Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 92
64 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Kristján Óli Sigurðsson, 27 ára, var í fyrradag tilkynntur sem nýr þjálfari 2. deildarliðs Hvatar frá Blönduósi, en Kristján ólst upp á Blönduósi og spilaði með yngri flokkum Hvatar þangað til hann gekk til liðs við Breiðablik árið 1997. Kristján Óli hefur verið lykil- maður hjá Breiðabliki undanfarin ár og á að baki 54 leiki með liðinu í efstu deild. Þar af eru 13 leikir í deildinni síðasta sumar, þar sem hann skoraði þrjú mörk. „Það stóð í raun alltaf til hjá mér að ég yrði bara um kyrrt hjá Breiðabliki. Það voru reyndar tvö önnur lið í efstu deild sem höfðu samband við mig, en það náði aldrei neinu flugi. Hvatarmenn voru búnir að hringja nokkrum sinnum í mig og þeir náðu á endanum að plata mig út í að taka við liðinu,“ sagði Kristján Óli og kvaðst spenntur fyrir verkefninu. „Ég hef náttúrlega aldrei þjálfað á ævi minni og þetta verður því krefjandi verkefni og vonandi gaman. Þetta er eins árs samningur sem ég skrifaði undir og ég ætla að sjá til hvernig mér líst á þetta. Ég mun stýra æfingum í Reykjavík til að byrja með þar sem flestir leikmenn liðsins eru eins og er og þeir sem eru fyrir norðan fá bara æfingarplan frá mér og ég verð svo búsettur á Blönduósi næsta sumar,“ sagði Kristján Óli og kvaðst ekki búinn að leggja skóna á hilluna sjálfur, enda á besta aldri. „Ég reikna fastlega með því að spila sjálfur, ef ég kemst í liðið, og verð því með einhvern aðstoðarmann með mér á bekknum,“ sagði Kristján Óli, sem telur möguleika Hvatar ágæta næsta sumar. „Hvöt tókst loksins að vinna sig upp úr þriðju deildinni síðasta sumar og sú bið var búin að vera býsna löng. Næsta verkefni er því að gera Hvöt að stöðugu annarrar deildar liði sem verði svo reiðu- búið að taka næsta skref. Það eru sóknarfæri í annarri deild næsta sumar þar sem þrjú lið kom- ust upp úr deildinni í fyrra og fimm lið komu upp úr þriðju deildinni í þeirra stað og ég veit ekki til þess að önnur lið í deildinni, fyrir utan Hvöt, hafi verið að styrkja sig mikið undanfarið.“ KRISTJÁN ÓLI SIGURÐSSON, HVÖT: SAGÐI SKILIÐ VIÐ LANDSBANKADEILD TIL AÐ GERAST SPILANDI ÞJÁLFARI Í 2. DEILD Reikna með því að spila sjálfur ef ég kemst í liðið FÓTBOLTI Mikið hefur verið rætt um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen gaf ekki kost á sér í landsliðshópinn sem spilaði gegn Dönum í gærkvöldi. Eiður Smári bar fyrir sig persónulegum ástæð- um sem ekki voru útskýrðar frekar. Hann æfði ekki um síðustu helgi með Barcelona enda var þeim fáu sem voru ekki að spila með lands- liðum sínum gefið frí frá æfingum yfir helgina að því er fram kom á heimasíðu Barcelona. Á heimasíðu félagsins má einnig sjá að Eiður var mættur aftur til æfinga á mánudeginum. Íslenska landsliðið kom aftur á móti saman síðasta laugardag og hóf undirbúning fyrir Danaleikinn. Danska sjónvarpsstöðin TV2 hélt því síðan fram í frétt á þriðju- dag að ástæðan fyrir fjarveru Eiðs Smára væri sú að hann hefði verið í fríi í Dubai. Var minnst á þetta í viðtali sem var birt við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara. Fréttablaðið hafði samband við sjónvarpsmanninn sem var með fréttina en sá heitir Thomas Sønn- ichsen. Hann tjáði Fréttablaðinu að upplýsingarnar hefðu ekki komið úr herbúðum íslenska landsliðsins. „Þessar upplýsingar koma annars staðar frá en ekki frá nein- um í kringum íslenska hópinn. Ég man ekki nákvæmlega hver sagði þetta en minnir að það hafi verið einhver í kringum danska hópinn. Ég spurði reyndar íslenska blaða- menn sem ég hitti hér úti hvort þeir vissu eitthvað um málið en þeir sögðust ekki hafa hugmynd um hvar Eiður væri,“ sagði Sønn- ichsen við Fréttablaðið í gær. Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára á Íslandi, sagðist harma fréttaflutning dönsku sjón- varpsstöðvarinnar sem væri kol- rangur. „Þessi frétt TV2 er úr lausu lofti gripin. Eiður var heima hjá sér alla helgina. Ég get staðfest það. Það er meira að segja hægt að fara inn á veftíví Barcelona-síðunnar þar sem Eiður sést fylgjast með syni sínum vera að spila um helg- ina,“ sagði Eggert. „Þetta er því miður ekki fyrsta ranga fréttin sem birtist um Eið Smára.