Fréttablaðið - 06.12.2007, Síða 74
54 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
Nýtt kortatímabil
OPIÐ FRÁ 11-18
Leikarinn Dennis Quaid og eigin-
kona hans hafa höfðað mál gegn
lyfjafyrirtækinu Baxter
Healthcare fyrir villandi merk-
ingar á blóðþynningarlyfi sem
nýfæddir tvíburar þeirra fengu á
dögunum.
Fengu þeir alltof mikið magn
af lyfinu og voru nær dauða en
lífi. Krefjast hjónin rúmlega
þriggja milljóna króna í skaða-
bætur.
Tvíburarnir, sem voru tveggja
vikna þegar óhappið átti sér stað,
áttu að fá tíu einingar af lyfinu en
fengu í staðinn tíu þúsund eining-
ar. Quaid og kona hans hafa ekki
ákveðið hvort þau ætli að höfða
mál gegn sjúkrahúsinu, sem
hefur beðist afsökunar á mistök-
unum. „Tilgangurinn með þess-
ari málshöfðun er að koma í veg
fyrir að önnur börn lendi í þessu.
Þau eru ekki að reyna að græða
pening,“ sagði lögfræðingur
hjónanna. Bætti hann því við að
tvíburarnir væru komnir heim til
sín og hefðu það mjög gott.
Dennis Quaid, sem er 53 ára, er
þekktastur fyrir hlutverk sín í
myndunum The Right Stuff,
Enemy Mine og Innerspace sem
komu út á níunda áratugnum.
Quaid höfðar mál
DENNIS QUAID Dennis Quaid og
eiginkona hans vilja koma í veg fyrir að
svipað óhapp eigi sér stað aftur.
Upplýsingar um höfunda tíu hljóm-
platna sem koma út fyrir jólin virðast
eitthvað hafa skolast til. Fréttablaðið
ákvað að grennslast fyrir um hverjir
höfundarnir væru í raun og veru til
að leiðrétta þennan leiða misskilning
sem hefur komið upp. Þótt plöturnar
séu eflaust óvenjulegar ættu þær að
sóma sér vel í hvaða jólapakka sem er.
Ég skemmti mér um
jólin
Þorgrímur Þráinsson
(Ekki Guðrún og Friðrik
Ómar)
Þorgrímur hneppir
frá í eitt skipti fyrir
öll á sinni fyrstu
jólaplötu. Umfjöll-
unarefnið er afar
þarft; hvernig full-
nægja skal kon-
unni í jólastressinu.
Lög á borð við „Ég
sá mömmu kyssa
jólasvein“ og „Komdu
um jólin“ öðlast nýja
merkingu á þessari
hressilegu plötu.
Ein
Eyrún Huld
(Ekki Birgitta)
Fyrsta sólóplata Eyrúnar
Huldar Haraldsdótt-
ur þar sem hún gerir
upp samband sitt við
rokkstjörnuna Magna
Ásgeirsson. Fyrsta
smáskífulagið
„Creep“ hefur
þegar vakið mikla
lukku á öldum
ljósvakans.
Sticky Situation
Guðmundur í Byrginu
(Ekki Bloodgroup)
Guðmundur í Byrginu lætur allt flakka á
þessari persónulegu kántríplötu. Myndbandið
við titillag plötunnar er þegar komið á netið
þar sem lagið er flutt í sinni nöktustu mynd án
allra hjálpartækja.
Það er ekkert víst að það klikki
Manúela Ósk og Grétar Rafn
(Ekki Einar Ágúst)
Hin nýgiftu Manúela Ósk
Harðardóttir og Grétar
Rafn Steinsson, sem kynnt-
ust einungis fyrir nokkrum
vikum, syngja ástardú-
etta á þessari hugljúfu
plötu. Platan var tekin
upp á mettíma og á
meðal óvæntra gesta
í hljóðverinu var
sjálf poppprinsessan
Britney Spears.
Allar stúlkurnar
Geiri á Goldfinger
(Ekki South River Band)
Geiri á Goldfinger rappar taktfast um „kjell-
ingarnar“ sínar á Goldfinger og lætur lögguna
fá það óþvegið. Með gullkeðjurnar um hálsinn
færir hann sígild lög á borð við Bond-slagar-
ann „Goldfinger“ og „Fuck tha Police“ í nýjan
og óvæntan búning.
