Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 30
30 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
> Árleg fiskneysla, magn á íbúa.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
46
,4
K
G
48
,4
K
G
46
,7
K
G
47
,9
K
G
47
,8
K
G
2001 2002 2003 2004 2005
Lausleg og óformleg símakönnun Fréttablaðsins sýnir að linsuvökvann Solo
Care er hægt að fá á 950 krónur og upp í 1.290 krónur í gleraugnaverslunum
landsins. Ódýrastur virðist hann vera hjá Gleraugnaversluninni Optic Reykjavík,
þar kostar 360 millilítra flaska 950 krónur en dýrastur er vökvinn í gleraugna-
versluninni Auganu í Kringlunni. Rétt er þó að taka fram að sums staðar fékkst
Solo Care ekki og ekki náðist í allar gleraugnaverslanir landsins þannig að ekki
er útilokað að linsuvökvann megi finna á lægra eða hærra verði. Á vefsíðum í
Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi er hægt að fá samskonar linsuvökva rétt undir
1.000 krónum en þá er eftir að taka sendingarkostnað og toll með í reikninginn.
■ Verðlag
Solo Care ódýrastur á 950 krónur
Kvenfélagasamband Íslands hefur undanfarin 40 ár
rekið Leiðbeiningastöð heimilanna. Stöðin er alhliða
neytendafræðsla þar sem hægt er að fá upplýsingar
um matreiðslu, bakstur, þrif og einnig er þar fylgst
með evrópskum gæðakönnunum á heimilistækj-
um. Nýr opnunartími er mánudaga til mið-
vikudaga milli klukkan 10 og 14, fimmtudaga
klukkan 14 til 18 og föstudaga klukkan 10 til 14.
Hægt er að hringja í gjaldfrjálst númer 552 1135
eða senda fyrirspurnir um netfangið leidbeining-
ar@kvenfelag.is.
■ Neytendafræðsla
Leiðbeiningastöð heimilanna
„Bestu kaupin sem ég hef gert gerði ég í
Bolungarvík þegar ég keypti ísskáp af gerðinni
Philips hjá Einari Guðfinnssyni fyrir jólin 1982,“
segir Finnbogi Hermannsson, fyrrverandi
fréttamaður Svæðisútvarpsins á Vestfjörðum.
„Ég var að því kominn að kaupa
annan ísskáp en svo sá ég þennan
og féll alveg fyrir útlitinu en hann
var mikið fyrir augað. Og það
kom bara í ljós að því var öðruvísi
farið með þennan ísskáp en
Helga nokkurn sem ort var um á
þennan hátt:
Víst mun Helgi eiga vinsemd
fárra/væri hann dæmdur eftir
dyggðum sönnum./ Útlitið
er innrætinu skárra/en er
hann þó með skuggalegri
mönnum.
Ég veit nú ekki um hvaða ólukka Helga var
ort í þessari ágætu stöku en ísskápurinn hefur
ekki stigið feilspor og þó að hann hafi útlitið
með sér hefur komið í ljós að hann er býsna
vel innrættur, Ólíkt Helga þessum. En verstu
kaupin gerði ég hins vegar í Sankti Péturs-
borg þegar ég fór þangað með Arnari Páli
Haukssyni fréttamanni. Þá keypti ég mér
ís sem var algjörlega óætur, hann endaði
í ruslafötunni sá svo það hljóta að teljast
mjög slæm kaup. Reyndar var maturinn
ekkert sérlega góður þar í landi svo
það reyndist heillaráð
hjá okkur að koma við
í sjoppu í Finnlandi
og birgja okkur upp
áður en við héldum
yfir landamærin til
Rússlands.“
NEYTANDINN: FINNBOGI HERMANNSSON, FYRRVERANDI FRÉTTAMAÐUR
Fagur en vel innrættur ísskápur
Þegar talað er um
fitu kemur óhollusta
fyrst upp í hugann
hjá mörgum. En það
er ekki öll fita slæm
og stundum er hún
hreinlega ómissandi.
Sem dæmi um það
eru omega 3 og
omega 6 fitusýrur.
Þær eru mönnum lífsnauðsynlegar
þar sem líkaminn getur ekki myndað
þær sjálfur og því verða þær að
koma úr fæðunni. Omega 3 fitusýrur
finnast aðallega í feitum villtum fiski,
fiskiolíu, hörfræjum og hörfræolíu.
Omega 6 fitusýrur finnast mjög víða í
matvælum eins og í korni, jurtaolíum
og hnetum. Skortur á lífsnauðsynleg-
um fitusýrum er sjaldgæfur og kemur
yfirleitt aðeins fyrir ef líkaminn á erf-
itt með að taka upp fitu úr meltingar-
vegi vegna sjúkdóma eða við langvar-
andi mjög einhæft fæði. Omega 9
fitusýrur eru ekki lífsnauðsynlegar því
líkaminn getur myndað þær sjálfur.