“ henry@frettabladid.is Eiður Smári var heima hjá sér en ekki í Dubai Danska sjónvarpsstöðin TV2 hélt því fram á þriðjudag að ástæðan fyrir fjar- veru Eiðs Smára gegn Dönum væri sú að hann væri í fríi í Dubai. Talsmaður Eiðs Smára segir það rangar fréttir þar sem hann hafi verið heima hjá sér. FÓRNARLAMB GRÓUSAGNA TV2 Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, segir ekkert hæft í fréttaflutningi TV2 um að Eiður Smári hafi farið í frí til Dubai á meðan íslenska landsliðið undirbjó sig fyrir Danaleikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Yfirvofandi félaga- skipti Guðjóns Vals Sigurðssonar frá Gummersbach til Rhein- Neckar Löwen hafa ekki gengið hljóðalaust fyrir sig. Forráðamenn Gummersbach urðu mjög reiðir þegar ljóst var að Guðjón hefði samið við Rhein- Neckar frá og með árinu 2009 og sendu þeim tóninn um leið og þeir tóku fram að ekki kæmi til greina að Guðjón færi fyrr en 2009. Thorsten Storm, framkvæmda- stjóri Rhein-Neckar, hefur svarað Gummersbach-mönnum fullum hálsi og segir þá kasta grjóti úr glerhúsi. Máli sínu til stuðnings nefnir Storm að Gummersbach hafi samið við Alfreð Gíslason löngu áður en hann kláraði sinn samning hjá Magdeburg. Guðjón hefur sjálfur kosið að blanda sér ekki í deilurnar og segir sjálfsagt mál að klára samninginn við Gummersbach þurfi hann þess. Hann muni halda áfram að leggja sig allan fram fyrir félagið á meðan hann spili fyrir það. Rhein-Neckar Löwen stefnir enn á að kaupa Guðjón Val næsta sumar en hann mun eflaust kosta skildinginn. - hbg Þýski handboltinn: Gummersbach og Rhein-Neck- ar í hár saman GUÐJÓN VALUR Ákvörðun hans um að fara til Rhein-Neckar fór ekki vel í forráðamenn Gummersbach. NFL Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Green Bay Packers, Brett Favre, hefur ekki útilokað að spila áfram á næsta ári en hann hefur íhugað að leggja skóna á hilluna síðustu ár. Favre, sem orðinn er 38 ára gamall og hefur spilað ein 17 ár í deildinni, hefur sjaldan eða aldrei leikið betur en í ár og frammi- staða hans er talin ein sú magnað- asta í sögu deildarinnar. Packers-liðið hefur unnið níu leiki en aðeins tapað einum það sem af er. Favre er búinn að kasta fyrir flestum metrum allra leikstjórnenda í deildinni og leikur við hvurn sinn fingur á gamals aldri. „Ég þarf að skoða mín mál mjög alvarlega. Ég átti aldrei von á að endast í fimm ár, hvað þá sautján. Við erum með krakka í háskóla og barnaskóla og því er að mörgu að hyggja. Líkamlega líður mér mjög vel en ég geri mér grein fyrir því að mér myndi eflaust ekki líða eins vel á næsta tímabili,“ sagði Favre. - hbg Ameríski fótboltinn: Tekur Favre eitt ár í viðbót? BRETT FAVRE Endurskrifar sögubækurnar í nánast hverjum einasta leik. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Aganefnd KKÍ veitti áminningu Aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur tekið fyrir kæru sem henni barst á dögunum vegna atvita sem áttu sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur í Iceland Express deild karla. Dimitar Karadzovski, leikmaður Stjörn- unnar, fékk tvær villur fyrir óíþróttamannslega hegðun í leiknum og var því samkvæmt reglum vikið af leikvelli. Aganefndin ákvað fyrir vikið að veita honum áminningu en ekki leikbann. „Það er í reglugerð að þegar svona gerist í fyrsta skipta á tímabili skuli ekki veita leikbann og óíþróttamannslegar villur geta líka verið misjafnar og í þessu tilviki tel ég að leikbann sé of hörð refs- ins,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í viðtali við Fréttablaðið. Fréttablaðið stendur fyrir samkeppni á bestu ljósmynd af friðarsúlunni eftir Yoko Ono í Viðey. Myndin má sýna súluna frá hvaða fjarlægð eða sjónarhorni sem er. Myndirnar skulu sendar á fridarsula@frettabladid.is fyrir 1. desember næstkomandi. Í boði eru þrír glæsilegir Canon vinningar frá Nýherja og verða vinningsmyndirnar birtar í helgarblaði Fréttablaðsins 8. desember, á dánardegi John Lennon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.