Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 22

Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 22
22 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTAVIÐTAL GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Fyrirtæki sem hafa tekjur í gjaldmiðli þar sem vextir eru lægri en hér á landi geta bætt afkomu sína með því að greiða hluta launa starfsmanna sinna í erlend- um gjaldmiðli. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að fyrir þessa þjónustu gætu fyrirtækin farið fram á að starfsfólkið sætti sig við lægri laun. Marel og VM eru komin langt með samning um að hluti launa verði greiddur í evrum. Þar með verður Marel fyrsta fyrirtækið til að ganga frá slíkum samningi á vinnumark- aði. „Fyrir þessa þjónustu, sem líkja má við tryggingar gegn geng- issveiflum krónunnar, geta fyrir- tækin farið fram á að launþegar sætti sig við aðeins lægri laun að jafnaði,“ segir Gylfi Zoega, próf- essor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þá hafa bæði fyrirtæki og laun- þegar bætt hag sinn. Það er því ekki ólíklegt að fleiri fyrirtæki taki upp á því að greiða hluta launa í evrum,“ segir hann. Notfæra sér ódýrt fjármagn Lágir vextir á fjármálamörkuðum erlendis undanfarin ár hafa haft áhrif á þróun efnahagslífs hér á landi. Íslendingar hafa notfært sér ódýrt erlent fjármagn og verið iðnir við að kaupa fasteignir, bif- reiðar og hlutabréf. Þeir sem sýna mest frumkvæði hafa keypt eignir erlendis. „Mikil eftirspurn eftir innlendri framleiðslu og eignum hækkar raungengi og viðskiptahalli eykst, sem er fjármagnaður með erlend- um lántökum,“ segir Gylfi. „Þjóðin lifir um efni fram á kostnað þjóða með jákvæðan þjóðhagslegan sparnað. Þessi atburðarás útskýrir mikinn viðskiptahalla, hækkun fasteignaverðs og hlutabréfavísi- tölu og einnig viðskiptahalla og góða afkomu ríkissjóðs en skatt- stofnar hafa vaxið mikið,“ segir hann. Við bætast svo áhrif einkavæð- ingar viðskiptabankanna og inn- koma þeirra á húsnæðislánamark- að sem hefur haft í för með sér verulega aukningu útlána. Við þetta má bæta áhrifum skattalækkana og áhrifum virkjanaframkvæmda og annarra stórframkvæmda sem hafa styrkt gengi krónunnar og þannig gert erlendar lántökur áhættuminni. Einkaneyslan hefur vaxið og þar með verðbólgan. „En þessi þróun getur ekki haldið áfram endalaust. Fjármagnið leitar með tíð og tíma í minna arðbærar fjárfestingar og umfram allt þær áhættusamari. Og svo kemur að þeim tíma að vextir á heimsmarkaði hækka, hinar áhættusömu fjárfestingar og útlán þeim tengd byrja að tapast og þá gengur atburðarásin aftur á bak,“ segir hann. „Eignaverð lækkar, fjárfesting minnkar og viðskipta- hallinn dregst saman. Þessi þróun virðist nú hafin og stafar af útlána- tapi á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum.“ Eins og vel smurð vél Íslendingar hafa tengt fjármála- markað sinn við alþjóðlega mark- aði en vinnumarkaðurinn er ekki eins alþjóðlegur. „Eignaverðbólgan skapar eftir- spurn á vinnumarkaði sem kemur af stað launaverðbólgu sem ekki sér fyrir endann á. Okkar annars nútímalegi Seðlabanki, sem stjórn- ar stýrivöxtum eftir kúnstarinnar reglum eins og vel smurð vél, hækkar þá stýrivexti. En vandinn er sá að þeir hafa haft takmörkuð áhrif á langtímavexti viðskipta- banka sem hafa fjármagnað sig að mestu erlendis. Hins vegar hefur hækkun stýrivaxta í för með sér gengishækkun krónunnar þegar fjárfestar nýta sér skammtíma vaxt- a muninn og kaupa innlend skulda- bréf með háum vöxtum. Gengis- hækkunin hefur þau gagnlegu áhrif að halda niðri innflutningsverðlagi en áhrif á innlenda eftirspurn virð- ast veik.“ Spurður um þróunina á húsnæð- islánamarkaði segir Gylfi bankana sennilega hafa meiri áhrif á inn- lenda eftirspurn og þróun fast- eignaverðs með útlánastefnu sinni en Seðlabankinn með stýrivöxtum sínum. Vandinn sé bara sá að þeir hafi ekki það hlutverk að koma í veg fyrir verðbólgu og viðskipta- halla. Stóru bankarnir þrír séu hver um sig nægilega stórir til þess að hafa áhrif á þjóðhagslegar stærðir en ekki nógu stórir til þess að sjá sér hag í að reyna að halda aftur af verðbólgu og viðskiptahalla. Þegar þeir hins vegar hækki vexti á hús- næðislánum þá dragi úr innlendri eftirspurn. „Minni eftirspurn á fasteignamarkaði kemur síðan fram í minni verðbólgu og þá getur Seðlabankinn farið að lækka vexti sína.