimm ára fangelsi fyrir
slæma meðferð á hundum og
ólöglega veðmálastarfsemi. Með
því að hefja afplánun snemma
vonast Vick til þess að fá vægari
dóm en almennt er talið að hann
verði dæmdur í 12-18 mánaða
fangelsi.
Ákæruvaldið hefur síðan farið
fram á að allt að 1 milljón dollara
af fé Vicks verði fryst og notað í
þágu hundanna sem Vick og
félagar fóru illa með á sínum
tíma. - hbg
Michael Vick:
Farinn í
fangelsi
MICHAEL VICK Á enn dygga stuðnings-
menn sem styðja hann í blíðu og stríðu.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI David Winnie, fyrrver-
andi leikmaður og þjálfari KR,
hefur snúið sér að lögfræðistörf-
um og hafið störf sem lærlingur
hjá lögmannsstofu í Skotlandi.
Winnie hefur verið að læra
lögfræði og hagfræði síðustu ár
og er nú kominn í fullt starf.
Hann spilar enn fótbolta með
liði í hverfinu sínu. - hbg
David Winnie:
Snýr sér að lög-
fræðistörfum
Erfitt kvöld hjá Íslendingum
Það gekk erfiðlega hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu á Parken í gærkvöldi.
Það er ljóst að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á verk að vinna.
ERFITT Gunnar Heiðar Þorvaldsson
(minni mynd) var duglegur í gær.
Hermann Hreiðarsson sést svo senda
Dönum tóninn á stærri myndinni.
NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST
SVONA, SVONA KALLINN MINN Bjarni Sigurðsson markvarðaþjálfari sést hér hughreysta Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara á
Parken í gær. NYHEDSAVISEN/MARTIN SYLVEST
HANDBOLTI Akureyringum tókst
ekki að hirða stig af HK norðan
heiða í DHL-deild karla í hand-
bolta í gær. Gengi þeirra hefur
verið dapurt í vetur og það var
einkennandi fyrir liðið í 27-26 tap-
inu í gær að Magnús Stefánsson
skyldi brenna af góðu færi á loka-
sekúndunum fyrir Akureyri.
Leikurinn var hraður en röð
mistaka gerði vart við sig fyrir
vikið, þá sér í lagi hjá gestunum
sem misstu boltann klaufalega í
sókninni hvað eftir annað. Akur-
eyri komst í 4-1 áður en HK-ingar
vöknuðu og réttu úr kútnum.
Þeir þéttu vörnina og heima-
mönnum gekk hreinlega illa að
láta reyna á Petkevicius þar sem
vörn HK varði fjölda skota.
Akureyringar byrjuðu síðari
hálfleikinn afspyrnuilla og engu
líkara var en HK ætlaði að jarða
þá strax í upphafi. HK komst í
fimm marka forskot en markvarsla
Akureyrar fram að þeim tíma-
punkti var ömurleg. Heimamenn
gáfust þó ekki upp og minnkuðu
muninn með baráttu og eljusemi í
eitt mark.
Lokasekúndurnar voru spenn-
andi. HK gerði röð mistaka og
Akureyri gat jafnað leikinn þegar
fimmtán sekúndur voru eftir.
Magnúsi brást þá aftur á móti
bogalistin og leikmenn HK fögn-
uðu tæpum sigri, 27-26, og eru því
aðeins einu stigi á eftir Haukum á
toppi deildarinnar.
„Ég var orðinn skíthræddur um
að við myndum klúðra þessu. Við
vorum klaufar undir lokin og
hleyptum þeim aftur inn í leikinn
en ég er virkilega ánægður með að
klára þetta og þetta sýndi karakt-
erinn í liðinu okkar,“ sagði Gunnar
Magnússon, þjálfari HK, í síma-
viðtali við blaðamann þar sem
HK-ingar hlupu í sturtu til að ná
fluginu sínu til Reykjavíkur.
Sævar Árnason, þjálfari Akur-
eyrar, var ómyrkur í máli í leiks-
lok. „Þetta er sérstaklega sárt af
því að við vorum svo rosalega
nálægt því að fá eitthvað út úr
þessu. Maður er gráti næst. Ég er
orðinn leiður á þessu og það er
ekki gaman að tapa svona,“ sagði
Sævar sem hrósaði einnig Einari
Loga, verðskuldað, fyrir góðan
leik. - hþh
Akureyringar töpuðu enn einum leiknum á heimavelli í gær, nú gegn HK:
Sama gamla sagan hjá Akureyri
MARK Augustas Strazdas skorar hér fyrir
HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PEDROMYNDIR.IS
AKUREYRI-HK 26-27
Mörk Akureyrar (skot): Einar Logi
Friðjónsson 7 (10), Magnús Stef-
ánsson 5/1 (10/2), Goran Gusic 3/1
(6/2), Ásbjörn Friðriksson 3 (9), Heið-
ar Þór Aðalsteinsson 2 (3) Rúnar Sig-
tryggsson 2 (6), Jónatan Magnússon
2 (6), Nikolaj Jankovic 1 (1), Andri
Snær Stefánsson 1 (3), Björn Óli Guð-
mundsson 0 (2).
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8
(16) 33%
Sveinbjörn Pétursson 1 (11) 10%
Hraðaupphlaup: 2 (Heiðar, Jankov-
ic)
Fiskuð víti: 4 (Einar Logi 2, Magnús,
Ásbjörn)
Utan vallar: 4 mínútur
Mörk HK (skot): Árni Björn Þórar-
insson 6 (7), Ragnar Hjaltested 5 (6),
Augustas Strazdas 5 (7), Ólafur Bjarki
Ragnarsson 5 (8), Gunnar Steinn Jóns-
son 3/2 (6), Sergey Petraytis 2 (3),
Ragnar Snær Njálsson 1 (3), Tomas
Eitutis 0 (1), Arnar Sæþórsson 0 (1).
Varin skot: Egidijus Petkevicius 12/1
(26) 32%
Hraðaupphlaup: 5 (Ragnar 4, Árni)
Fiskuð víti: 2 (Arnar Þór, Árni )
Utan vallar: 4 mínútur