Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 6. desember 2007 3 Tvö tímabil ársins eru mikilvæg fyrir ilmvatnsframleiðendur. Vorið, þegar sumarið er fram undan með sól og sumaryl og neytendur „þurfa“ léttan ilm, og haustið vegna þess að þá hentar þyngri ilmur og jólagjafa- vertíðin er fram undan. Þá flæða líka á markaðinn ný ilmvötn sem auð- vitað eiga heima í hverri snyrtitösku á sama tíma og þau eru þægileg lausn á jólagjöfum. Vandamálið er þó að ilmvatn er eitt af því persónu- legasta sem hver og einn notar, háð smekk og því sem við teljum hæfa. Oft hefur fólk sagt við mig að Le male frá Gaultier eða Kenzo í bláu, hömruðu glerflöskunum lykti allt öðruvísi á mér en öðrum. Þannig breytist ilmurinn á húð hvers og eins sem flækir enn frekar málið. Það verður sömuleiðis að segjast eins og er að gæði ilmvatna eru misjöfn. Hver þekkir ekki dæmi um ilmvötn sem lifa stuttu lífi og eru því nokk- urs konar stundarfyrirbrigði? Sem dæmi mætti nefna Lovely frá Söru Jessicu Parker, Intense Instinct sem David Beckham var að markaðs- setja og Kylie Minogue sem er að senda sitt annað ilmvatn á markað. Áfram mætti telja. Meira að segja fínustu tískuhús vanda stundum lítið til verka. Til dæmis hefur komið fram í rannsóknum á ilmvötnum hér á landi að Jean-Paul Gaultier noti mikið af gerviefnum í sín ilmvötn sem auðvitað eru miklu ódýrari en ekta. Chanel aftur á móti notar mikið af náttúrulegum ilmefnum. Í vetur hafa tískuhúsin mörg hver verið að skipta um fyrirsætur sem eiga að ná til neytandans og tákna ímynd við- komandi merkis, þar má nefna Dior og Lancôme. Hinir þekktustu senda frá sér nýjan ilm eins og YSL með Elle. Aðrir endurvekja gamla slagara líkt og Hermès sem minnist með nýju ilm- vatni annars vegar hinnar frægu Kelly-tösku sem var hönnuð árið 1930 og Grace af Mónakó gerði fræga og hins vegar ilmvatnsins Calèche sem var fyrst sett á markað árið 1964. Það var eftir að „nef“ Hermès, Jean-Claude Ellena, kom inn í leðurgeymslu þar sem skinn sem átti að nota í töskur voru geymd, að hann blandaði þennan ilm en skinnin höfðu verið lituð með viði sem ilmaði af blómum. Ilmurinn heitir einfaldlega Kelly Calèche. Fyrir herrana er hægt að nefna tvær áhugaverðar ilmvatnstegundir sem eru móðins í dag. Tom Ford er ilmur sem hinn samnefndi fyrrum hönnuður Gucci og YSL fram- leiðir og Acqua Di Parma sem er ítalskur ilmur frá frægu ilmvatnsfyrirtæki og þykir mikil gæðafram- leiðsla. En svo eru þeir sem ekki vilja fylgja fjöld- anum og hafa sínar hugmyndir um stíl og tísku og láta einfald- lega blanda sitt eigið ilmvatn. Nú eru sífellt fleiri sem velja þá leið. Það verður þó ekki lausn á jólagjöfinni í ár nema þá með gjafabréfi. bergb75@free.fr Vetrarvertíð byrjar Gúmmíblúnda á úlnlið og ökkla. Þessi fallega gúmmí- blúnda fæst í Verksmiðj- unni á Skólavörðu- stíg 10. Blúnduna er bæði hægt að fá á upphand- legg, úlnlið og ökkla og er til í mörgum mismun- andi litum. Blúndan lífgar upp á hvaða klæðnað sem er og er til dæmis flott á hendur við erma- lausa kjóla og eins á ökkla við stutt pils. Rósa Helgadóttir, einn sex hönnuða Verksmiðjunnar, hannar blúnduna. - ve Skemmtilegur skartgripur Blúnduna er hægt að hafa bæði á úlnlið og ökkla. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Bæjarlind 6 • s. 554 7030 Eddufelli 2 • s. 557 1730 Opið laugard. í Bæjarlind 10 - 16 og Eddufelli 10 - 14 Opið sunnudag í Bæjarlind 13 - 16 FA LL EG UR JÓ LA FA TN AÐ UR str. 36-56 Glæsilegur sparifatnaður Rauðarárstíg 1 • sími 561-5077 opið laugardag 10:00-18:00 sunnudag 13:00-17:00 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki www.medico.is HIÐ FULLKOMNA ÚTLIT TVISVAR SINNUM JAFNARI OG FERSKARI ÁFERÐ SAMANBORIÐ VIÐ HEFÐBUNDINN FARÐA NÝTT MIRACLE TOUCH Kynning fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 12-16Kynning fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 12-16 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.