Omega 9 fitusýrur er helst að finna í
ýmsum jurtaolíum eins og í ólífuolíu
og repjuolíu.
Omega 3 og omega 6 fitusýrur eru
mikilvægar í uppbyggingu frumu-
himna. Þessir tveir hópar fitusýra
geta ekki gengið hvor í stað annars
því þeir eru mismunandi, bæði
hvað varðar efnaskipti og virkni.
Því er það afar mikilvægt að
jafnvægi gæti á milli þeirra.
Núverandi vestrænt fæði
inniheldur frekar lítið af
omega 3 fitusýrum en þó má
segja að Íslendingar standi
nokkuð vel að vígi miðað við
önnur vestræn lönd vegna
mikillar fisk- og lýsisneyslu.
Einnig vegna þess að fiskimjöl
er mikið notað í skepnufóður og því
verða dýraafurðir ríkari af omega 3
fitusýrum fyrir vikið.
Efni, sem myndast úr omega 3
fitusýrum, hafa æðavíkkandi áhrif,
koma í veg fyrir blóðstorkumyndun
og minnka bólgu. Vegna þessara
eiginleika hefur verið sýnt fram á að
þær geti minnkað hættuna á ýmsum
sjúkdómum svo sem hjarta- og
æðasjúkdómum. Efni sem myndast
úr omega 6 fitusýrum eru jákvæð í
litlu magni. Magn þeirra má þó ekki
verða mjög mikið, í samanburði við
efni mynduð úr omega 3 fitusýrum,
því rangt hlutfall þarna á milli getur
stuðlað að blóðsega, slagæðaþreng-
ingum og fleiri neikvæðum áhrifum.
Bæði omega 3 og omega 6 fitusýrur
nota sama ensímið til að umbreyt-
ast og því er afar mikilvægt að það
sé jafnvægi á milli þeirra því báðar
þessar fitusýrur eru mjög mikilvægar.
Rannsóknir hafa sýnt að ólífuolía,
sem er rík af omega 9 fitusýr-
um, hefur áhrif til lækkunar á LDL
kólesteróli, sem oft er kallað vonda
kólesterólið, en um leið hækki HDL
kólesteról sem er kallað góða kólest-
erólið. Þessi áhrif eru aðallega tengd
fenólinnihaldi olíunnar og andoxun-
areiginleikunum sem því fylgja.
www.mni.is
MATUR & NÆRING GUÐRÚN LINDA GUÐMUNDSDÓTTIR NÆRINGARFRÆÐINGUR
Omega 3-6-9 fitusýrur
GÓÐ HÚSRÁÐ
EDIK Á SPEGLANA
■ Hildur Lilliendahl mælir með dag-
blöðum og ediki til að þrífa spegla.
„Ég verð að við-
urkenna að ég er
ekkert sérstaklega
mikil húsmóðir í mér
og kann ekki kynstr-
in öll af húsráðum,“
játar Hildur Lilli-
endahl, nemi í kynja-
fræðum og ljóðskáld. Hún lumar þó
á einu sem hún grípur stundum til.
„Ég nota edik til að þrífa spegla, það
virkar betur en nokkurt hreinsiefni
sem ég hef prófað,“ segir hún. Hildur
notar heldur ekki eldhúsþurrku til að
þurrka spegilinn heldur dagblöð. „Það
koma alltaf rákir eftir þurrkurnar en ef
maður notar dagblöð sést ekki arða á
spegilfletinum.“
Hagkaup var oftast með
lægst verð á borðspilum
samkvæmt verðkönn-
un Fréttablaðsins. Hæst
var verðið í verslunum
Eymundsson og Máls og
menningar. Meira en fjögur
þúsund krónum munaði á
Trivial Pursuit þar sem
munurinn var mestur.
Mestur verðmunur var á
spurningaspilinu vinsæla
Trivial Pursuit, eða 147 pró-
sent. Ódýrast var það í leik-
fangaversluninni Toys R Us á
2.999 krónur, en dýrast í versl-
unum Eymundsson og Máls og
menningar á 7.410 krónur. Mis-
munurinn er 4.411 krónur. Spil-
ið var áberandi ódýrast í Toys R
Us, því í öðrum verslunum þar
sem spilið fékkst kostaði það á
milli 5.500 og 6.000 krónur.
Í verðkönnuninni voru valin
fimm vinsæl spil: Monopoly,
Scrabble, Trivial Pursuit, Party &
Co. og Draumaeyjan, sem er nýtt
íslenskt spil. Farið var í verslanir
Eymundsson, Hagkaupa, Máls og
menningar, BT, Just4Kids og Toys
R Us.
