Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 34

Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 34
34 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Lífskjaraskýrsla Þróunarstofn-unar Sameinuðu þjóðanna, sem ég lýsti hér fyrir viku, vakti athygli um allan heim. Hún er stútfull af fróðleik. Ýmislegt í skýrslunni kemur á óvart, til dæmis það, að í 51. sæti listans um búsælustu lönd heimsins á mælikvarða Sameinuðu þjóðanna er – þetta hefðir þú aldrei getað gizkað á! – Kúba. Já, Kúba. Af þeim 177 löndum, sem skýrslan tekur til, eru 50 lönd hærra skráð en Kúba á búsældarkvarðann og 126 eru lægra skráð. Staða Kúbu á listanum ræðst af því, að Kúb- verjar lifa nú að jafnaði aðeins tíu vikum skemur en Bandaríkja- menn, búa við almennt læsi líkt og þeir og senda svipað hlutfall af hverjum árgangi æskufólks í grunnskóla og framhaldsskóla og Bandaríkjamenn, fullt hús þar líka. Þetta dugir til að fleyta Kúbu upp í 51. sæti þrátt fyrir á að gizka sjöfaldan mun á kaupmætti þjóðartekna á mann í Bandaríkj- unum og á Kúbu. Ekki nóg með það: munurinn á búsældarvísitölu Bandaríkjanna og Kúbu er aðeins þrettán prósent. Getur það verið rétt mæling á lífskjaramuninum á löndunum tveim? Nei, munurinn er auðvitað miklu meiri en svo. Lífskjaravísitölunni er ætlað að leyfa góðri lýðheilsu og menntun að lyfta löndum upp fyrir þá stöðu á listanum, sem kaupmáttur tekna á mann myndi skipa þeim í án tillits til langlífis og skólagöngu, og draga niður eftir listanum þau lönd, sem hafa slegið slöku við heilbrigðis- og menntamál. Búsældarmunurinn á Bandaríkj- unum og Kúbu er vísast miklu nær því að vera sjöfaldur en þrettán prósent. Ef kaupmáttur þjóðartekna á mann væri hafður til marks einn sér, væru Banda- ríkin í öðru sæti listans á eftir Lúxemborg, og Kúba skipaði 93. sætið, en þá væri munurinn á Kananum og Kúbverjum ýktur Bandaríkjunum í vil. Listin er að rata meðalveginn. Byltingin á Kúbu og fleira Kjarasamanburðurinn á Kúbu og Bandaríkjunum er merkilegur í sögulegu samhengi. Þegar Fídel Kastró og félagar tóku völdin á Kúbu 1959, gat nýfætt barn þar vænzt þess að ná 64 ára aldri á móti 70 árum í Bandaríkjunum og 73 árum á Íslandi. Þennan langlífishalla tókst kommunum á Kúbu að jafna á röskum áratug: frá 1972 hefur Kaninn haft aðeins um þriggja mánaða forskot á Kúbverja. En við? Það er saga að segja frá því. Þegar föðurafi minn fæddist 1867, gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Fjórða hvert íslenzkt barn á hans reki dó á fyrsta aldursári, og aðeins röskur helmingur þeirra var ennþá uppi standandi við fimmtán ára aldur. Ísland var þá verr á vegi statt á mælikvarða barnadauða og langlífis en öll nema allra fátæk- ustu lönd heimsins eru nú. Við upp- haf nútímans um aldamótin 1900 hafði ástandið skánað, en samt dó þá eitt af hverjum átta börnum á fyrsta ári og eitt af hverjum fimm fyrir fimmtán ára afmælið. Ísland var Afríka, og það er nýliðin tíð. Þessi staðreynd ætti að vekja vonir um betri tíð í brjóstum fátækra þjóða og ætti einnig að minna okkur hin á að ganga hægt um gleðinnar dyr og gleyma ekki uppruna okkar. Læsi var orðið að almennings- eign á Íslandi um 1900 borið saman við 60 prósent fullorðinslæsi í Afríku nú. