Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 38

Fréttablaðið - 06.12.2007, Page 38
[ ] Haukur Magnússon setur hvítt brauð ekki inn fyrir sínar varir og hefur alltaf átt gnótt græn- metis og ávaxta í fórum sínum. Síðastliðin fjögur ár hefur hann setið við stýri Ávaxtabíls- ins, sem birtist fyrst á götunum fyrir eintóma hugsjón. „Ég hef alltaf verið hollustusælkeri, stundað líkamsrækt og verið meðvitaður um að misbjóða ekki líkama mínum með óhollri fæðu. Mér fannst vanta að geta gengið að hollum skyndibita á markaðnum svo ég stofnaði Ávaxtabílinn til að framkvæma það sem mig sjálfan vantaði í dagsins önn,“ segir Haukur, sem frá upphafi hefur fært út kvíar Ávaxtabílsins; nú síðast með hollum sæl- keramáltíðum á Skeljungs- og Olísstöðvum höfuðborgarsvæðisins. „Þetta byrjaði saklaust eftir galsafengna hugmynd sem ég losnaði ekki við eftir samtal við félaga minn um ávaxtaheildsölu til fyrirtækja, en á hans vinnustað voru jafnan pantaðir ávextir og grænmeti í miklu magni. Við veltum fyrir okkur hví ekki væri sama í boði fyrir minni fyrirtæki því heildsölurnar seldu svo stórar pakkningar,“ segir Haukur, sem í kjölfarið þótti tefla djarft þegar hann hóf heimsendingar með minni skammta af sælgæti náttúrunnar. „Ég hélt samt ótrauður af stað með óunna ávexti og grænmeti og fór fljótlega að skera þá niður í glös sem hentugt millimálasnakk með aukinni dreifingu í matvöruverslanir. Ekki höfðu nú allir trú á þessu, en Ávaxtabíllinn er kominn til að vera og enn erum við að færa út kvíarnar, nú síðast með hollustupasta- og salatréttum, brauðréttum og ávaxtaskyrdrykkjum þar sem ekkert er til sparað í gæðum og góðmeti,“ segir Haukur, sem í samvinnu við Gæðabakstur lætur baka fyrir sig þétt, trefja- mikið og grófkorna brauð, ásamt því að setja í rétti sína lífrænt heilhveitipasta, úrvals grænmeti og ávexti, osta og kjúklingakjöt. „Með þessu förum við inn á markað sem enginn hefur sinnt hingað til, undir merkjum okkar; Ávaxtabíllinn og Fit Food. Við viljum kenna fólki að fleiri valkostir bjóðast í skyndibita en hvítar majónessamlokur og sykur í eftirrétt. Þegar fólk sér merki Ávaxtabíls- ins getur það verið visst um að varan er í lagi og ekkert blöff í gangi; við notum engar transfitur eða varasöm gervisætuefni; eingöngu náttúrulega og holla fæðu,“ segir Haukur, sem eftir jólagleðina ætlar að markaðs- setja hollustumáltíðir sínar í matvöruverslunum og fleiri útsölu- stöðum. thordis@frettabladid.is Hollt og gott í hvert mál Te er gott að drekka til að fá yl í kroppinn auk þess sem það hefur oft ýmsa heilsubætandi eiginleika. Það fer hins vegar eftir tegundinni og hvers konar jurtir eru notaðar. Gott er að drekka te ef maður er með hálsbólgu eða kvef. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Haukur Magnússon framkvæmdastjóri Ávaxta- bílsins, með fangið fullt af gómsætri hollustu. Þegar landsmenn hafa fengið fylli sína af jólagóðgætinu munu hillur verslana svigna undan heilnæmum og ljúffeng- um hollustumáltíðum Ávaxtabílsins. Algeng orsök stækkaðs blöðruhálskirtils er skortur á D-vítamíni. Sólarljós eða lampi getur verið besta meðalið. „Skortur á D-vítamíni eykur áhættuna á stækkun blöðruháls- kirtils,“ er haft eftir Jan-Erik Damber, prófessor við Sahl- grenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg, í sænska Aftonbladet. Þetta segir hann að lokinni stórri rannsókn sem 3.000 karlmenn yfir sjötugt tóku þátt í. Þrjú hundruð þeirra gengust undir rannsókn á blöðruhálsi og niðurstöðurnar voru bornar saman við gildi D- vítamíns í blóðinu. Góðkynja blöðruhálskirtils- stækkun var hægt að skýra í tuttugu prósentum tilvika með lágu D-vítamíngildi. Það virðist því mjög veigamikill þáttur. Í framhaldinu segir Jan-Erik að skoðað verði hvort hægt sé að meðhöndla góðkynja stækkun blöðruhálskirtils með því að auka D-vítamíngjöf. Einfaldast sé að gera það með því að hvetja menn til sólbaða, til dæmis með lömpum, en einnig komi töflur til greina. - gun Sólin veitir vörn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.