“ Tæknilegur vandi Gylfi bendir á að þegar skuldir séu miklar sé hættan sú að greiðslu- byrði innlendra aðila vaxi mikið ef gengi krónunnar lækkar. Jafnframt lækki eignaverð. Þannig steðji ákveðin hætta að stöðugleika fjár- málakerfisins hér á landi. „Seðlabankinn á við þann tækni- lega vanda að glíma að þeim mun meira sem hann gerir til þess að lækka verðbólguna með því að hækka stýrivextina, þeim mun meira eykst hættan á óstöðugleika fjármálastofnana vegna erlendrar skuldasöfnunar fyrirtækja og heimila. Ekki er erfitt að ímynda sér að miklar lántökur stórra inn- lendra aðila sem hafa verið notaðar til þess að fjármagna kaup eigna innan lands og utan geti valdið bönkunum skaða ef eignaverð lækkar heima eða erlendis og fjár- festar komast í þrot,“ segir hann. Bitlaus peningamála- stefna og evruvæðing BÁÐIR BÆTA HAG SINN Fyrirtækin geta farið fram á að launþegar sætti sig við aðeins lægri laun að jafnaði gegn því að fá hluta launa í evrum. „Þá hafa bæði fyrirtæki og launþegar bætt hag sinn,” segir Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands. > Fjöldi mjólkurkúa á Íslandi Íslenskir grunnskólanemendur eru fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna í náttúrufræði, lestri og stærðfræði samkvæmt niðurstöðum Pisa 2006. Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara. Hvað fór úrskeiðis? Það má ekki draga of almennar og víðtækar ályktanir um skólastarfið út frá Pisa og þar af leiðandi er mikilvægt að draga ekki rangar ályktanir eða fara út í rangar aðgerðir. En auðvitað getum við gert betur. Við þurfum að styrkja skólakerfið því starfsskilyrði kennara og nemenda hafa versnað á síðustu árum. Hvernig hafa starfsskilyrði kennara og nemenda breyst? Álagið hefur aukist með fjölbreyttari nemenda- hópi. Við höfum sett spurningar við opnu rýmin. Það er ekkert leyndarmál að þegar nemendur skipta oft um kennara vantar festu sem þeir þrá. Þessir þættir hafa versnað mjög á síðustu árum. Við höfum dæmi um nemendur sem hafa haft þrjá umsjónarkennara fyrir jól. Er námsefni verra en það var áður? Það er mikill munur á vinnuálagi kennara fyrir tíu árum og í dag. Þeir taka þátt í teym- um í skólanum, eru í samskiptum við foreldra og stuðningsaðila utan úr bæ og innan skólans. Þetta er á sama tíma og verið er að væna þá um að vera ekki í vinnunni. Ég er ekki hissa á því að kennarar séu síður tilbúnir til þess að búa til nýtt námsefni. SPURT & SVARAÐ PISA SKÓLAKÖNNUN Starfsskilyrði hafa versnað ÓLAFUR LOFTS- SON Formaður Félags grunnskóla- kennara Mikil mengun varð í Varmá og Þorleifslæk í síðustu viku þegar 800 lítrar af klór láku úr tanki við sundlaugina í Laugaskarði í Hvera- gerði. Skýrt var frá því í fréttum í gær að allur fiskur í Varmá, neðan við sundlaugina, væri nú dauður. Hvað er klór? Í hreinni mynd er klór frumefni sem er númer sautján í lotukerfinu. Klórgas er grængult og er tveimur og hálfum sinnum þyngra en loft. Klórgas er gríðarlega eitrað og er kraftmikið oxunar-, bleiki- og sótt- hreinsunarefni. Hvaðan kemur klór? Klór er til dæmis annar helmingur matar- salts. Gnægð klórs er að finna í náttúrunni. Mun það vera nauðsynlegt flestum stigum lífs að mannslíkamanum meðtöldum. Er klór hættulegt? Eins og áður segir er klór gríðarlega eitrað efni. Í Fréttablaðinu sagði frá því í júní í fyrra að líf og heilsa sundlaugargesta og -starfsfólks á Eskifirði hefði verið í hættu vegna klórgassleka. Alls voru 34 fluttir á heilsugæslustöð, sumir með öndunarerf- iðleika og hafa ekki allir þeir jafnað sig að fullu enn. Orsök slyssins var rakin til mistaka við áfyllingu. Edikssýru hafði verið hellt í klórtank sundlaugarinnar og klórgas losnaði út. Þessu fylgdu mikil óþægindi. Fjórtán hús í bænum voru rýmd vegna hættu á eitrun. Þess má geta að klór er komið af gríska orðinu chloros sem þýðir fölgrænn. Heimildir: Wikipedia og Fréttablaðið. FBL-GREINING: HVAÐ ER KLÓR Gríðarlega eitrað efni Seðlabankinn á við þann tæknilega vanda að glíma að þeim mun meira sem hann gerir til þess að lækka verðbólguna með því að hækka stýrivextina þeim mun meira eykst hættan á óstöðugleika fjár- málastofnana. 27.066 25.504 2000 2001 2002 2003 2004 2005 26.240 25.508 24.395 24.538 HEIMILD: BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS Við erumflutt í Síðumúla20 SÍÐUMÚLI 20 · REYKJAVÍK · WWW.HLJODFAERAHUSID.IS · SÍMI 591 5340 Nýkomnir hágæða kontrabasssar á kynningarverðum!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.