Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 84
56 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Verðlaunahátíðin American Music Awards
fór fram í Los Angeles síðastliðinn sunnu-
dag. Tónlistarstjörnurnar sem glitruðu
á rauða dreglinum voru þó frekar hefð-
bundnar í klæðavali í þetta skiptið. Þessar
stóðu þó upp úr.
Litlaust á rauða dreglinum
BEYONCÉ KNOWLES
RIHANNA
>BLÁTT BANN
„Ef ég eignast dótt-
ur einhvern dag-
inn sem myndi langa
til að verða fyrirsæta,
myndi ég aldrei leyfa
henni það!“ Victoria‘s
Secret-engillinn Adriana
Lima vill ekki eiga dóttur
sem fetar í fótspor hennar
eftir sýningarpallana.
Bandaríski leikarinn Dennis Quaid
berst nú fyrir lífi tveggja vikna
gamalla barna sinna.
Tvíburarnir Thomas Boone og
Zoe Grace fengu hættulega stóran
skammt af blóðþynningarlyfinu
Heparin á Cedars-Sinai sjúkrahús-
inu í Los Angeles. Börnunum
blæddi nánast út en þau fengu
þúsundfaldan þann skammt sem
vaninn er að gefa ungabörnum.
Þessi skelfilegu mistök áttu sér
stað þannig veg að starfsmaður
spítalans hafði sett lyfið á rangan
geymslustað svo að hjúkrunar-
fræðingur greip í flýti vitlausan
lyfjaskammt. Tvíburarnir
nýfæddu voru ekki einu sjúkling-
arnir sem fengu of stóran skammt
af lyfinu en þykja í mestri hættu
vegna ungs aldurs þeirra.
Yfirmaður sjúkrahússins hefur
gefið út yfirlýsingu þar sem hann
segir enga afsökun fyrir slíkum
harmleik. Um sé að ræða mannleg
mistök sem hefði auðveldlega
mátt forðast hefði starfsfólk fylgt
ströngum reglum spítalans.
Dennis Quaid og kona hans,
Kimberly Buffington, eignuðust
tvíburana í gegnum staðgöngu-
móður hinn 8. nóvember. Quaid á
einnig fimmtán ára gamlan son
með leikkonunni Meg Ryan.
Læknamistök ógna
lífi barna Quaids
DENNIS QUAID OG KONA HANS Nýfædd-
ir tvíburar leikarans berjast nú fyrir lífi
sínu eftir að læknar gáfu þeim of stóran
lyfjaskammt.
Leikarinn og fyrrverandi ruðn-
ingshetjan O. J. Simpson hefur
beðið kommúnistaleiðtogann Fidel
Castro að leyfa sér að flytja til
Kúbu og komast þannig hjá fang-
elsisdóm í Bandaríkjunum. Þetta
kemur fram í tímaritinu The
National Enquirer.
Simpson var grunaður um morð
á fyrrverandi eiginkonu sinni og
vini hennar árið 1994, en sem
frægt er sýknaður af ákærum. Nú
á hann yfir höfði sér réttarhöld
vegna vopnaðs ráns og mannráns í
september. Hann segist saklaus af
þessum ákærum, en þrír af fimm
glæpafélögum hans hafa játað á
sig sök og vitnað gegn honum.
Simpson gæti því séð fram á ára-
tuga fangelsisvist.
Kunnugir segja Simpson eyða
heilu nóttunum í að skipuleggja
flótta sinn og lítist best á komm-
únistaríkið Kúbu sem griðastað.
Kúba og Bandaríkin hafa ekki
skrifað undir milliríkjasáttmála
um framsal fanga. „Þeir myndu
aldrei ná mér þaðan og Castro
myndi koma fram við mig eins og
kóng,“ er haft eftir Simpson.
Hann hafi því skrifað til komm-
únistaleiðtogans og bent honum á
að þetta væri fyrirtaks tækifæri
til að gera gys að bandarískum
stjórnvöldum, nokkuð sem Simp-
son er viss um að Castro hefði
gaman af.
O.J. Simpson vill
flýja til Kúbu
O.J. SIMPSON Á réttarhöld yfir höfði sér
og vill forðast fangelsisvist af gömlum
vana.
Rauði dregillinn fyrir utan Nokia-leikhús-
ið í Los Angeles vann litagleðikeppnina á
American Music Awards. Svartir kjólar voru
afar áberandi, eins og Alicia Keys, Rihanna og
Fergie færa sönnur á. Kjóll Rihönnu vakti þó
mikla athygli, enda ansi efnislítill að framan.
Beyoncé Knowles klæddist gylltum kjól sem
talið er að komi úr House of Dereon-línunni,
sem móðir hennar hannar. Hún leit út fyrir að
hafa verið saumuð inn í kjólinn, sem
ýkti allar línur sem söngkonan er svo
stolt af. Idol-stjarnan Carrie Underwood
var passlega sakleysisleg í hvítum blúndu-
kjól með skemmtilegu hálsmáli. Leikkonan
Christina Applegate, sem afhenti ein verð-
launanna á hátíðinni, bauð hins vegar upp á
velkomna tilbreytingu frá hlutlausu litunum í
gullfallegum, fagurbláum kjól.
LITLI SVARTI KJÓLLINN SÍVINSÆLL
CARRIE
UNDERWOOD
Nýjasta smáskífulag Brynjars Más
Valdimarssonar, eða BMV, er komið
inn á heimslistann The World Chart
Show sem er spilaður á fleiri hundr-
uð útvarpsstöðum um heim allan.
Lagið heitir Forget About Me
og er merkt á listanum sem lag
líklegt til vinsælda ásamt því nýj-
asta frá söngkonunni Avril Lav-
igne, Hot. „Bara að komast þarna
er alveg geðveikt. Það er greini-
legt að menn eru að finna aðeins
fyrir „singlinum“,“ segir
Brynjar. „Að vera stillt upp
við hliðina á Avril Lavigne er
mjög sérstakt og ef maður kíkir
yfir listann þá er enginn óþekkt-
ur þar. Þetta eru allt stórir lista-
menn úti í heimi. Það er mjög skrít-
ið að vera þarna en ég er mjög
ánægður með þetta,“ segir hann. „Ég
þorði aldrei að búast við að þetta
gæti gerst svona hratt. Þetta
sýnir bara hvað heimurinn er
lítill að maður sé að gera þetta
frá Íslandi.“
Áður hafði Forget About Me
komist í tíunda sæti á vin-
sældalista í Indónes-
íu auk þess sem
lagið hefur hljómað
ótt og títt í Belgíu,
Svíþjóð, Makedóníu
og vitaskuld hér á
landi.
Brynjar hefur ekkert
fylgt laginu eftir enda
hefur hann verið önnum
kafinn við upptökur á
sinni nýjustu plötu. Hann
ætlar sér að vanda til verks við plötuna
þrátt fyrir þrýsting um að gefa hana út.
„Maður er að reyna að spýta í lófana en
að sama skapi verður þetta að ganga
sinn veg. Um mitt næsta ár verður allt
tilbúið,“ segir hann. - fb
Brynjar við hlið Avril Lavigne
BMV Brynjar Már Valdimarsson er að gera góða
hluti með sitt nýjasta lag.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/G
ETTY
AVRIL
LAVIGNE
Nýjasta
lag Avril
Lavigne,
Hot, þykir
álíka flott
og Forget
About Me.
CHRISTINA
APPLEGATE
ALICIA KEYS
A
u
g
lýsan
d
i: Ö
ES