Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 4
4 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR SKIPULAGSMÁL Íbúar í Súðarvogi 50 munu ekki fá þjónustu borgaryfirvalda og eiga hvorki heimtingu á að njóta kyrrðar eða umhverfis sem veitt er á íbúða- svæðum. Þetta er meðal skilmála byggingarfulltrúans í Reykjavík fyrir heimild til að innrétta íbúðir á 2. og 3. hæð atvinnuhússins í Súðarvogi 50. Talsvert barst af athugasemdum frá eigendum nálægra bygginga en byggingarfulltrúinn segir samþykki sitt ekki fela í sér nokkra breytingu á skipulagi svæðisins sem atvinnusvæði og þar séu hagsmunir atvinnustarf- seminnar í fyrirrúmi. - gar Fyrirvari vegna íbúða: Lofa ekki kyrrð í Súðarvogi Í SÚÐARVOGI Íbúar í Súðarvogi geta ekki vænst þess að fá kyrrð og ró. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR „Ég harma þessi ótrúlegu vinnubrögð bæjarstjóra,“ segir í bókun Guðmundar G. Gunnarssonar, odd- vita minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarráði Álftaness, um skoðanakönnun bæjaryfirvalda vegna nýs skipulags mið- svæðis. Guðmund- ur segir að daginn sem könnunin hófst hafi bæklingi verið dreift í hús með áherslum meirihluta Álftaneslistans en án sjónarmiða sjálfstæðismanna. Fulltrúar meirihlutans sögðu vel staðið að gerð tillögu um skipulag miðsvæðisins. „Með þessari skoðanakönnun mun bæjarstjórn fá mynd af viðhorfum íbúanna til tillögunnar áður en hún fær afgreiðslu í bæjarstjórn,“ bókaði Á-listinn. - gar Minnihlutinn á Álftanesi: Ósáttur við skoðanakönnun GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir. Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar fyrir hrottalega líkamsárás í félagi við annan mann. Að þessu sinni er maðurinn ákærður fyrir að hafa ráðist á mann og konu á skemmtistað í Reykjanesbæ. Honum er gefið að sök að hafa skallað manninn svo hann nefbrotnaði og féll niður stiga. Jafnframt að hafa hent konunni í gólf skemmtistaðarins og sparkað ítrekað í hana svo hún hlaut meðal annars skurði á höfði. Dæmdur ofbeldismaður: Ákærður fyrir líkamsárásir RÚSSLAND, AP Vladimir Pútín Rúss- landsforseti líkir gagnrýnendum sínum við blóðhunda sem hafi þegið fé frá útlöndum. Einnig sakar hann Vesturlönd um að skipta sér af rússneskum stjórnmálum. Á kosningafundi í gær sagði Pútín að andstæðingarnir, innlend- ir jafnt sem erlendir, reyndu nú hvað þeir gætu til þess að grafa undan og veikja Rússland. Pútín stundar kosningabarátt- una af kappi og reynir að tryggja flokki sínum, Sameinað Rússland, sem mest fylgi í þingkosningunum, sem haldnar verða 2. desember. Sjálfur hefur Pútín sagt að góð útkoma flokksins tryggi það að hann geti með góðri samvisku leyft sér að halda áfram afskiptum af rússneskum stjórnvöldum eftir að hann lætur af embætti forseta á næsta ári. Án þess að nefna andstæðinga sína á nafn, þá fór ekki á milli mála að hann skaut jafnt á frjálslynda flokka sem aðhyllast viðskipta- frelsi og gamla kommúnistaflokk- inn. „Ef þessir herramenn komast aftur til valda þá munu þeir aftur svíkja alþýðuna og fylla vasa sína af peningum,“ sagði hann. „Þeir vilja endurreisa völd óligarkanna, sem byggð verði á spillingu og lygum.“ - gb Vladimír Pútín Rússlandsforseti kominn á fullan skrið í kosningabaráttunni: Sakar Vesturlönd um afskipti PÚTÍN Á KOSNINGAFUNDI Forsetinn nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi þar sem fólk hræðist enn glundroðann sem fylgdi í kjölfar hruns Sovétríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BRASILÍA, AP Hrefna sem villtist og synti 1.300 kílómetra upp Amazon-ána í Suður-Afríku drapst eftir að tilraunir til að handsama hana og flytja aftur til sjávar mistókust að því er umhverfisráðuneyti Brasilíu tilkynnti í gær. Hrefnan, sem er 5,5 metrar að lengd, festist á sandrifi að minnsta kosti tvisvar eftir að fyrst varð vart við hana í síðustu viku. Hópur líffræðinga og dýralækna rannsakaði hrefnuna á sunnudag en hún slapp síðan frá þeim og fannst dauð á þriðjudag. Talið er að hún hafi verið fimmtán daga í ánni. - sdg Fór 1.300 kílómetra upp á: Hrefnan í Ama- z on-ánni dauð FÉLAGSMÁL Guðmundur Bjarnason hefur ekki enn fengið svar frá Þjóðskrá vegna endurskoðunar á þeirri ákvörðun að færa lögheim- ili hans til Kína. Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að Guðmundur fær ekki greiddar bætur og er ekki sjúkratryggður hér á landi. Hann hefur því verið tekjulaus frá því í febrúar, en fjórir mánuðir eru frá því Þjóðskrá var upphaflega beðin um að endurskoða ákvörðun sína. Í samtali við vísi.is í síðustu viku sagði Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, að Guðmundi yrði svarað fyrir 16. nóvember. Það svar hefur enn ekki borist. - þeb Guðmundur Bjarnason: Þjóðskrá hefur enn ekki svarað Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500                         GRÆNLAND Dansk-grænlenska heimastjórnarnefndin, sem skip- uð er þingmönnum bæði af græn- lenska landsþinginu og af danska þjóðþinginu, hefur í þrjú ár unnið að gerð nýrra heimastjórnarlaga fyrir Grænland. Formaður nefnd- arinnar er Jonathan Motzfeldt, sem jafnframt er forseti græn- lenska landsþingsins. Í samtali við Fréttablaðið staðfestir hann, að í frumvarpsdrögunum sé því slegið föstu, að Grænlendingar séu þjóð í skilningi þjóðaréttar, sem þýðir að þeir geti í krafti sjálfsákvörðun- arréttarins lýst að eigin frum- kvæði yfir sjálf- stæði frá Dan- mörku. Í því fælist að sjálfsögðu að Grænlendingar yrðu að treysta sér til að standa alfarið á eigin fótum, en enn sem komið er þiggja þeir árlega stóran fjárstyrk frá Dönum til rekstrar grænlenska lands- sjóðsins. „Við Grænlendingar höfum haft því láni að fagna að standa saman þvert á alla flokka um afstöðuna í þessum samningum við Dani,“ segir Motzfeldt. Færeyingar, sem eins og sakir standa eru lengra komnir í sjálfstjórnarátt en Græn- lendingar, hafa aftur á móti verið mjög klofnir í afstöðunni til þess hversu langt skuli ganga í þessu efni. Á færeyska Lögþinginu eru nú flokkar í meirihluta sem vilja fara sér hægt í að draga frekar en orðið er úr tengslunum við Danmörku. Lykilatriði í samningum Græn- lendinga og Dana er hvernig tekjum af auðlindum á borð við olíu sem finnast kunna í græn- lenskri lögsögu skuli ráðstafað. Í nýja heimastjórnarlagafrumvarp- inu kvað verða kveðið á um óskor- að tilkall Grænlendinga til þessara auðlinda. Hvernig útfærslan á því verður kemur þó ekki í ljós fyrr en endanlega hefur verið gengið frá frumvarpinu. Til stóð að það yrði gert nú í byrjun desember, en þing- kosningarnar í Danmörku settu strik í reikninginn. Motzfeldt seg- ist nú vera að bíða þess að fá stað- festingu á því frá nýrri ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, hvort dönsku fulltrúarnir í nefndinni verði þeir sömu eða hvort nýir menn komi í þeirra stað. „Ég var að vona að okkur auðnaðist að ganga frá þessu fyrir jól, en úr þessu verður það sjálfsagt ekki fyrr en í janúar,“ segir nefndar- formaðurinn. audunn@frettabladid.is Sjálfsákvörðunar- réttur viðurkenndur Í drögum að frumvarpi að nýjum heimastjórnarlögum Grænlands er viðurkennt, að Grænlendingar séu þjóð sem þar með geti í krafti sjálfsákvörðunarréttar lýst yfir sjálfstæði. Þetta staðfestir Jonathan Motzfeldt sem stýrir frumvarpsgerðinni. JONATHAN MOTZFELDT FRÁ NUUK Verði Grænland sjálfstætt tekur grænlenska höfuðborgin titilinn „nyrsta höfuðborg heims“ af Reykjavík. Nuuk er tveimur mínútum norðar. GENGIÐ 21.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,7467 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 62,28 62,58 127,94 128,56 92,1 92,62 12,355 12,427 11,473 11,541 9,87 9,928 0,574 0,5774 99,2 99,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.