Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 56
36 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Loftslagsmál Við þekkjum niðurstöð-ur vísindamanna. Hlýnun jarðar er stað- reynd og það er fyrst og fremst við okkur sjálf að sakast. Við höfum heyrt varnaðarorðin. Ef við grípum ekki til aðgerða án tafar, verðum við að horfast í augu við alvarlegar afleiðingar. Heimskautaísinn kann að bráðna. Yfirborð sjávar mun hækka. Þriðjungur jurta og dýra- tegunda gæti dáið út. Hungur verður landlægt í heiminum sér- staklega í Afríku og Mið-Asíu. Samt hafa góðu fréttirnar að mestu leyti gleymst í umræðunni. Það er á okkar valdi að grípa í taumana og það er auðveldara og mun ódýrara en margur heldur. Þetta eru niðurstöður síðustu skýrslu Vísindanefndar Samein- uðu þjóðanna (IPCC), vísindastofn- unarinnar sem deilir friðarverð- launum Nóbels 2007 með Al Gore. Hún er sláandi lesning en við megum samt ekki gleyma því jákvæða í henni sem er að við getum gert eitthvað í málinu. Það sem meira er, við höfum ekki aðeins efni á því, heldur getum gert það með þeim hætti að það stuðli að aukinni velmegun. Föllum ekki á tíma Í þessari viku hittast leiðtogar ver- aldar á fundi á Balí. Við þurfum á heildstæðu sögulegu samkomulagi að halda sem allar þjóðir heims geta sætt sig við. Við þurfum að semja dagskrá, vegvísi til betri framtíðar með fastsettum dag- setningum í því skyni að samkomu- lag geti náðst 2009. Við vitum ekki enn hvað mun felast í slíku samkomulagi. Hvort verður ofan á að skattleggja útblástur gróðurhúsalofttegunda eða koma á fót alþjóðlegu við- skiptakerfi með kolefni? Verður komið á fót kerfi til að hindra eyð- ingu skóga (sem veldur um 20% útblásturs) eða verður þróunar- ríkjum hjálpað við að aðlagast hlýnun jarðar? Afleiðingarnar koma jú hlutfallslega harðast niður á þeim. Verður lögð áhersla á orku- sparnað og endurnýjanlega orku- gjafa, eins og lífrænt eldsneyti eða kjarnorku og verður stuðlað að því að breiða „græna“ tækni út í heim- inum? Svarið er auðvitað að margt af ofanrituðu verð- ur framkvæmt og mikið, mikið meira. En ef umræðurnar lenda í öng- stræti vegna þess hve mörg og flókin viðfangs- efnin eru getum við tapað því mikilvægasta: tíman- um. Í þessu efni er mikil- vægt að hafa skýra sýn á það hvernig heimurinn mun líta út ef við ráðum við viðfangsefnið. Það verður ekki aðeins hreinni, heilbrigðari og öruggari heimur fyrir alla. Ef rétt er haldið á spil- unum gæti framtíðin borið í skauti sér vistvæna umsköpun efnahags- lífs heimsins. Öfugt við það sem sumir þjóðarleiðtogar halda, gæti þessi umbreyting aukið hagvöxt og þróun í stað þess að draga úr. Endurnýjanlegir orkugjafar Við höfum lifað þrenns konar efna- hagslegar umbreytingar á síðustu hundrað árum. Fyrst var það iðn- byltingin, síðan tæknibyltingin og loks okkar tímar; tímar hnattvæð- ingarinnar. Nú stöndum við frammi fyrir nýjum tímamótum: öld hins græna hagkerfis. Vísbendingarnar eru úti um allt og stundum á óvæntustu stöðum. Í heimsókn minni til Suður-Ameríku nýlega kynntist ég af eigin raun hvernig Brasilía er orðið lykilríki í hinu græna hagkerfi en endurnýjan- legir orkugjafar fullnægja 44 pró- sent eftirspurnar eftir orku. Með- altalið í heiminum er 13 prósent. Í Evrópu: 6,1 prósent. Oft er mikið gert úr því að Kína muni senn fara fram úr Banda- ríkjunum og valda mestum útblæstri gróðurhúsalofttegunda allra ríkja í heiminum. Minna er vitað um það að Kínverjar munu fjárfesta fyrir andvirði tíu millj- arða dollara í endurnýjanlegum orkugjöfum á þessu ári. Aðeins Þjóðverjar verja meira fé til þessa málaflokks. Á fundi leiðtoga Austur-Asíuríkja í Singapúr nýlega hét Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, að minnka orku- notkun sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu um tuttugu prósent á fimm árum. Þetta er í raun ekki ósvipað fyrirheitum Evrópusam- bandsins um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020. Þetta er leiðin fram á við. Sumir telja að einungis með því að styðj- ast við núverandi tækni mætti draga úr eftirspurn eftir orku um helming á næstu fimmtán árum sem fæli í sér að minnsta kosti 10% arð af