Fréttablaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 24
24 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR
Unglingar í Skagafirði fá í
vetur afnot af svokölluðum
frístundastrætó. Strætóinn
er í raun rúta, sem keyr-
ir þá í félagsmiðstöðina
á Sauðárkróki á hverjum
föstudegi. Þar geta ungl-
ingarnir stundað íþróttir
og verið í tómstundum á
vegum frístundadeildar
Skagafjarðar.
„Það er sameiginleg félagsmið-
stöð fyrir allan Skagafjörð -
Varmahlíð, Hofsós, Hóla og Sauð-
árkrók,“ segir Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir, deildarstjóri tóm-
stunda í Skagafirði. „Þetta er svo
dreifbýlt svæði. Við höfum verið
að vinna í því að brjóta niður múr-
ana á milli sveitarfélaganna, það
hefur verið svolítill rígur á milli
krakkanna.“ Sigurlaug segir að sá
rígur sem hafi verið sé horfinn
eftir að krakkarnir fóru að eyða
tíma saman.
Tilgangurinn með frístunda-
strætónum er að auka tækifæri
allra barnanna til þess að mynda
tengsl og stunda íþróttir og tóm-
stundir. „Það fer rúta á Hofsós og
í Varmahlíð og sækir krakkana.
Svo er dagskrá hér frá tvö til hálf-
sjö. Það eru fótbolta-, körfubolta-
og frjálsíþróttaæfingar. Svo eru
öðruvísi íþróttir af ýmsu tagi og
frítt í sund. Í félagsmiðstöðinni er
hægt að stunda ýmsar tómstundir
en þar eru líka þrír klúbbar, stutt-
mynda- og fréttaklúbbar og free-
stylenámskeið. Að lokum er svo
hljómsveitaræfing í tónlistarskól-
anum,“ segir Sigurlaug. Þetta er
þó aðeins dagskráin að þessu sinni,
en það er mismunandi dagskrá
hvern föstudag. Hún segir að bráð-
lega opni skíðasvæðið og þá fari
flestir unglingarnir á skíði eða
snjóbretti þar. Þá er frístunda-
strætóinn einnig notaður til að
ferja unglingana frá Varmahlíð,
Hofsós, Hólum, Fljótum og Stein-
stöðum á sameiginlega dansleiki á
föstudagskvöldum.
Reglur frístundastrætósins eru
þær að hver og einn unglingur
þarf að skrá sig í eitt námskeið
hverju sinni. Námskeiðið er skráð
á þar til gert frístundastrætókort,
sem er afhent bílstjóra við kom-
una í bílinn. „Þannig er þetta
aðhald fyrir krakkana.“
Að sögn Sigurlaugar hefur þess-
ari tilraun verið vel tekið, en það
var starfsfólkið hjá frístundadeild
Skagafjarðar sem átti hugmynd-
ina að frístundastrætónum.
thorunn@frettabladid.is
Brúað bil með
frístundastrætó
SKYLDI HANN HITTA? Körfubolti er
vinsæl íþrótt í Skagafirði eins og sést
á því að Tindastóll hefur lengi spilað í
efstu deild.
KÁTT Í RÚTUNNI Það getur líka verið gaman í rútunni á leið í frístundir, eins og unglingar í Skagafirði hafa kynnst í vetur.
SPRETTURINN TEKINN Bæði strákar og
stelpur nota frístundarútuna til að æfa
frjálsar íþróttir.
BOLTINN SMASSAÐUR Fyrir utan hefð-
bundnari íþróttir er líka hægt að spila
borðtennis eða billjarð, eða bara spjalla.
Við höfum verið að vinna
í því að brjóta niður múr-
ana á milli sveitarfélaganna, það
hefur verið svolítill rígur á milli
krakkanna.
SIGURLAUG VORDÍS EYSTEINSDÓTTIR
DEILDARSTJÓRI TÓMSTUNDA Í SKAGAFIRÐI
■ Klifur
■ Fótbolti
■ Körfubolti
■ Frjálsar íþróttir
■ Sund
■ Skíði
■ Lyftingar
■ Box
■ Jóga
■ Freestyle-dans
■ Stuttmyndagerð
■ Fréttaklúbbur
■ Hljómsveitaræfingar
■ Kaffihúsastemning
■ Billjard
■ Borðtennis
■ Píla
■ Þythokkí
■ Spjall
■ Dansleikir
KLÚBBASTARF
SKAGAFJARÐAR
HVÍLA LÚIN BEIN Unglingarnir í sveitar-
félaginu þurfa nú ekki að láta skutla sér
á skíði eftir að skíðasvæðið opnar.
B&L