Vöruúrvalið var mest í Toys R
Us, en þar fengust öll spilin sem
könnuð voru. Úrvalið var hins
vegar minnst í verslun BT í Smára-
lind, þar sem aðeins Trivial Pur-
suit var til. Á
öðrum stöðum var vöruúrvalið
misgott en alls staðar fengust þrjú
eða fleiri spil af fimm.
Næstmestur verðmunur var á
Draumaeyjunni, íslensku spili sem
innblásið er af bók Andra Snæs
Magnússonar um Draumalandið,
eða tæplega fjörutíu prósent.
Ódýrast var það í Hagkaupum, á
3.970 krónur, en dýrast í Eymunds-
son og Máli og menningu á 5.450
krónur. Mismunurinn nemur 1.480
krónum. Tekið skal fram að spilið
var aðeins fjórum krónum dýrara í
Just4Kids en í Hagkaupum.
Hið sama var uppi á
teningnum með fast-
eignaspilið Monopoly, en
það kostaði á bilinu 5.800
til 7.000 krónur. Spilið var
dýrast í verslunum
Eymundsson og Máls og
menningar, en
ódýrast í
Hagkaupum.
Aftur var
Just4Kids
með næst-
lægsta
verðið, og
munaði nú
þremur
krónum.
Orðaspilið Scrabb-
le var til í þremur verslunum af
sex: Máli og menningu, Hag-
kaupum, og Toys R Us. Það var
ódýrast í tveimur síðastnefndu
verslununum á 2..999 krónur, en
kostaði 3.810 krónur í Máli og
menningu.
Fjölskyldu- og partíspilið Party
& Co. fékkst aðeins í tveimur versl-
unum: í Hagkaupum og Toys R Us.
Í Hagkaupum kostaði það 4.949
krónur, en fimmtíu krónum meira
í Toys R Us.
Farið var í allar verslanir á
þriðjudagseftirmiðdegi. Hilluverð
var skrifað niður, þar sem það sást,
og einnig fenginn útskriftarstrim-
ill. Allar verðtölur í greininni mið-
ast við verðið sem fékkst á kassan-
um. salvar@frettabladid.is
Ódýrast að kaupa spilin
í verslunum Hagkaupa
VERÐKÖNNUN Á BORÐSPILUM
Eymundsson Hagkaup Mál og menning BT Just4Kids Toys R Us
Party & Co. - 4.949 kr. - - - 4.999 kr.
Trivial Pursuit 7.410 kr. - 7.410 kr. 5.999 kr. 5.498 kr. 2.999 kr.
Scrabble - 2.999 kr. 3.810 kr. - - 2.999 kr.
Monopoly 6.995 kr. 5.795 kr. 6.995 kr. - 5.798 kr. 6.499 kr.
Draumaeyjan 5.450 kr. 3.970 kr. 5.450 kr. - 3.974 kr. 4.999 kr.
Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu
sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn
14. desember 2007, kl. 8.30.
DAGSKRÁ:
1. Tillaga um að hluthafafundur samþykki að veita stjórn
félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt
að kr. 3.659.265.291 að nafnverði með útgáfu nýrra
hluta á genginu 14,7 til að efna samning við Baug Group
hf. og tengd félög um kaup á hlutum í fasteignafélögum
og -sjóðum. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt að hinum
nýju hlutum.
2. Tillaga stjórnar um að færa heimilisfang félagsins að
Síðumúla 24, Reykjavík.
3. Tillaga stjórnar um að breyta tilgangi félagsins með
þeim hætti að starfsemin verði tilgreind sem fjár-
festingarstarfsemi almennt.
4. Stjórnarkjör.
5. Önnur mál.
Framangreindar tillögur leiða til breytinga á 2. gr., 3. gr. og 1.
mgr. 4. gr. samþykkta félagsins nái þær fram að ganga.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu
tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum
fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost
á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda,
kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun,
reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl
við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem
eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði bréflega. Atkvæðaseðla er
hægt að nálgast á skrifstofu félagsins frá og með 7. desember n.k. og þar er
ennfremur hægt að greiða atkvæði um tillögurnar frá og með þeim degi en
um stjórnarkjörið frá og með 10. desember n.k. Þeir hluthafar sem óska þess
skriflega fyrir 9. desember n.k. geta fengið atkvæðaseðla senda sér. Bréfleg
atkvæði skulu berast á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn
13. desember eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði verða talin
á hluthafafundinum þann 14. desember og verða einungis atkvæði þeirra
hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni.
Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinargerð, munu vera til sýnis
á skrifstofu FL Group hf. 7 dögum fyrir hluthafafund og verða send þeim
hluthöfum sem þess óska. Fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 08.00
á fundardegi.
Reykjavík, 6. desember 2007 Stjórn FL Group hf.
Hluthafafundur
14. desember 2007
FL GROUP
BORÐSPIL Ódýrustu borð-
spilin reyndust oftast vera í
Hagkaupum en dýrust
í Máli og menningu
og Eymundsson.