Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 6

Fréttablaðið - 06.12.2007, Side 6
6 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR Þú vilt ekki fá hvaða jólasvein sem er inn um gluggann hjá þér! Hringdu núna í 570 2400 og fáðu frekari upplýsingar. www.oryggi.is Jólatilboð á Heimaöryggi. Prófaðu endurgjaldslaust í 3 mánuði. © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 Frábær jólagjöf! Við minnum á rafrænu gjafakortin okkar. Þú velur upphæðina og við útbúum gjafakortið fyrir þig við afgreiðslukassana. FÉLAGSMÁL Ráðist verður í viða- miklar aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja, og taka helstu breytingarnar gildi í apríl og júlí á næsta ári. Þetta tilkynntu fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar á fundi með fréttamönnum í gær. „Ég legg áherslu á að þetta er bara skref, við erum alls ekki hætt. En þetta er það sem við ráðum við að gera í augnablik- inu,“ sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra þegar hann kynnti breytingarnar. Stærstu aðgerðirnar eru þær að skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verður afnumin, og frítekjumark ellilífeyrisþega á aldrinum 67-70 ára hækkar úr 25 þúsund krónum á mánuði í 100 þúsund krónur á mánuði. „[Þetta er í] samræmi við nútíma hugmyndir um að allir ein- staklingar séu fjárhagslega sjálf- stæðir,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Afnám skerðinga bóta vegna tekna maka sé því gríðarlega mik- ilvæg réttarbót. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að þessar aðgerðir hefðu verið unnar í félagsmálaráðuneytinu, með aðkomu hagsmunasamtaka aldr- aðra og öryrkja, auk aðila vinnu- markaðarins; ASÍ og BSRB. Aðgerðirnar séu í samræmi við tillögur nefndar sem fjallaði um málaflokkinn, og skilaði nýverið niðurstöðu sinni. „Stóra málið er eftir,“ sagði Jóhanna. Þar á hún við heildar- endurskoðun á almannatrygg- ingakerfinu. Nefndin mun starfa áfram til að vinna að því verki. Fram kemur í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar að hún hafi þegar hafið undirbúning frekari aðgerða sem koma muni til framkvæmda í áföngum á árunum 2008 til 2010. Aðgerðirnar sem kynntar voru í gær byggja á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor, sagði forsætisráðherra. Hann sagði að þessar breytingar myndu koma fram sem breyting á fjár- lögum 2008 við þriðju umræðu. Kostnaður ríkissjóðs við þessar breytingar mun nema 2,7 millj- örðum króna á næsta ári, en á heilu ári er reiknað með að kostn- aðurinn verði 4,3 milljarðar króna. Í sumar afnam ríkisstjórnin skerðingar á ellilífeyri 70 ára og eldri vegna atvinnutekna. Það kosti um 700 milljónir króna á ári, að sögn Geirs. Breytingarnar kosta því samtals fimm milljarða á ári. brjann@frettabladid.is Aðgerðir bæta kjör aldraðra og öryrkja Ríkisstjórnin ætlar að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka og hækka frí- tekjumark aldraðra. Breytingar kosta 4,3 milljarða á ári. Stóra skrefið er breyt- ing á almannatryggingakerfinu sem verður síðar, segir félagsmálaráðherra. BREYTINGAR KYNNTAR Fimm ráðherrar kynntu fyrirhugaðar breytingar á fundi með fréttamönnum í gær. Þar voru þau Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Geir H. Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Árni M. Mathiesen. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ■ Skerðing tryggingabóta vegna tekna maka afnumin frá 1. apríl 2008. ■ Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 67 til 70 ára hækkar í 100 þúsund krónur frá 1. júlí 2008. ■ Gripið til aðgerða til að draga úr of- og vangreiðslum tryggingabóta frá 1. apríl 2008. ■ Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar afnumin frá 1. janúar 2009. ■ Vasapeningar vistmanna á stofnunum hækka um 30 prósent, í 36.500 krónur á mánuði, frá 1. apríl 2008. AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR BRETLAND, AP Maður sem gaf sig fram á lögreglustöð í Bretlandi á laugardag eftir að hafa horfið sporlaust fyrir fimm árum við kajakróður var í gær handtekinn af bresku lögreglunni fyrir fjár- svik. Breskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að maðurinn, John Darwin, hefði sést ásamt konu sinni, Anne, í Panama í Mið- Ameríku í fyrra. Ljósmynd, sem sögð var ársgömul, var birt af þeim ásamt yfirmanni fyrirtækis sem leigir út íbúðir í Panama. Í viðtölum við Anne, sem flutti til Panama fyrir sex vikum, sagð- ist hún hafa fengið líftryggingu eiginmanns síns greidda út í þeirri trú að hann væri dáinn. Lögregluforinginn Tony Hutchinson sem leiðir rannsókn- ina sagði að unnið væri að því að púsla saman upplýsingum um hvar John hefði verið undanfarin fimm ár og kallaði hann eftir aðstoð almennings við það. Til skoðunar er að óska eftir fram- sali Anne frá Panama. John hvarf þegar hann var á kanósiglingu í Norðursjó fyrir fimm árum. Kanóinn fannst síðar brotinn á strönd og lýsti dánar- dómstjóri John loks látinn. Þegar hann gaf sig fram við lögreglu á laugardaginn sagðist hann ekk- ert muna eftir síðustu fimm árum. - sdg Hvarf fyrir fimm árum og lýstur dáinn en sagður hafa sést í Panama í fyrra: Kajakræðarinn grunaður um fjársvik JOHN DARWIN Segist ekkert muna eftir tímanum frá því hann hvarf. NORDICPHOTOS/AFP Finnst þér notkun fingrafarales- ara í mötuneytum grunnskóla eðlileg? Já 49% Nei 51% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við stefnu ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum? Segðu skoðun þína á visir.is FÉLAGSMÁL „Þetta eru auðvitað miklir peningar og miklar úrbætur og nú munum við fara yfir til hverra þeir fara í hópi aldraðra og öryrkja,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segist óttast að fjárlögin séu þanin. „Við höfum áhyggjur af verðbólgunni. Það er enginn meiri þjófur til, hvað lífskjör allra varðar, en verðbólgan, sem öllu vill stela.“ Guðni segir það „gríðarlega mikilvægt að rétta þeim stuðning sem minnst hafa. Við höfum þó varað mjög við þenslufrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta má ekki verða til þess að hella bensíni á þann eld.“ - kóþ Guðni um aðgerðirnar: Óttast hinn mikla þjóf FÉLAGSMÁL „Þetta er mjög gott skref fram á veginn, þótt auðvit- að þurfi að gera meira,“ segir Margrét Margeirsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara, um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún nefnir hærri skattleysismörk sem dæmi um það sem betur mætti fara. „En það er greinilegt að það er einhver viðhorfsbreyting hjá rík- isstjórninni. Ég bind vonir við að loksins verði mörkuð heildar- stefna í þessum málaflokki. En auðvitað vildi maður að þetta kæmi allt til framkvæmda fyrr.“ Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, er einnig jákvæður. „Ég tel að þetta sé mikið framfaraspor, þótt ég hefði viljað sjá þetta fyrr á árinu,“ segir hann. Mikilvægast sé að afnema skuli tekjutengingu maka. Hundrað þúsund króna frí- tekjumarkið vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega segist Sigur- steinn ganga út frá að komi einn- ig í hlut öryrkja. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna segist að sjálfsögðu fagna auknum fram- lögum í málaflokkinn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gangi þó skem- ur en kosningaloforð Samfylk- ingarinnar hafi gefið til kynna. „En þetta er í átt að þeim breyt- ingartillögum sem við lögðum til við aðra umræðu fjárlaga. Þá lögðum við til að fimm milljarðar færu inn á ársgrundvelli. Þessu er hins vegar dreift á tvö ár.“ - kóþ Aðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast vel í öryrkja, aldraða og Vinstri græna: Mjög gott skref fram á veginn MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.