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Almennt læsi gerði okkur kleift að nota heimastjórn, fullveldi og sjálfstæði til að stökkva inn í nútímann. Kannski var læsið í sjálfu sér ekki lykillinn að lífskjarabyltingunni hér, heldur hitt, að almennt læsi bar vitni um aga, löghlýðni og skilvirka stjórnsýslu. Það var skylt að kenna börnum að lesa, skyldan var háð eftirliti, og hún var virt. Aðrar upplyftingar Búsældarskýrsla Sameinuðu þjóðanna er hafsjór af upplýsing- um um ýmsa þætti, sem orka á lífskjör almennings, þótt ekki sé rúm fyrir þá í vísitölunni. Atvinnu- leysi hefur óvíða verið minna en hér nema á Kúbu, í Hvíta- Rússlandi (það er líklega ólöglegt þar ennþá) og fáeinum öðrum lönd- um. Mannsmorð eru einnig óvíða færri en á Íslandi miðað við fólksfjölda nema í Austurríki, Dan- mörku, Noregi, Japan, Hong Kong og Singapúr auk Írlands og flestra Arabaríkja. Fangar eru mun færri á Íslandi en í nokkru öðru iðnríki, jafnvel í Japan, þótt þar séu framin helmingi færri morð en hér heima miðað við mannfjölda. Íslendingar afnámu dauðarefsingu 1928, mörgum áratugum á undan Svíum (1972), Dönum (1978) og Norðmönnum (1979). Síðasta aftak- an hér fór fram 1830. Aðeins eitt iðnríki utan Asíu heldur áfram að beita dauðarefsingu, Bandaríkin. Rússar hættu að beita dauðarefs- ingu 1999, en Kúbverjar ríghalda í hana líkt og Kaninn, og Kínverjar. Íslendingar hafa á að skipa fleiri læknum á mann en allir aðrir nema Belgar, Ítalar og Grikkir auk Kúbverja, Eista, Rússa og nokkurra annarra austrænna þjóða, sem reykja flestar miklu meira en við samkvæmt skýrsl- unni góðu, læknarnir líka. Allt þetta lyftir okkur upp, og margt annað. Gott. Smáa letrið Í DAG | Lífskjaraskýrsla SÞ ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Kvenfrelsi Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrotta- fenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeið- ingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lög- regluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælis- vert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðis- menningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldis- menn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldis- fulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mann- réttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðar- innar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG. Sjálfum mér til varnar ÖGMUNDUR JÓNASSON V iðbrögð við rússnesku þingkosningunum síðastliðinn sunnudag hafa á Vesturlöndum verið nær einróma á þá lund, að lýst er áhyggjum af stöðu og þróun lýðræðis í hinu risavaxna landi. Aftur á móti eru ekki bornar brigður á að skýr meirihluti Rússa styðji þá stefnu sem Vladimír Pútín forseti stendur fyrir. Það sem er vinsælast við þá stefnu er að hún hefur megnað að endurreisa stórveldisstolt Rússa. Niðurstaða kosninganna á sunnudaginn ber því vitni að meirihluti Rússa telur það mikilvæg- ara en að þeir öðlist lýðræðisleg réttindi sem jafnist á við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi, að annar skilningur er lagður í lýðræðishugtakið í austurvegi en almennt gerist í okkar heimshluta. Á þetta benti til að mynda rússneska blaðakonan Jel- ena Larionova, sem starfar í Múrmansk, í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. Að hennar sögn hefur hugtakið lýðræði neikvæðan hljóm í eyrum margra Rússa. „Það minnir fólk á óreiðu í stjórn- og félagsmálum, í samanburði við sovéttímann. (…) Fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna voru hræðileg fyrir marga og því tengja Rússar hugtakið lýðræði við fátækt, stjórnleysi, glæpi og þaðan af verra.“ Stjórnvöld hafi jafnvel alið á þessum hugsunarhætti. Larionova tók fram að svo lengi sem Pútín og hans menn væru við völd væri ekki að vænta frekari lýðræðisvæðingar. „Hann hefur þegar heitið þjóðinni því að hann muni ekki víkja langt frá valdinu þótt hann stigi af forsetastóli.