Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 8
8 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 12 /0 7 Brettapakkar 20% afsláttur Auglýsingasími – Mest lesið BYGGÐAMÁL „Frá mínum sjónarhóli séð er æskilegast að útgerðarfyrirtæki eigi jafn mikinn kvóta og því er úthlutað í byggðakvóta,“ segir Úlfar Thoroddsen formaður bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Fjórar umsóknir um byggðakvóta liggja hjá bæjarstjórn. Ein þeirra er frá útgerðarfyrirtæki á Bíldudal sem aðeins á 54 tonna kvóta. Það eru því ekki miklar líkur á því að byggðakvótinn komi í þeirra hlut né tveggja annarra sem hefja vilja vinnslu á Bíldudal þar sem þeir eiga heldur ekki mikinn kvóta. Oddi frá Patreksfirði á mestan kvóta af þeim sem sótt hafa um en þeir vilja verka fiskinn á Patreksfirði. Þegar byggðakvóta er úthlutað er skilyrði sett um að umsækjandi leggi jafn mikið á móti og hann fær úthlutað. Þeir sem ekki eiga nægilega mikinn kvóta geta leigt eða keypt kvóta til að koma til móts við þetta skilyrði en kvótaverð hefur hækkað verulega eftir skerðingu aflaheimilda. Forsvarsmenn Odda hafa boðið sértækar aðgerðir til að koma til móts við Bílddælinga í atvinnumálum fái þeir kvótann. Hugmyndir sem nefndar eru í því samhengi er að fólki frá Bíldudal verði ekið til og frá vinnu í fiskvinnslu Odda á Patreksfirði eða að fjármunir frá Odda fari til atvinnuuppbyggingar á Bíldudal. Jón Þórðarson, útgerðarmaður frá Bíldudal sem er annar þeirra sem sótt hefur um byggðakvóta, er ekki sáttur við þetta. „Ég hef í hyggju að þrefalda þetta með því að leggja áherslu á veiði og vinnslu á ýsu,“ segir hann. „Og ef rúm 900 tonn eru ekki grundvöllur til rekstrar þá skil ég ekki hvað þarf til. En það er alveg ljóst að ef þessi kvóti kemur ekki til vinnslunnar á Bíldudal þá er útgerðarsögu staðarins lokið.“ Vesturbyggð hefur um 240 þorskígildistonn til úthlutunar. Úlfar segir að þar af hafi 139 verið eyrnamerkt Bíldudal en Jón segir að búið hafi verið að lofa Bílddælingum þessum 240 þorskígildistonnum. Fresturinn sem bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur til að úthluta byggðakvótanum rennur út um áramót en Úlfar segir að þeir hafi fengið vilyrði sjávarútvegsráð- herra um að framlengja þann frest. „Það er hlutverk okkar í bæjarstjórn Vesturbyggðar að tryggja það að rekstur fiskvinnslu á Bíldudal sé tryggður til framtíðar. Ef rekstur fer af stað en honum er svo hætt innan tveggja ára eða árs þá er betur heima setið en af stað farið,“ segir Úlfar. Oddi hóf í vor fiskvinnslu á Bíldudal í samvinnu við Fossberg undir merkjum Stapa. Þeirri vinnslu var hætt eftir að þorskveiðiheimildir voru dregnar saman um þriðjung. jse@frettabladid.is Úti um útgerðina Töluverðar líkur eru á því að byggðakvótinn sem Vesturbyggð hefur til úthlut- unar fari til Patreksfjarðar. Útgerðarsögu Bíldudals er lokið ef kvótanum verður ekki úthlutað þangað, segir útgerðarmaður. FRÁ BÍLDUDAL Erfiðlega hefur gengið með fiskvinnslu á Bíldu- dal síðasta áratug og nú er svo komið, að mati Jóns Þórðar- sonar útgerðarmanns, að útgerðarsögu þorpsins sé lokið komi byggðakvóti Vesturbyggðar ekki til vinnslu þar. ÁSTRALÍA, AP Hvalavinurinn Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd- samtakanna, ætlar að láta til skar- ar skríða gegn japönskum hval- veiðimönnum. Í gær hélt hann úr höfn í Mel- bourne í Ástralíu á skipi sínu Steve Irwin, sem fyrr um daginn var nefnt í höfuðið á ástralska krókód- ílabananum sem fórst á síðasta ári. Terri Irwin, ekkja Steves, tók þátt í athöfninni þegar skipið var nefnt, sagði við það tækifæri að maður hennar hefði mikið velt því fyrir sér hvort hann ætti að ganga til liðs við samtök Watsons. „Steve Irwin stöðvar hvalveiði- skip – væri það ekki frábær fyrir- sögn?“ spurði hún fréttamenn í höfninni í Melbourne þegar Wat- son bjó sig undir að sigla úr höfn á skipinu. Japanski hvalveiðiflotinn er um þessar mundir að hefja sína árlegu vertíð við Suðurskautið. Watson hefur heitið því að gera allt sem þarf til að stöðva veiðarnar. „Steve hefði viljað koma með okkur til Suðurskautsins til að verja hvalina, og nú verður hann með okkur í anda með nafnið sitt letrað stórum stöfum á skipið,“ sagði Watson. Í febrúar síðastliðnum laskaðist þetta sama skip, sem þá hét Robert Hunter, í árekstri við japanskt hvalveiðiskip. - gb Hvalavinur nefnir skip sitt í höfuðið á krókódílavini: Watson býr sig und- ir átök við Japana FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P TERRI IRWIN OG PAUL WATSON Annað tveggja flaggskipa Sea Shepherd- samtakanna er nýkomið úr viðgerð og hefur hlotið nafnið Steve Irwin. MENNTUN Nemendur Listaháskól- ans þurfa ekki að óttast aukin skóla- gjöld vegna nýrrar skólabyggingar, að sögn rektors skólans, Hjálmars H. Ragnarssonar. Rektor undirritaði á dögunum samstarfssamning við Samson Properties, sem Fréttablaðið hefur greint frá síðustu mánuði. Stofnkostnaður við skólann er áætlaður 3,25 milljarðar, en ekki 5,2 milljarðar eins og greint var frá í öðru dagblaði. „Og ef kostnaðurinn hækkar, þá lendir það á Samson, ekki okkur,“ segir Hjálmar. Ríkið mun greiða húsaleiguna, sem verður 210 millj- ónir á ári næstu 30 árin. Þau fjár- framlög eru nú þegar á fjárlögum. Annar kostnaður vegna nýrrar byggingar verður vegna aukins búnaðar og flutnings skólans. Um búnaðinn segir rektor að leitað verði til fyrirtækja um stuðning, en meðal annars þarf að kaupa tugi píanóa og flygla. Leitað verður til ríkisins um aðstoð við flutningana sjálfa, en rektor segir að kostnaðaráætlun vegna þeirra sé ekki tilbúin. „Það er stefna skólans að fara varlega í skólagjöld og ætlum við að kunna okkur hóf í þeim efnum,“ segir rektor. Ráðgert er að þau verði um 300.000 krónur á ári. Kostnaður við hvern virkan með- alnemanda er frá 1,1 milljón til 1,6 milljóna við skólann, en til saman- burðar er kostnaðurinn rúm millj- ón við Háskóla Íslands. - kóþ Rektor Listaháskólans um samning við Samson Properties: Nemar borga ekki nýjan skóla REKTOR ÁSAMT SVEINI BJÖRNSSYNI Kostnaður við meðalnemenda LHÍ verður frá 1,1 milljón. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.