Tímarnir okkar
Vilhjálmur Vilhjálmsson
(Ekki Sprengjuhöllin)
Borgarstjórinn
fyrrverandi
rifjar upp gömlu
góðu dagana
þegar hann og
Sjálfstæðis-
flokkurinn áttu
samleið. Raggi
Bjarna syngur
með honum dú-
ett í angurværri
útgáfu þeirra
á laginu „Við
Reykjavíkur-
tjörn“.
Man ég þinn koss
Ingibjörg Sólrún
(Ekki Ingibjörg Þorbergs)
Utanríkisráðherra syngur
um frægan koss sinn og Geirs
H. Haarde á Þingvöllum á
sinni nýjustu plötu. Að
sjálfsögðu fær hið vin-
sæla „Kiss“ að fljóta
með í þokkafullri
útgáfu Ingibjargar.
Vestur
Aron Pálmi
(Ekki Sniglabandið)
Aron Pálmi Ágústsson er
í kántrístuði á sinni
fyrstu sólóplötu þar
sem hann syngur
um reynslu sína af
villta vestrinu. Með
kassagítarinn að
vopni flytur hann
kunna slagara á
borð við „Jail-
house Rock“,
„Sweet
Home Ala-
bama“ og
„Frelsið“
eins og
honum
einum er
lagið.
Allt fyrir ástina
Jón Ásgeir
(Ekki Páll Óskar)
Jón Ásgeir Jóhannesson syngur undurfagrar
ballöður um milljónabrúðkaup sitt og Ingi-
bjargar Pálmadóttur þar sem engu var til
sparað. Á rándýrri viðhafnarútgáfu plötunnar
eru þrjú bónuslög, þar á meðal hið sívinsæla
„Money“.
The Hope
Ólafur og Pétur
(Ekki Sign)
Dúettplata landsliðsþjálfarans og aðstoðar-
manns hans þar sem þeir syngja aríur um
vonir og vænt-
ingar fyrir næstu
undankeppni HM í
fótbolta. Textarnir
eru einlægir þar
sem meginþemað
er hin fjarlæga
von þeirra um að
einn sigur náist í
keppninni áður en
lokaflautið gellur.
Öðruvísi plötur í jólapakkann
Hellvar, Hjaltalín og Morðingj-
arnir, sem eru á mála hjá
útgáfufyrirtækinu Kimi Records,
auk rokkaranna í Reykjavík!,
spila á tónleikum á Gauki á Stöng
á laugardagskvöld.
Um nokkurs konar uppskeruhá-
tíð er að ræða hjá hinu nýstofn-
aða fyrirtæki, sem nýlega opnaði
sína eigin vefbúð. Þar geta
viðskiptavinir keypt plötur og
fengið þær sendar frítt heim til
sín. Með hverju keyptu eintaki
fylgir einnig rafræn útgáfa, líkt
og Mugison gerði með sína
nýjustu plötu.
Gaukur á Stöng verður opnaður
klukkan 20 í kvöld og kostar 1.000
krónur inn.
Kimi fagnar
uppskerunni
HÖGNI Högni Egilsson og félagar í Hjalta-
lín spila á uppskeruhátíðinni í kvöld.
Hljómsveitin Hellvar ætlar að
halda útgáfutónleika sína á mjög
óvenjulegum stað, eða í strætis-
vagni. Á föstudag klukkan 18
leggur strætisvagn af stað frá
Lækjartorgi með Hellvar um
borð. Mun vagninn keyra hring á
meðan hljómsveitin leikur lög af
sinni fyrstu plötu, Bat Out Of
Hellvar.
„Við vonumst að sjálfsögðu til
að það verði vagnfyllir,“ segir
söngkonan Heiða Eiríksdóttir.
„En hljómurinn í strætó á enn
eftir að koma í ljós. Það kemur þó
ekki að sök þótt hann verði ekki
fullkominn því það er upplifunin
sem skiptir máli.“ Frítt er inn á
þessa sérstæðu útgáfutónleika,
sem eru þeir fyrstu sem eru
haldnir hérlendis í strætisvagni.
Tónleikar í
strætisvagni
HELLVAR Hljómsveitin Hellvar heldur
útgáfutónleika sína í strætisvagni.