“ Og með úrslitum þingkosninganna, þar sem flokkur Pútínsinna, Sameinað Rússland, hlaut 70 prósent þingsæta, hafa rússneskir kjósendur gefið Pútín blankótékka til að vera áfram við völd þótt hann láti af embætti forseta þegar öðru kjörtímabili hans lýkur í vor. Stjórnarskráin bannar að óbreyttu að sami maður gegni emb- ættinu þrjú kjörtímabil í röð. Enn er þó óljóst með hvaða hætti Pútín hyggst nota þennan blankótékka, að öðru leyti en því að hann veitir honum umboð til að marka kúrsinn í Kreml, hver svo sem verður arftaki hans – til bráðabirgða? – á forsetastóli. Hinar nýafstöðnu þingkosningar snerust aðeins að nafninu til um að kjósa nýtt löggjafarþing. Frá því Pútín tók við völdum af Borís Jeltsín fyrir átta árum hefur vægi Dúmunnar í stjórnkerfi Rússlands verið stöðugt að minnka. Pútín tók ákvarðanir í öllum veigameiri málum og sá til þess – með tilstyrk eigin persónuvin- sælda og valdsins til að ráðstafa stöðum og bitlingum – að þingið yrði að valdasviptri stimpilstofnun. Með blankótékka valdsins upp á vasann, ásamt stöðugt hækk- andi jarðgas- og olíuverði, getur Pútín nú haldið áfram að vinna að því sem hann og hans menn álíta nauðsynlega endurreisn stór- veldisstöðu Rússlands. Og það boðar hvorki gott fyrir lýðréttindi Rússa né samskipti Rússlands við grannríki og Vesturlönd. Þróun lýðræðis í Rússlandi: Pútín gefinn blankótékki AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Með blankótékka valdsins upp á vasann getur Pútín nú haldið áfram að vinna að endurreisn stórveldis- stöðu Rússlands. Og það boðar hvorki gott fyrir lýð- réttindi Rússa né samskipti Rússlands við Vesturlönd. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ?? Fyrsta flokks gæði og frábær verð Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 jólagjafir HLÝJAR Dúnsængurog koddar í miklu úrvali Bellora since 1883 Milano Unglingadeildin Æskufólkið heldur áfram að sölsa undir sig forstjórastólana hér á landi; strákar sem stöppuðu nærri fermingu þegar Ísland gekk í EES hafa nú tögl og hagldir í viðskiptalífinu. Aðeins 29 ára að aldri hefur Jón Sigurðsson sest í forstjórastól FL Group. Hann var ellefu ára þegar Bónus var stofnað og tvítugur þegar Bónus og Hagkaup sameinuðust undir nafninu Baugur, sem nú er stærsti hlutafjár eigandi FL Group. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, er 31 árs. Jafngamall honum er Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. Unglingarnir hafa þó ekki enn slegið við Eysteini Jónssyni, sem var 27 ára þegar hann varð fjármála- ráðherra árið 1933. Öldungadeildin Nú er svo komið í fjármála- heiminum að menn sem eru að skríða á fimmtugs- aldur þykja gamlir í hett- unni. Björgólfur Thor Björg- ólfsson varð fertugur fyrr á þessu ári, sömuleiðis Hannes Smárason, en Bjarni Ármannsson og Jón Ásgeir Jóhannesson fagna þeim áfanga á næsta ári. Sem sagt eldgamlir. Dörtí Danir Þvert á allt svartagallsrausið um sóða- skap og ófremdarástand í miðbænum mældist Reykjavík hreinasta borgin af fjórtán borgum á Norðurlöndum í samnorrænni könnun sem gerð var í sumar. Hvernig ætli ástandið sé í hinum miðborgunum? Enn einn ganginn skutum við þar Dönum ref fyrir rass en Kaupmannahöfn mæld- ist sú óhreinasta. Þessar niðurstöður hljóta að vera bagalegar fyrir ferðamála- stofuna sem gerði könnun- ina en hún heitir Wonderful Copenhagen. bergsteinn@frettabladid.is jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.