Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 22.11.2007, Qupperneq 24
24 22. nóvember 2007 FIMMTUDAGUR Unglingar í Skagafirði fá í vetur afnot af svokölluðum frístundastrætó. Strætóinn er í raun rúta, sem keyr- ir þá í félagsmiðstöðina á Sauðárkróki á hverjum föstudegi. Þar geta ungl- ingarnir stundað íþróttir og verið í tómstundum á vegum frístundadeildar Skagafjarðar. „Það er sameiginleg félagsmið- stöð fyrir allan Skagafjörð - Varmahlíð, Hofsós, Hóla og Sauð- árkrók,“ segir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, deildarstjóri tóm- stunda í Skagafirði. „Þetta er svo dreifbýlt svæði. Við höfum verið að vinna í því að brjóta niður múr- ana á milli sveitarfélaganna, það hefur verið svolítill rígur á milli krakkanna.“ Sigurlaug segir að sá rígur sem hafi verið sé horfinn eftir að krakkarnir fóru að eyða tíma saman. Tilgangurinn með frístunda- strætónum er að auka tækifæri allra barnanna til þess að mynda tengsl og stunda íþróttir og tóm- stundir. „Það fer rúta á Hofsós og í Varmahlíð og sækir krakkana. Svo er dagskrá hér frá tvö til hálf- sjö. Það eru fótbolta-, körfubolta- og frjálsíþróttaæfingar. Svo eru öðruvísi íþróttir af ýmsu tagi og frítt í sund. Í félagsmiðstöðinni er hægt að stunda ýmsar tómstundir en þar eru líka þrír klúbbar, stutt- mynda- og fréttaklúbbar og free- stylenámskeið. Að lokum er svo hljómsveitaræfing í tónlistarskól- anum,“ segir Sigurlaug. Þetta er þó aðeins dagskráin að þessu sinni, en það er mismunandi dagskrá hvern föstudag. Hún segir að bráð- lega opni skíðasvæðið og þá fari flestir unglingarnir á skíði eða snjóbretti þar. Þá er frístunda- strætóinn einnig notaður til að ferja unglingana frá Varmahlíð, Hofsós, Hólum, Fljótum og Stein- stöðum á sameiginlega dansleiki á föstudagskvöldum. Reglur frístundastrætósins eru þær að hver og einn unglingur þarf að skrá sig í eitt námskeið hverju sinni. Námskeiðið er skráð á þar til gert frístundastrætókort, sem er afhent bílstjóra við kom- una í bílinn. „Þannig er þetta aðhald fyrir krakkana.“ Að sögn Sigurlaugar hefur þess- ari tilraun verið vel tekið, en það var starfsfólkið hjá frístundadeild Skagafjarðar sem átti hugmynd- ina að frístundastrætónum. thorunn@frettabladid.is Brúað bil með frístundastrætó SKYLDI HANN HITTA? Körfubolti er vinsæl íþrótt í Skagafirði eins og sést á því að Tindastóll hefur lengi spilað í efstu deild. KÁTT Í RÚTUNNI Það getur líka verið gaman í rútunni á leið í frístundir, eins og unglingar í Skagafirði hafa kynnst í vetur. SPRETTURINN TEKINN Bæði strákar og stelpur nota frístundarútuna til að æfa frjálsar íþróttir. BOLTINN SMASSAÐUR Fyrir utan hefð- bundnari íþróttir er líka hægt að spila borðtennis eða billjarð, eða bara spjalla. Við höfum verið að vinna í því að brjóta niður múr- ana á milli sveitarfélaganna, það hefur verið svolítill rígur á milli krakkanna. SIGURLAUG VORDÍS EYSTEINSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI TÓMSTUNDA Í SKAGAFIRÐI ■ Klifur ■ Fótbolti ■ Körfubolti ■ Frjálsar íþróttir ■ Sund ■ Skíði ■ Lyftingar ■ Box ■ Jóga ■ Freestyle-dans ■ Stuttmyndagerð ■ Fréttaklúbbur ■ Hljómsveitaræfingar ■ Kaffihúsastemning ■ Billjard ■ Borðtennis ■ Píla ■ Þythokkí ■ Spjall ■ Dansleikir KLÚBBASTARF SKAGAFJARÐAR HVÍLA LÚIN BEIN Unglingarnir í sveitar- félaginu þurfa nú ekki að láta skutla sér á skíði eftir að skíðasvæðið opnar. B&L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.