fjárfestingunni. Í nýj- ustu skýrslu loftslagsnefndar Sam- einuðu þjóðanna eru settar fram auðframkvæmanlegar tillögur, allt frá harðari reglum um notkun loft- kælingar og ísskápa til aukinnar skilvirkni í iðnaði, byggingariðn- aði og samgöngum. Í skýrslunni eru færð rök að því að það kosti sem samsvarar 0,1 prósenti af þjóðarframleiðslu heimsins á ári næstu þrjá áratugi að hindra alvar- legar loftslagsbreytingar. Hagvöxtur gæti aukist Það er ekki víst að það dragi úr hagvexti og reyndar kann hann að aukast. Rannsóknir Kaliforníu- háskóla í Berkeley benda til að Bandaríkin geti skapað 300 þús- und störf ef tuttugu prósent raf- magnsnotkunar komi frá endurnýjan legum orkugjöfum. Virt ráð gjafar fyrirtæki í München spáir því að við lok næsta áratugar muni fleiri starfa í umhverfisvæna tæknigeiranum en í bílaiðnaðin- um. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) telur að fjárfest- ing í heiminum í orku sem veldur engum útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda nemi 1,9 milljörðum doll- ara árið 2020. Slík fjárfesting gæti skapað nýjar forsendur í iðnaði heimsins. Nú þegar krefst atvinnulífið í mörgum heimshlutum þess að settar verði skýrar reglur um loftslagsbreytingar, hvort sem það verður í formi nýrra reglna, þaks á útblæstri eða stefnumótunar til að auka skilvirkni. Ástæðan er aug- ljós. Atvinnulífið þarf skýrar reglur. Það er svo sannarlega hlut- verk Sameinuðu þjóðanna að hjálpa við að setja þær. Okkar hlutverk á Balí og í fram- haldinu er að móta þessa nýju umsköpun heimsins – að bjóða vel- komna nýja tíma hins græna hag- kerfis og grænnar þróunar. Það sem skortir er alþjóðlegur ramma- samningur um það hvernig við jarðarbúar getum stillt saman strengi okkar til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Vísindamenn hafa kveðið upp sinn dóm. Nú er komið að stjórn- málamönnunum. Balí er prófraun á forystu þeirra. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Öld hins nýja græna hagkerfis BAN KI-MOON Að trúa ekki er þeirra trú UMRÆÐAN Trúmál Nú get ég ekki leng-ur orða bundist vegna umræðna um trúmál sem farið hafa hátt undanfarið. Ég er alinn upp í samfélagi kristinna manna – en ég efast. Ég efast um margt í Biblíunni en hrífst af öðru, ég er leitandi og þarf sjálfs mín vegna og annarra að vera jákvæður – jákvæðni er góð, neikvæðni ekki. Í umræðum um trúmál finnst mér of oft gripið til upp- hrópana og neikvæðni í garð andmælenda. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Árinni kennir illur ræðari Biblían er merkileg bók, um það held ég að fáir efist. Engin bók er jafnumtöluð og umdeild. Gjarnan er gripið til útúrsnún- inga og að best verður séð vís- vitandi rangtúlkana til þess að gera það sem upp úr stendur í boðskap hennar tortryggilegt – en enn stendur kristnin óhögg- uð. Erfitt er að sjá að boðskapur Biblíunnar sé ekki einn af horn- steinum vestræns samfélags. Stundum velti ég því fyrir mér af hverju fólki sem alið er upp í samfélagi okkar verði jafnupp- sigað við þennan boðskap, getur verið að þar sé leitað langt yfir skammt? E.t.v. væri nær að skoða sinn innri mann áður en seilst er jafnlangt í árásum á gildi sem eru fjölmörgum kær og hjartfólgin. Ég velti fyrir mér orðunum trúleysingi og vantrú. Mér sýn- ist að þeir sem kenna sig við þau séu einatt mikið og einlægt trú- fólk. Skrif þeirra margra og orð- ræða geisla af innileika og mik- illi ástríðu og trausti til sannfæringar sinnar. Þó sýnist mér af því sem ég les og heyri að þeir sem gagnrýna kristni hvað harðast séu oftar en ekki ekki nógu vel að sér um kristin fræði til þess að fjalla um þau á hlut- lægan hátt. Í staðinn er gripið til upphrópana, afbakana og útúr- snúninga. – Ég er viðbúinn því að einhver, jafnvel einhverjir, muni í framhaldi orða minna reiða hátt til höggs og vandi mér ekki kveðjurnar fyrir það eitt að lýsa skoðunum sem eru viðkom- andi ekki að skapi. Það er því miður of algengt að umræða um trú og trúmál, sem ætti að vera á háu plani, sé persónugerð og dregin niður á lægsta plan með neikvæðni, jafnvel illsku. Fyrst við viljum ekki þá má enginn Við höfum hvert okkar trú, hvort sem hún bein- ist