Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 42
 6. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● smáralind og nágrenni Fyrir rúmlega ári opnaði Austur-Indía- félagið veitingastað í Hlíðasmára 8 í Kópavogi til viðbótar við þann sem er á Hverfisgötu. Kokkarnir eru frá Indlandi og komu hingað til lands sérstaklega til að elda mat handa landanum. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur,“ segir Pato, rekstrarstjóri Austur-Indíafélagsins í Kópavogi, um gengi staðarins. „Frægustu indversku réttirnir eru tandoori- og tikka masala-kjúklingur. Á Indlandi er mikil kryddhefð vegna þess að upphaflega var kryddið ekki einungis notað til að gera matinn betri, heldur til að hann geymdist lengur. Þá voru auðvitað engir ísskápar til. Á Suður-Indlandi er maturinn kryddaður meira en í norðrinu, en svo er mismunandi hve mikið menn nota kókosmjólkina til að hafa jafnvægi,“ segir Pato og bætir við að indversk mat- argerð hafi orðið fyrir miklum áhrifum héðan og þaðan, meðal annars frá Portú- gal. Flest allt hráefnið í indversku réttina er hægt að fá hér á landi, en sumt þarf að sér- panta frá útlöndum. Eftirfarandi er uppskrift að tandoori- kjúklingi sem eflaust er æði gómsætur. Tandoori Murgh Marineraður grillaður kjúklingur Skammtur handa fjórum: 2 húðlausir kjúklingar, hvor um sig um 1 kg safi af einni sítrónu salt, eftir smekk skorinn laukur og sítrónusneiðar til skrauts Tandoori-kryddlögur: 750 ml/3 bollar af jógúrt 2 msk. ólífuolía 1 tsk. engifer- og hvítlaukspestó 1 tsk. rautt kasmír-chilli eða cayenne pipar 2 tsk. malaður kóriander 2 tsk. garam masala 1 tsk. turmeric 1 tsk. malaður hvítur pipar Gerið skurði þvert yfir kjúklinginn. Nuddið sítrónusafa og salti í og látið bíða í 10 mín. Á meðan er kryddlögurinn lagaður. Setjið jógúrt í glerskál og hrærið afgangn- um af uppskriftinni út í. Bætið kjúklinga- bitunum út í, blandið vel og látið marinera í 6 tíma við stofuhita eða í 12 tíma í ísskáp. Að því loknu er ofninn forhitaður upp í 230° C og stillið á grill. Einnig má grilla kjúklinginn á útigrilli. Skreytið með hráum lauk, sítrónusneið- um og berið fram með salati, hrísgrjónum og jógúrtsalati. - nrg Indversk matreiðsla í Hlíðasmára Tandoori-kjúklingur er einn vinsælasti réttur á Indlandi. FRÉTTA BLA Ð IÐ /VILH ELM Nú styttist óðum í jólin og því vel við hæfi að láta flikka aðeins upp á sig til að líta sem best út. Í Hygeu í Smáralind er boðið upp á alls kyns húðmeðferðir í sérlegri snyrti- stofu verslunarinnar, sem að sögn Helgu Óladóttur snyrtifræðings virka sumar hverjar vel gegn jóla- stressinu í desember. „Ég myndi segja að það væri rosalega gott að fara í ilmolíumeð- ferðir, þær róa mann niður og eru sérstaklega góðar í öllu stress- inu,“ segir Helga. „Ég myndi helst mæla með þeim, nema viðkom- andi leiti sérstaklega eftir ein- hverri styrkingu. Þá er mjög gott að fara í Hydradermielift.“ Hydradermielift er ein fjöl- margra meðferða sem boðið er upp á í Hygeu en um er að ræða and- litslyftingu sem byggist á vöðva- og sogæðaörvun, ásamt andlits- og herðanuddi. „Vöðvaörvunin styrkir andlits- og hálsvöðva og húðin verður sléttari, stinnari og frísklegri,“ segir Helga. „Sogæða- örvunin eykur líka úrgangsefna- losun húðvefja og dregur úr þrota og baugum. Frumurnar endur- nýjast.