að guði eða mannin- um sjálfum í einhverri mynd. Eftir því sem samfélagið verður fjöl- breyttara verða átök ólíkra viðhorfa sýni- legri – og því miður verða hvers kyns öfgar áberandi. Nýlega bár- ust fréttir af því að leik- skólar í Seljahverfi í Reykjavík hefðu slitið samstarfi við kirkj- una vegna óánægju örfárra sem ekki vilja að kirkjan komi nærri börnum þeirra. Hinir sem vilja áfram njóta heimsókna prests- ins í hverfinu verða að þola þetta undir því yfirskini að ekki megi mismuna fólki eftir trúarskoð- unum. Það var og. Einn þeirra sem atast gjarnan gegn kirkju og kristni hefur lofað þessa ákvörðun leikskólanna sem að hans mati ber „sönnu umburðar- lyndi, tillitssemi og víðsýni fag- urt vitni“! Þannig var að hann mun hafa átt tvö börn í einum þessara leikskóla og var ekki sáttur við heimsóknir prests. Langflest erum við sammála um að engum skuli mismunað og þegar börnin okkar eiga í hlut erum við sérstaklega á varðbergi. En það er afar erfitt að sjá að slíkt hafi verið leiðarljós þeirra sem réðu för í þessu máli. Ég skil mætavel að foreldrar vilji ekki að haft sé fyrir börnum þeirra það sem gengur gegn trúarsannfær- ingu þeirra. En skórinn kreppir ekki þar heldur að brugðist sé við með þeim hætti sem hér var gert; að leikskólastjórnendur í ótta sínum sjái sig knúna til að úthýsa kristnum áhrifum að vilja örfárra. Væri ekki nær að skoða með hvaða hætti unnt sé að uppfylla ólíkar þarfir í stað þess að slá allt af? Það er öfugsnúið og meira en lítið bjagað jafnræði að láta mik- inn meirihluta fólks gjalda fyrir viðhorf örfárra. Slíkur gjörning- ur lýsir hvorki virðingu né víð- sýni heldur dæmalausu ofríki og einstrengingshætti. Mér finnst ekki fjarri lagi að orða mætti mál- flutning hinna „umburðarlyndu“ og „víðsýnu“ með eftirfarandi hætti: Fyrst við viljum ekki þá má enginn. Hér er víðsýni orðin að þröngsýni, umburðarlyndi að for- dómum og jafnrétti að ofríki. Við sem samfélag erum á rangri leið og hættulegri þegar fólk lætur telja sér trú um að fordómar og ofríki hinna fáu séu í reynd umburðarlyndi og jafnrétti. Höfundur er blaðamaður. ÁRNI HALLGRÍMSSON Rússland og lýðræðið Hermann Þórðarson skrifar: Það eru margir sem gagnrýna Rússa í dag og telja að það skorti á lýðræði þar í landi. Hvað er lýðræði? Lýðræði er venjulega tengt við Grikkland en það „lýðræði“ sem átti sér upptök í því ágæta landi á ekkert skylt við það sem við köllum lýðræði í dag. Lýðræði Grikkjanna var bara fyrir útvalda þjóðfélagshópa. Sovétmenn töldu að þeirra kerfi væri lýðræði og svo er um mörg önnur ríki núver- andi og fyrrverandi. Lýðræði er afstætt hugtak og ekki einhlítt hvað það þýðir. Gorbasjov vildi breyta Rússlandi í lýðræðisríki en fékk því miður ekki tíma til þess. Jeltsín hafði engan áhuga á lýðræði, bara að skara eld að sinni köku. Það eina góða sem hann gerði var að skapa möguleika fyrir Pútín til að komast til valda í Rússlandi. Rússland hefur aldrei verið lýðræðisríki og það mun ekki verða það á nokkrum áratugum þótt fullur vilji væri til þess. Það þarf líka ákveðna staðfestu til þess að stjórna svo fjölmennu og víðtæku ríki eins og Rússlandi, ekki síst á viðsjárverðum tímum eins og í dag. Rússland þarf því á sterkum og vinsælum leiðtoga eins og Pútín að halda í dag. Pútín sigraði í kosning- unum í Rússlandi vegna þess að hann hefur traust meirihluta þjóðar- innar. Er það ekki lýðræði? Við Íslendingar teljum okkur stundum vera merkilegri en aðrar þjóðir og þykjumst þess umkomnir að geta sagt öðrum fyrir verkum, jafnvel stórveldunum. En við skulum láta það ógert. Við höfum um nóg að hugsa hér heima. Við höfum söguleg tengsl við Rússa og eigum að efla þau tengsl báðum til góðs. Við skulum ekki gleyma stuðningi Rússa við okkur á tímum þorska- stríðanna. Hættum þessu röfli um lýðræði í Rússlandi og ímyndaðri hættu af stefnu Rússa sem stór- veldis. Okkur stafar engin hætta af Rússum og vonandi kemur að því í náinni framtíð að þeir ganga í Evr- ópusambandið og gerast meðlimir í NATO. Við Vesturlandabúar þurfum að standa saman gegn yfirvofandi hættu frá öfgasinnuðum öflum í öðrum heimshlutum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.