“ Munurinn er mikill eftir aðeins fjóra tíma að sögn Helgu, sem bætir við að árangur náist þó mis- fljótt háð ástandi hvers og eins. Sumir séu með svo stinna og slétta húð að þeim nægi jafnvel að mæta einu sinni, á meðan aðrir þurfi að koma oftar en fjórum sinnum til að meðferðin beri árangur. Þess má geta að frá því að stofan var opnuð fyrir tæpum tveimur árum hafa konur verið duglegar að prófa þær ólíku með- ferðir sem þar eru í boði og þá eru karlar í sívaxandi mæli farnir að nýta sér þjónustuna. „Þeir fara nú oftast í andlits- böð, með nuddi og hreinsun,“ segir Helga. „Þá eru andlit, axlir og bringan nudduð. Svo er húðin hreinsuð með ilmolíumeðferð. Það er andlitsmeðferð sem felst í mjög þægilegu nuddi og styrkir höfuð og húð. Gott bæði fyrir karla og konur.“ Nánari upplýsingar um Hygeu á vefsíðu Smáralindar, www.smara- lind.is. - rve Gott gegn jólastressi Boðið er upp á alls kyns meðferðir í Hygeu, meðal annars róandi ilmolíu- meðferðir og andlitslyftingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Snyrtistofa var opnuð í versluninni Hygeu fyrir tæpum tveimur árum þar sem nú er hægt að kaupa snyrtivörur og prófa alls kyns meðferðir. Veröldin okkar í Smáralind er sannkallaður sælureitur fyrir smáfólkið. Veröldin okkar er afdrep í versl- unarmiðstöðinni Smáralind þar sem börn koma saman til að leika sér, hoppa, klifra, dansa og syngja. Þá er Veröldin okkar hugsuð sem staður þar sem foreldrar geta geymt börnin sín á meðan þeir versla. Báðir aðilar njóta góðs af. Foreldrar eru lausir við suðið í börnunum og börnin geta sprell- að áhyggjulaus í þrefaldri renni- braut eða hoppað á trampól- íni, enda segir sagan að Veröldin okkar sé full af gleði og hamingju- sömum börnum. „Börnin geta verið hjá okkur að hámarki tvo tíma, og þau eru á aldrinum frá þriggja til tólf. For- eldrar passa vel upp á að skilja þau ekki eftir lengur en þau eiga að vera. Stundum kaupa þeir sér sjálfir hálftíma og eru með börn- unum sínum,“ segir Guðbjörg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Veraldarinnar okkar. Vel er passað upp á börnin, að þau hvorki meiði sig né sleppi út. Þau eru sett í sérstök vesti með ísaumaðri þjófavarnarþynnu þannig að ef barn reynir að læðast út um hliðið fer allt að pípa. For- eldrar geta því verslað áhyggju- lausir. Á staðnum er einnig rólegt hvíldarherbergi fyrir börn sem hafa fengið of stóran skammt af gleði og ærslum. Þegar þreyta sígur yfir litla kroppa geta þeir líka fengið sér trúðaís og kókó- mjólk sem veitir þeim auka orku til að leika sér meira í foreldra- heldum leiktækjunum. Leiktæk- in eru svo sterk að þau þola full- orðna einstaklinga og mega for- ráðamenn fá sér snúning að hætti ungdómsins ef þeir vilja. Þá er boðið upp á ýmsa þjónustu á staðnum og gefst foreldrum og öðrum forráðamönnum að halda þar afmælisveislu fyrir smáfólkið. „Hérna eru haldin afmæli á hverj- um degi og geta verið fimm til sjö afmæli yfir helgi,“ segir Guð- björg og bætir við að á þriðjudög- um hittist síðan sérstakir tvíbura- hópar á staðnum. - nrg Skemmtistaður fyrir börn Börnin geta sprellað á meðan foreldrarnir versla áhyggjulausir. Foreldrarnir geta líka tekið þátt þar sem tækin þola líka fullorðna einstaklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.